Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 16
Heyrnar- og talmeinastöð Islands Heyrnar- og talmeinastöð íslands tók til starfa árið 1979. Aðsetur HTÍ er við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík, og er opið þar frá 8 til 16 alla virka daga. Stofnunin tók við af heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvar Reykja- víkur, sem hafði verið starfrækt frá 1966. Heyrnar- og ________________ talmeinastöð BirgirÁs íslands heyrir Guðmundsson. undir heilbrigðis- --------------- og trygginga- málaráðuneytið, og skipar ráðherra henni sérstaka stjórn. Eftirtaldir aðilar eiga fulltrúa í stjórninni: Menntamálaráðuneytið Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra Félagið Heyrnarhjálp Félag talmeinafræðinga og talkennara Félag háls- nef- og eyrnalækna Vesturhlíðarskóli auk þess sem starfsfólk HTÍ tilnefnir áheyrnarfulltrúa í stjórn. Ráðherra skipar formann án tilnefningar. I lögum um stofnunina frá í vor segir: Ráðherra skipar framkvæmda- stjóra stofnunarinnar til fimm ára að fengnum tillögum stjórnar. Fram- kvæmdastjóri ræður yfirlækni, að fengnum tillögum stöðunefndar skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, og aðra starfsmenn stofnunarinnar. Yfirlæknir og yfirheyrnar- og talmeinafræðingur annast faglega stjórn innan stofnunarinnar. Við stöðina starfa tveir læknar, sérfræð- ingar í háls- nef- og eyrnalækningum, auk yfirlæknis. Auk þess starfa við HTÍ deildarstjórar heymardeildar og talmeinadeildar, heyrnartæknar, tæknimaður, kerfisfræðingur, hlustar- stykkjasmiðir, ritarar og skrifstofu- fólk. Hvaða þjónustu veitir HTI? HTI hefur samkvæmt landslögum yfirumsjón með þjálfun og endur- hæfingu heyrnarskertra og málhaltra, heyrnartækjameðferð og heyrnar- rannsóknum, í samráði við þá aðila sem starfa á þessum vettvangi. Skal stofnunin annast hvers konar þjónustu við heyrnarskerta, sem og greiningu talmeina, bæði meðal barna og full- orðinna. Því miður hefur fjárskortur takmarkað nokkur verkefnasvið HTI, ekki síst hvað varðar umfang tal- meinadeildar annarsvegar og endur- hæfingu heyrnarskertra hinsvegar. Verð og endurnýjun heyrnartækja Börn og unglingar að 18 ára aldri fáheymartækiókeypis. Fólksemþarf að nota tæki á bæði eyru greiðir 30% af verðinu, en þeir sem nota aðeins eitt tæki greiða 40% af verði. Mjög kröftug tæki eru seld með hærri styrk frá HTÍ. Ef heyrn manns breytist þannig að heyrnartæki hans verður ófullnægj- andi, t.d. vegna versnandi heyrnar, getur hann fengið nýtt tæki. Stundum er hægt að fá nýtt tæki ef ný gerð nýtist viðkomandi betur. Endurnýjun tækja fer svo fram þegar tæki er orðið það gamalt að það kemur ekki að notum lengur. Styrkur til heyrnartækjakaupa er almennt ekki veittur oftar en á þriggja ára fresti þeim sem orðnir eru 18 ára, en á tveggja ára fresti þeim sem yngri eru. FM heyrnartæki til notkunar í skólum Stundum þurfa heyrnarskertir nemendur á sérstökum heyrnartækj- um að halda til þess að auðvelda tjá- skipti í skólastofunni. Þetta eru svokölluð FM heymartæki með sendi- og móttökutækjum. Þessi tæki auð- velda mjög heyrnarskertum bömum að stunda nám í almennum skóla. HTÍ úthlutar þessum tækjum í sam- ráði við ráðgjafarþjónustu Vestur- hlíðarskóla. Kennarinn ber senditæk- ið í kennslustundum, en barnið hefur móttakarann sem magnar rödd kenn- arans. Viðhald og rafhlöður Elli- og örorkulífeyrisþegar með 75% örorku greiða 250 krónur fyrir rafhlöður í heyrnartæki, en fólk á aldrinum 18 til 67 ára greiðir hins- vegar rafhlöður að fullu. Ekki hefur verið tekið sérstakt gjald fyrir við- gerðir, en innheimt er vægt viðgerð- argjald þegar tækið er keypt (kr.800). Rafhlöður eru seldar á HTI Háaleitis- 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.