Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 44
BLINDRABÓKASAFN ISLANDS Asumardögum barst hingað árs- skýrsla Blindrabókasafns íslands fyrir árið 1998. Blindrabókasafnið hóf starfsemi 1. janúar 1983 skv. lögum frá 1982. Safnið heyrir undir mennta- málaráðuneytið. Þar eru fram- leiddar hljóðbæk- ur og blindralet- ursbækur og safnið lánar svo út hljóðbækur til blindra og sjón- skertra. Þjónustudeildir safnsins, sem er til húsa að Digranesvegi 5 í Kópavogi, eru tvær: útláns- og upplýsingadeild og námsbókadeild. Hljóðritun safn- efnis fer svo fram í tæknideild. Fjárveiting til safnsins 1998 voru 36.6 millj. kr., 12 fastráðnir starfs- menn eru í 10.5 stöðugildum. Stjórn- arformaður nú er Sigtryggur Eyþórs- son tilnefndur af Blindrafélaginu, en safnið hefur fimm manna stjórn, þar af tvo tilnefnda af Blindrafélaginu. Sérstök bókvalsnefnd er starfandi. Styrktarsjóður safnsins er til, stofnað- ur 1989 og svo er Vinafélag Blindra- bókasafnsins, stofnað 1993. Varðandi starfsemi safnsins má m.a. nefna að heildarútlánum fjölgaði um 7% milli ára, endurnýjun tölvukerfis fór fram og er til stórra bóta og þjónusta við nemendur með dyslexiu jókst mjög mikið, alls 5oo nemendur sem njóta nú þjónustu safnsins. I tæknideild voru hljóðritaðir 123 titlar til útláns, 10.400 blindraleturs- síður voru prentaðar. Gj afir og styrkir voru veglegir á árinu; Styrktarsjóður BI greiddi á aðra milljón fyrir hug- og vélbúnað og Vinafélagið veitti hálfrar milljónar króna styrk og fleiri góðir styrkir veittir af ýmsum aðilum. Bókaeign safnsins er samtals 4523 titlar. Gjörð er glögg grein fyrir hlut- verki og þjónustu safnsins sem svo mörgum er mjög dýrmæt, má aðeins nefna að 46.409 eintök voru lánuð út, rúm 24 þús. innan Reykjavíkur og 22 þús. rúm utan Reykjavíkur, konur áberandi fleiri sem nýta sér góða þjónustu. Forstöðumaður Blindra- bókasafns íslands er Helga Ólafs- dóttir. í lokin langar ritstjóra að vitna til gamallar vinkonu sinnar sem er all- lengi búin að vera útlánaþegi safnsins. “Hljóðbækurnar eru augu mín nú þegar ég les ekki lengur”. H.S. /7 . \mr m •'f / '.Í ISR / 1 Helga Ólafsdóttir Tölvumiðstöð fatlaðra flytur Eins og fram kemur í frásögn af Tölvumiðstöð fatlaðra annars staðar í blaðinu þá hafa mál skipast svo að Hringsjá - starfsþjálfun fatlaðra þurfti á öllu húsnæðinu í Hátúni 10 d að halda. Því olli þjónustusamn- ingur sá sem Hringsjá gjörði við Tryggingastofnun ríkisins sem er hrein aukning frá fyrri starfsemi og óhjákvæmilegt að taka það húsnæði er Tölvumiðstöð fatlaðra hafði til afnota fyrir Hringsjá. Tölvumiðstöð fatlaðra þurfti því að flytja en sem betur fer þurfti hún ekki að flytja langt, fór í húsnæði Hússjóðs í Hátúni 10 a á 9. hæð en það er einmitt hið gamla aðsetur Starfsþjálfunar fatlaðra. Að sögn Sigrúnar Jóhannsdóttur forstöðumanns leggst breytingin vel í hana, húsnæðið sjálft nokkru rýmra og þjónusta stöðvarinnar byggir mjög á því að farið er á vettvang þjónustuþega. Fréttabréfið á von á góðum pistli um þessa mætu starfsemi í næsta blaði frá henni Sigrúnu. En við vonum að húsnæðisaðstaðan nýja reynist þeim sem allra best um leið og við árnum Tölvumiðstöðinni allra heilla með starfið sem nú fer fram á 9. hæð í Hátúni 10 a. H.S. Gróa Hlín Jónsdóttir Kynning I öðru tölublaði Fréttabréfsins 1998 var kynning á Guðrúnu Halldórs- dóttur, sem þá sá m.a. um áskriftina að Fréttabréfinu. En tæplega var kynning sú á þrykk komin þegar hún Guðrún yfirgaf okkur og hélt til annarrar iðju. En kona kemur í konu stað og 16. ágúst byrjaði hér bros- mild og hress að starfa Gróa Hlín Jónsdóttir og blessun- arlega ekkert fararsnið á henni. Það er fjölþætt starfið þeirra Gróu og Guðríðar Gísladóttur í afgreiðslunni hér fyrir framan. Til þeirra er stöðugur straumur, svo oft finnst manni meira en nóg um, síminn hringir oft í sífellu um leið en þær stöllur annast alla síma- vörslu hér og svo er það húsaleigan fyrir hina fjölmörgu leigjendur héðan og þaðan sem haldið er trúlega utan um. Já og svo sér hún Gróa Hlín um það að Fréttabréf ÖBÍ komist í réttar hendur og þegar nöfnin eru orðin á átjánda þúsund, þá er það orðið ærinn starfi utan um að halda, enda þarf líka að gæta að þeim er látist hafa, flutt sig til eða afþakka blaðið sem raunar er hverfandi. En ekki lengri formála að henni Gróu Hlín sem viðmótsþýð og 1júf tekur á móti öllu kvabbinu í fyrsta umgangi og þarf oft til enda að leysa. Gróa Hlín Jónsdóttir er fædd 10. mars 1971 í Reykjavík. Foreldrar hennar: Guðmunda Anna Eyjólfsdóttir og Jón Kristinn Ríkarðsson. Hún var tvö ár í framhaldsskóla eftir grunn- skólanám og síðustu 10 árin hefur hún lokið ýmsum námskeiðum s.s. í tölvu- fræðum, bókhaldi, spænsku og þjón- ustu svo eitthvað sé nefnt. Aðallega hefur Gróa Hlín unnið ýmis verslun- arstörf og vann svo rúmt ár á Skálatúni. Gróa Hlín er í sambúð með Ragnari Kristni Ingasyni og eiga þau þrjú böm: Ríkarð Jón, Bjarka Stein og Sæunni Elínu. Það er dýrmætt fyrir samtök eins og Öryrkjabandalagið og Hússjóð Öryrkjabandalagsins að það andlit sem út á við er sýnt við fyrstu aðkomu veki traust og góðar kenndir. Þetta sameina þær stöllur Guðríður og Gróa Hlín mæta vel og ósk okkar hér sú að við megum sem lengst góðra krafta njóta. H.S. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.