Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 45
Helgi Hróðmarsson fulltrúi: UPPLÝSINGAR UM NÁMSKEIÐ OG MÓT Á VEGUM MOBILITYINTERNATIONAL FYRIR UNGT FÓLK MEÐ FÖTLUN Nýlega bárust upplýsingar um ýmis mót sem í boði eru á vegum Mobility Internat- ional á næstunni. 6.-7. október n.k. verður í Hel- sinki, Finnlandi ráðstefna um sjálfstæða búsetu. 6.-9. október n.k. verður í Bad Hofgastein, Austurríki ráð- stefna um heil- brigðis- og trygg- ingamál og ýmis félagsleg réttindi. 23.-31. októ- ber n.k. verður í Denbighshire, Norður írlandi dagskrá þar sem fjallað verður um sjálfboðaliðastörf. 24.-31. október n.k. verður í Strasbourg, Frakklandi dagskrá þar sem fjallað verður um leiklist, mis- munandi form leikhúsa og leikræna tjáningu. Stefnt verður að því að þátt- takendur geri vídeómynd sem fjallar um störf og reynslu þeirra. 7.-14. nóvember n.k. verður í Mollina, Spáni þjálfunarnámskeið fyrir fulltrúa ungliðahreyfinga. 9.-14. nóvember n.k. verður í Búdapest, Ungverjalandi dagskrá þar sem fjallað verður um samstarf og þátttöku ungs fólks með fötlun í skipulagningu ungliðastarfs. Þátt- takendur fá aðstoð við að nýta sér þekkingu sína í starfi. 19.-30. janúar 2000 verður í Strasbourg, Frakklandi þjálfunar- námskeið sem miðar að því að gera þátttakendur hæfari til að skipuleggja námskeið eða fundi þar sem saman koma fulltrúar landa sem eiga aðild að Evrópuráðinu auk fulltrúa frá Miðjarðarhafslöndunum. I tilboðum á vegum Mobility In- ternational er meginreglan sú að þátttakendur séu á aldrinum 16-30 ára. Einstaka undantekningar eru gerðar frá þessu sé þess sérstaklega óskað. Kostnaður við uppákomur á vegum Mobility International er niður- greiddur og í sumum tilfellum hafa fargjöldin einnig verið þátttakendum nánast að kostnaðarlausu. Ungt fólk með fötlun frá Islandi hefur notið góðs af mörgum nám- skeiðum og mótum á vegum Mobil- ity International þau ár sem Öryrkja- bandalag Islands hefur verið aðili að samtökunum. Þetta fólk hefur öðlast reynslu, þekkingu og umfram allt skemmt sér vel. Vonandi sýnir fólk ofangreindum tilboðum áhuga og hefur samband við Helga Hróðmars- son í síma 552-2617 vegna skráninga eða nánari upplýsinga. Þegar hafa aðildarfélögum Öryrkj abandalagsins verið sendar ofangreindar upplýs- ingar. Helgi Hróðmarsson. Frá FAAS Með fréttabréfi FAAS sem hingað kom í júnílok fylgdi svokallað Kalmarskjal frá Norrænu Alzheimersamtökunum, tileinkað ári aldraðra. Yfirskriftin er: Ríkisstjórnir Norðurlanda og Norðurlandaráð eru hvött til að taka tillit til hins mikla vanda sem er samfara heilabilun. Skjalið er svo í 10 greinum og ritstjóra sýnist rétt að birta þær í heild sinni. 1. gr. Heilabilun er sjúkdómur sem veldur varanlegri starfrænni hömlun og annarri heftingu. Norðurlöndum og viðkomandi alþjóðastofnun- um ber að viðurkenna það. 2. gr. Heilabilun veldur skerðingu á vitrænni og líkamlegri getu. Norðurlöndunum ber að móta sameiginlega framkvæmdaáætlun til þess að tryggja þeim sem eiga við starfræna hömlun að stríða góð lffsskilyrði með tilliti til líkamlegrar, andlegrar, félagslegrar og samfélagslegrar velferðar. 3. gr. Minnissjúkdómar er heilabilun sem útheimtir tímanleg úrræði og rétta greiningu og meðferð. 4. gr. Brotalamir finnast í menntunarmálum starfsfólks sem annast minnissjúka. Brýnt er að koma á fót áætlun og stefnumótun um menntun allra heilbrigðisstétta og annarra sem annast minnissjúka. 5. gr. Aðhlynning heilabilaðra útheimtir sérmenntað starfsfólk og nægilega mönnun til að tryggja sjúklingum faglega og góða umönnun. 6. gr. Brýnt er að aðstandendur minnissjúkra fái stuðning og aðstoð í sínum erfiðu aðstæðum. 7. gr. Ný og virkari lyf stuðla að hagnýtingu fyrir samfélagið. Ekki má hindra dreifingu slíkra lyfja vegna skammtímasjónarmiða um sparnað. Heilabilaðir verða að hafa möguleika á að afla slíkra lyfja. 8. gr. Bæta ber fræðslu um minnissjúkdóma. 9. gr. Norðurlöndunum ber að leggja fram aukið fjármagn til rannsókna á meðferð, umönnun og orsökum heilabilunar. 10. gr. Styrkja ber réttarstöðu minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Um leið og þessu er á framfæri komið þá stendur skammstöfunin FAAS nú fyrir: Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og annarra minnissjúkra. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.