Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Síða 26
færa fyrir því rök að þessi þjóð-
félagshópur eigi að greiða fyrir
þjónustu á sama hátt og aðrir, en þá
þurfa launakjör þeirra líka að haldast
nokkuð í hendur við launakjör í þjóð-
félaginu. Þrátt fyrir að liður í breytt-
um viðhorfum til fatlaðra á síðari
árum sé að líta á greiðslur til þeirra
sem ígildi launa en ekki örorkubætur
þá virðast þær lágu fjárhæðir, sem er
að finna í bótakerfi almannatrygg-
inga, hins vegar taka mið af niður-
greiðslu eða niðurfellingu greiðslna
fyrir ýmsa nauðsynlega opinbera
þjónustu.
Hægt er að líta á hækkun heimilis-
uppbótar í tengslum við auknar
greiðslur afnotagjalds útvarps og
sjónvarps sem skref í þessa átt, en þar
sem hún dugir engan veginn til að
vega upp aðstöðumun fatlaðra og
ófatlaðra né launamun þeirra snýst
þessi aðgerð upp í andhverfu sína.
Síðustu misseri hafa æ fleiri
opinber fyrirtæki verið einkavædd.
Formið er misjafnt en þróunin er í eina
átt, að starfsemi þessara fyrirtækja
skuli lúta lögmálum markaðarins. Það
hefur mikla þýðingu fyrir fatlaða að
þjónustufyrirtæki, eins og til dæmis
Póstur og sími, axli ábyrgð á þjónustu
við alla þjóðfélagshópa og beri fjár-
hagslega og skipulagslega ábyrgð á að
hún sé opin og aðgengileg öllum.
Sameiginlegt takmark
Það er sameiginlegt álit á Norður-
löndum að stefna beri að fullri þátt-
töku og jafnrétti fyrir fatlaða. Þeir
sem bera ábyrgð á að slíkt markmið
náist eru opinberir aðilar, ríki og
sveitarfélög. Sama áhersla er jafn-
framt á Norðurlöndum á umhverfis-
tengda þætti sem varða aðgengi fatl-
aðra í víðasta skilningi. Við höfum
notið góðs af norrænu samstarfi.
Islendingar eru þátttakendur í
norrænu samstarfi á jafnréttisgrund-
velli og vilja bæði miðla og tileinka
sér reynslu þeirra sem lengra eru
komnir á sérhverju sviði. Þrátt fyrir
okkar góðu lagasetningu hefur það
komið í ljós að auðvelt er að kippa
grundvellinum undan uppbyggingu
og framþróun þegar stjórnvöld velja
að stíga á hemlana við fjárlagagerð
og málaflokkur fatlaðra reynist ekki
forgangsmál. Á þessu ári var dregið
úr framlögum til málaflokksins og ef
það sama verður uppi á teningnum á
næsta ári mun það hafa áhrif á fjárhæð
tekjustofna sem fylgja munu verk-
efnum til sveitarfélaganna. Þess vegna
getur það gerst að niðurskurður fram-
laga ríkisins til málaflokksins nú fylgi
honum áfram eftir að verkefni hafa
flust til sveitarfélaga. En nú er boðað
að ríkissjóður verði rekinn með tekju-
afgangi á næsta ári svo við skulum
vona að við þær góðu aðstæður verði
meira látið af hendi rakna til brýnna
velferðarmála en í ár.
Það er viðurkennt að með nútíma-
tækniframförum, t.d. í læknisfræði.
tjáskiptabúnaði, hjálpartækjum og
þekkingu almennt þá sé það fyrst og
fremst háð pólitískum vilja á hverjum
tíma hvort fötluðum séu sköpuð
skilyrði til atvinnuþátttöku eða ekki.
Þrátt fyrir þessar framfarir og þrátt
fyrir vaxandi þörf á vinnuafli hefur
ekki miðað sem skyldi í þá átt að
fjölga atvinnutækifærum fyrir fatlaða.
Allar líkur eru því á að það verði
verkefni sveitarfélaganna að brjóta
múrana í atvinnumálum fatlaðra. Það
er því alveg ljóst að þegar lögin um
félagsþjónustu sveitarfélaga koma til
umfjöllunar á Alþingi verða alþingis-
menn að vaka yfir þeim lagaákvæðum
sem tryggja jafnan rétt fatlaðra og
stuðla að framþróun í málaflokknum.
Flutningur verkefna
milli ráðuneyta
Á síðastliðnu ári fékk ég sam-
þykkta tillögu á Alþingi þess efnis að
nefnd yrði falið að kanna hvort flytja
ætti félagsleg verkefni, sem í dag
heyra undir heilbrigðisráðuneyti, yfir
til félagsmálaráðuneytis. Tilefnið var
meðal annars áform heilbrigðisráð-
herra á sínum tíma um að fella niður
fjárframlög til Bjargs, sambýlis fyrir
geðfatlaða og til Meðferðarheim-
ilisins við Kleifarveg, á þeim for-
sendum að þarna væri ekki um heil-
brigðisstofnanir að ræða. Ýmis félags-
leg verkefni sem voru bam síns tíma
heyra enn undir heilbrigðisráðuneytið
og hafa þessvegna lent harkalega
undir niðurskurðarhnífnum.
Forsætisráðherra hefur nú skipað
nefndina sem fjalla á um þessi mál og
hann hefur jafnframt falið henni ann-
að stórt verkefni sem ríkisstjórnin
hefur samþykkt að tillögu mennta-
málaráðherra. Það er að skoða verka-
skiptingu milli ráðuneyta mennta-,
félags- og heilbrigðisráðuneyta í
málefnum fatlaðra. Það er þýðingar-
mikið að ábyrgð ríkisins í málaflokkn-
um sé skýr og enginn vafi leiki á hver
hafí forræði mála á höndum. Þannig
komumst við hjá því að hagsmuna-
mál, eins og til dæmis túlkun fyrir
heyrnarlausa, velkist óleyst í kerfinu.
Ég hef verið skipuð í nefndina sem
fulltrúi stjórnarandstöðunnar og bind
miklar vonir við þetta nefndarstarf.
Rannveig Guðmundsdóttir
formaður þingflokks
jafnaðarmanna
26