Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 17
Sigurður Óskar Pálsson fv. safnvörður: MEÐ AUSTANGJÓLUNNI Hvemig skyldi standa á því að sumir lásar fyrir bflbelti ná ísitjendum viðkomandi farkosta upp á mjöðm, jafnvel upp í mitti, en á öðmm tegundum er þeim komið fyrir neðan við sætisbrún ef ekki alveg niðri við gólf ellegar þá einhvers staðar á milli áðurgreindra punkta? Eins og allir geta séð spyr hér sá er fátt veit og enn færra skilur. Engu að síður læðist þessi spurning oft í huga minn þegar ég sest inn í bfl. Eg er nefnilega tæknilega vanþroska og hef þar af leiðandi aldrei lært að aka hjólfákum af æðra standi en lítilli heimilisdráttar- vél og reiðhjóli svo og hjólbörum sem ég lærði að stýra strax í forneskju minni er ég var fjósmokari heima í Geitavík. (En það að vera alinn upp á þeim ágæta bæ eins og meistari Kjarval dugar ekki eitt sér til þess að verða frægur, því miður). Mér hefur meira að segja tekist að koma mér upp það mikilli ósvífni gagnvart ýmsri nútímatækni að ég skammast mín ekki svo orð sé á gerandi fyrir þessa að margra dómi skelfilegu vankunn- áttu. Það er svo annað mál að góð- hjartað fólk, sem ekur fram á mig á rölti um göturnar hérna á Egilsstöð- um, stöðvar oft farkostinn, býður mér að sitja í og spara mér sporin. Þessi kostaboð á ég að sjálfsögðu ekki að þiggja sé allt með felldu þar sem ég hef margþegið ráðleggingar, að ég ekki segi tilskipanir, af munni þar um þekkingu hafandi vísindamanna að halda mig dálítið á hreyfingu; afþakka þau þó stundum ekki, einkum þegar æðstu máttarvöldum þóknast að haga veðri og færð fótgangandi umreis- endum lítt í vil, og sest uppí hjá farbjóðanda. Er skemmst frá því að segja að oftar en hitt hef ég ekki komið beltislykkjunni í lásinn fyrr en í þann mund er ég þarf að losa hana ur hon- um aftur í áfangastað, hafi ég þá fund- ið hann á annað borð. Upphefst þá á nýjan leik þukl og þreifingar eftir þeim stað á lásnum sem ýta þarf á til þess að losa um beltislykkjuna, en undir hælinn lagt hvort þann er að finna á fleti hans ellegar jaðri að ofan eða á hlið. Einatt minnir allt þetta sýsl mig á leikinn að finna falinn hlut, sem mér þótti hið mesta gaman fyrir meira en sextíu árum en þykir ekki lengur nema því aðeins að ég sé að skemmta mér með yngri kynslóð barnabama minna og þó helst hafi ég náð við aðila hagstæðum samningum um að ég fái að fela oft en leita sjaldan. Glöggt þykist ég muna að Omar Ragnarsson sýndi þjóðinni af frábærri líkams- lipurð og með þar tilheyrandi orðræðu í áglápinu fyrir allmörgum árum hversu undra fljótlegt væri annars að snarast inn í bfl, spenna beltið, losa það af sér og skjótast út aftur. Að sjálfsögðu var þetta hið merkasta og umfram allt vel meint sjónarspil þótt það minnti mig óneitanlega meira á myndskeið af fimleikasýningu en uppbyggilegan fræðsluþátt og vel má vera að það hafi verið endursýnt oftar en um sinn án þess ég yrði þess var. Hitt man ég gjörla að í leikgleði sinni fannst mér þessi ágæti áhugamaður um farkosti jafnt á láði sem í lofti svo og velfarnað fólks og fénaðar í umferðinni, gleyma einu smáatriði; þessu: Bflstjórinn þekkir einatt bifreið sína svo og allt hennar “inventaríum” eins og vasa sinn, en farþeginn, sem e.t.v. hefur ekki nokk- urn hug á hjólfákum þessum og það- an af síður innyflum þeirra, en skynjar þá aðeins sem tæki til þess að komast leiðar sinnar, þekkir jafnvel ekki algengustu tegundir hverja frá annarri fremur en rati á sauðfé rollur sem eru eins á litinn, hann grípur í tómt þegar beltislásinn er alls ekki á sama stað og hann var í bifreið þeirri sem hann álpaðist seinast inn í, kannski fyrir viku eða jafnvel hálfum mánuði. Ég er satt að segja dauðhræddur um að svona smáatriði skilji alls ekki aðrir en þeir sem sjálfir eru andlega auðugir af tæknilegri fávisku. A hinn bóginn trúi ég því að sekúndan, jafn- vel sekúndubrot geti skipt sköpum í umferðinni eins og margir góðir menn eru raunar oft og einatt að minna okk- ur á. Er það fádæma heimskuleg hug- mynd að samræmd verði með lögum gerð og festing beltislása í öllum bifreiðum á íslandi? S.Ó.P. Ein lítil limra Sigurður Óskar Pálsson fv. safnvörður á Egilsstöðum leyfði ritstjóra að heyra ljúfa limru þegar hann var að kanna hvort austangjólan hefði náð alla leið til Reykjavíkur. (Sjá grein: Með austangjólunni hér á síðunni). Játning til konunnar Ég er makalaus maki, mikið sef, lítið vaki, geri yfirleitt ekki neitt samt alltaf í tímahraki. S.Ó.P. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.