Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Qupperneq 7
arslysum. Síðan hitt og þetta. Slys gera aldrei boð á undan sér. Árið 1981 voru tíu ungir menn að ljúka endurhæfingu frá Grensásdeild Borgarspítalans, bitrir út í lífið og lítt ánægðir með félög öryrkja. Þeir ákváðu að taka málin í sínar hendur og stofnuðu SEM samtökin til að berjast fyrir húsnæðis- og atvinnu- málum. Samtökin ásamt öðrurn stofnuðu Skóla fatlaðra sem m.a. stóð fyrir tölvukennslu. Eftir skólasetu fengu sumir starf við sitt hæfi sem var strax árangur. Mér fannst umræðan á fyrsta fund- inum sem ég sat einkennast af óraun- sæi. Þama var illa hreyfihamlað fólk í hjólastólunr að tala um það sem lítið mál - að reisa hús með eins gott aðgengi og hægt væri til að minnka áhrif hreyfihömlunar. Ég hafði byggt í sveitinni og vissi hvaða stórvirki slíkt var. En ég fór á fleiri fundi, hreifst af áræðinu og varð fljótlega virkur þátttakandi. Fyrsta bygging samtakanna var sumarbústaður fyrir félagsmenn. Sá bústaður er austur í Biskupstungum og leigður út eins og hjá öðrum félagasamtökum. Rekstur hans hefur gengið vel og veitt félagsfólki ómælda ánægju. Smíði sumarhússins var nýlokið þegar konur í samtökunum Ahugafólk um bætta umferðar- menningu höfðu samband við okkur. Markmið þeirra var að kanna hvað yrði um fórnarlömb umferðarslysa. Þær fundu marga einstaklinga innan SEM samtakanna sem hafa lifað af umferðarslys, en standa lamaðir eftir. Þegar þær heyrðu urn meginmarkmið SEM hópsins, buðust þær til þess að standa fyrir fjáröflun. Þetta var vendipunktur hjá okkur. Samkoma var haldin á Hótel Islandi í september 1989 í samvinnu við Stöð tvö. Áður hjóluðum við nokkrir félagarnir til Keflavíkur og ýttum okkur áfram með skíðastöfum. Sú uppákoma vakti meiri athygli en við gerðum okkur grein fyrir. Fjáröflunin fór fram úr björtustu vonum og skilaði okkur átján millj- ónum sem nægðu til að við fórum af stað með húsið árið 1990. Rúmu ári síðar 1991 gátum við flutt inn. Draumurinn varð að veruleika. Hér sit ég í sérhönnuðu húsi fyrir lamaða - trúi því varla enn - ég er mjög ánægður með íbúðina mína,” segir Jón. Voru SEM félagar ánægðir með húsið? “Biddu guð að hjálpa þér. Dóm- urinn var allt frá því, að húsið væri ekki mönnum bjóðandi - upp í að vera mjög gott. Mikið var deilt á okkur fyrir að byggja blokk þar sem allir íbúar væru í hjólastólum - slfkt heyrði fortíðinni til og ætti ekki að líðast. Ég er ekki sammála þessu. I fyrsta lagi erum við mjög sterk hérna. Það styrkir okkur að búa saman. I öðm lagi er félagslega samveran. Við komum saman í samkomusalnum um áramót og höldum þorrablót saman eða ein- hverja samkomu að vetrinum. Síðast komum við saman til að horfa á Euro- vision. Ég er 55 ára, en íbúamir eru frá tvítugu til rúmlega sextugs. Síðustu fimm árin hefur húsfélagið verið að kaupa íbúðir víðsvegar um bæinn. Fólki sem flyst í þær finnst betra að búa út af fyrir sig.” Jón hefur ekki fyrr sleppt orðinu en síminn hringir og hann er beðinn um að koma að skoða íbúð. “Núna erum við að kaupa níundu íbúðina. Þá erum við komin með 29 íbúðir,” segir Jón. Slys gera aldrei boð á undan sér Geturðu gefið mynd af slysinu sem gjörbreytti svona lífi þínu? “Fimmta febrúar 1977 gleymi ég aldrei. Þá hrapaði ég úr því að vera einn af bestu hlaupurum landsins - í að verða ósjálfbjarga sem ungbarn. Ég hafði orðið íslandsmeistari fjórum sinnurn og sex sinnum sett Skarp- héðinsmet. Svanasöngur minn var Kambaboðhlaupið, frá Kambabrún að IR-húsinu á Landakoti, hálfum mán- uði áður. Þá var ég með sjötta besta tímann. Þetta var snjólaus laugardagur, en brakandi frost. Klukkan hálfellefu um morguninn fór ég að gefa kúnum á jötuna úr vélbundnum heyböggum í stórri vélstæðu í hlöðunni. Ég var að taka upp tvo heybagga þegar ég heyrði þyt í lofti - og sá heystæðuna klofna um sex metrum fyrir ofan mig. Ég reyndi að forða mér í dauðans ofboði. Síðar kom í ljós að ég leitaði skjóls á versta staðnum - og trúlega hafa þrír baggar af fimmtíu lent beint ofan á hvirfilinn á mér - þannig að neðsti hálsliðurinn brotnar og mænan skaddast. Ég fann engan sársauka, en sortn- aði stutta stund fyrir augum. Tilfinn- ingin var undarleg þegar ég rankaði við mér. Ég þreifaði á einhverjum fótum og fór að hugsa um hvort ein- hver hefði verið með mér - en þetta voru rnínir eigin fætur. Tiltölulega fljótt gerði ég mér grein fyrir því að ég var lamaður. Og liðið lífshlaup rann í gegnum hugann í leiftursýn, eins og margir hafa sagt á undan mér sem hafa lent í svipaðri lífsreynslu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.