Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 26
VIÐHORF Steingrímur J. Sigfússon, formaður Norræna ráðsins um málefni fatlaðra (NHR) skrifar: NORRÆNT SAMSTARF UM MÁLEFNI ÖRYRKJA Inngangsorð: að er mér sönn ánægja að verða við tilmælum ritstjóra Fréttabréfs Öryrkjabanda- lagsins og skrifa viðhorfsgrein í blaðið. Ég er einn af tryggum les- endum og aðdá- endunt blaðsins, bæði sökum þess að það er nauð- synleg lesning öllum þeim sem vilja fylgjast með umræðum um málefni öryrkja hér á landi og því sem helst er að gerast á því sviði. Hitt spillir ekki fyrir að í bland við alvöruna er lætt léttara efni sem lífgar upp á hversdagsleikann. Ritstjóranum er ég að góðu kunnur og met mikils hans eljusemi og ódrepandi dugnað í baráttunni fyrir þá sem eiga undir högg að sækja. Fárra manna bónum neita ég síður en Helga Seljan. í þessu greinarkomi verður leitast við að gera nokkra grein fyrir norrænu samstarfi á sviði málefna fatlaðra og þá einkum og sér í lagi þeim hluta þess sem höfundur tengist um þessar mundir þ.e.a.s. Norræna ráðinu um málefni fatlaðra (NHR). NHR stendur fyrir “Nordiska handikappolitiska rádet” og verður nánar að því vikið hér á eftir. I lokin fylgja hugleiðingar á almennari nótum. Almennt um norrænt samstarf að málefnum fatlaðra Norræn samvinna á sviði málefna fatlaðra á sér langa sögu og eru margir aðrir betur til þess færir en ég að rekja hana. Um langt árabil hefur verið um skipulagt samstarf og nána samvinnu að ræða á milli samtaka öryrkja á Norðurlöndum og einnig á milli stjórnvalda; ráðuneyta og fram- kvæmdavalds á þessu sviði. Höfuð- stofnanimar núna eru Norræna sam- starfsstofnunin um málefni fatlaðra NSH, svo áfram sé notast við sænsk- una, sem stendur fyrir “Nordiska samarbetsorganet för handikapp- frágor”. Stofnunin heyrir undir Norræna ráðherraráðið, félagsmála- ráðherrana og ber ábyrgð á fram- kvæmd margskonar samstarfsverk- efna og áætlana í litrófi norrænnar samvinnu á þessu sviði. Stjóm stofn- unarinnar samanstendur af einum fulltrúa frá hverju Norðurlandanna fimm, auk þess sem sjálfstjórnar- svæðin þ.e. Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga áheyrnaraðild. Hin meginstofnunin eða aðilinn í norrænu samstarfi um málefni fatlaðra af hálfu hins opinbera er svo áðurnefnt Norrænt ráð um málefni fatlaðra (NHR). Norræna ráðið um málefni fatlaðra: Fagleg og pólitísk blanda Norræna ráðið um málefni fatlaðra var stofnað á fundi í Helsingfors 13. nóvember 1997 og þar voru lagðar línur um starfsemi ráðsins. Samsetn- ing ráðsins er nokkuð óvenjuleg og má í reynd segja að um ákveðna til- raun í norrænni samvinnu sé að ræða. Ráðið samanstendur af 19 fulltrúum, fimm stjómmálamenn, einn frá hverju landi, em fulltrúar pólitíska sviðsins og em þeir valdir úr hópi þingmanna eða fulltrúa í Norðurlandaráði. Um leið og aðild allra Norðurlandanna er þannig tryggð er reynt að gæta póli- tísks jafnvægis í gegnum samsetningu fulltrúanna. Fimm eru fulltrúar sam- taka öryrkja eða öryrkjabandalag- anna, fimm eru fulltrúar jafnmargra meginsviða samfélagsins eða þjóð- lífsins þ.e.a.s. fulltrúi fyrir húsnæðis- málasvið og byggingar, fulltrúi fyrir samgöngur og flutninga, fulltrúi úr menningargeiranum, fulltrúi af sviði rannsókna og menntunar og fulltrúi sem kemur af sviði vinnumark- aðsmála. Þá em þrír fulltrúar, einn frá hverju heimastjómarsvæði: Færeyj- um, Grænlandi og Álandseyjum. Loks er svo einn fulltrúi tengiliður ráðsins við norrænu stofnunina um málefni fatlaðra, stjórnarformaður NSH á hverjum tíma. Þessi óvenjulega samsetning er eins og áður sagði tilraun til þess að leiða saman á einum vettvangi stjórnmálamenn, fulltrúar samtaka öryrkja, fulltrúar úr stjómsýslunni eða frá framkvæmdavaldinu sem fer með málin á einstökum sviðum sbr. það sem áður var upp talið. Loks fulltrúa sjálfsstjórnarsvæðanna og tengiliði yfir í hina norrænu stofnun á þessu sviði. Meginverkefni ráðsins eins og það er skilgreint í starfsgrundvelli þess er að vera stefnumarkandi og ráðgefandi samstarfsvettvangur sem vinnur í þágu ráðherraráðsins og allra sam- starfsverkefna og stofnana sem þess- um málum tengjast. Ráðið á að ýta undir og hvetja til norrænnar sam- vinnu almennt á þessu sviði og alls staðar þar sem hlutir ráðast sem hafa áhrif á stöðu fatlaðra í samfélaginu. ✓ Utgangspunktur í vinnu ráðsins er ábyrgð allra í anda þeirrar hugsunar að inn í ákvarðanatöku á öllum sviðum þjóðlífsins þarf að flétta meðvituð, jákvæð viðhorf og vilja 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.