Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 39
Ibúðalánasjóður - sérþarfalán Asínum tíma samþykkti Alþingi lánaflokk þann hjá Húsnæð- isstofnun ríkisins sem fékk nafnið sérþarfalán og sem ætluð voru til breytinga og endurbóta á húsnæði m.a. og sér í lagi vegna breyttra aðstæðna fólks, s.s. hreyfihömlunar. Það var Oddur Ólafsson þáv. alþingismaður sem beitti sér fyrir þessu með góðu liðsinni annarra og sannleikurinn sá að þetta hefur mörgum að góðu gagni komið gegnum tíðina. Lán þessi voru með þeim hagstæðustu vöxtum sem í húsnæðiskerfinu voru á hverjum tíma og það munaði um þau við oft örðugar aðstæður. Þegar frumvarp til laga um uppstokkun húsnæðiskerfisins og myndun íbúðalánasjóðs var til meðferðar á Alþingi benti Öryrkjabandalag Islands ítrekað á það að þessi lánamöguleiki yrði að vera til staðar hjá hinum nýja íbúðalánasjóði. Bent var þá á þann möguleika í frumvarpsgrein að Ibúðalánasjóði eða þá ráðuneyti húsnæðismála væri heimilt að stofna til nýrra lánaflokka og raunar komst inn í umfjöllun nefndar sá skilningur ótvíræður að þar væri m.a. hugað að sérþarfalánum. Ráðuneyti húsnæðismála - félagsmála- ráðuneytið hefur nú sent frá sér reglugerð um lánaflokka íbúðalánasjóðs. í 2.gr. þeirrar reglugerðar tölulið 3 er einmitt: Aukalán - lán til einstaklinga með sérþarfír. Ekki fylgir nein frekari skýring hér á, hvorki um upphæðir eða vaxtakjör, en við hljótum þá að reikna með því að stjórn íbúðalánasjóðs muni setja um þennan lánaflokk skýrar vinnureglur. Við Guðríður Ólafsdóttir höfum þegar átt um þetta mál viðræður við framkvæmdastjóra sjóðsins, Guðmund Bjarnason, fv. ráðherra, sem tók máli okkar mjög vel og munu lánveitingar skv. 2.gr. umræddrar reglugerðar þegar hafa verið afgreiddar. Aðalatriði þessa máls auk þess að allar reglur hér um verði sem ljósastar er auðvitað það að vaxtakjör verði sem viðráðanlegust s.s. þau hafa áður verið og margur notið mjög góðs af. Það mál mun áfram verða í brennidepli. H.S. Sönggleði og skoðunarferð til Soweto Ekki var bara setið yfir málum og þau krufin til mergjar. Til að hrista hópinn saman ákváðum við að halda söngkvöld, sem leiddi til uppgötv- unar á fjöldamörgum söngfuglum og lagasmiðum. Hvert land söng þjóð- lag, en þetta mæltist vel fyrir hjá hópnum sem hafði aldrei hist áður. Þar að auki voru flestir þátttakenda alblindir og án aðstoðarmanns. Undir lokin vorum við samt sem áður öll orðnir hinir bestu vinir. Við dvöldum ekki allan tímann á endurhæfingarmiðstöðinni heldur eyddum heilum degi í skoðunar- ferðum. í Soweto hittum við blinda og sjónskerta íbúa þessarar borgar sem á tímum aðskilnaðarstefnunnar var byggð fátækum blökkumönnum. I dag, eins og annars staðar í landinu, búa þar hvítir og svartir íbúar í sátt og samlyndi en fjárráðin í Soweto eru augljóslega mun minni en í Pretoriu og Jóhannesarborg. Síðasta kvöldið fór allur hópurinn á kráarölt í Pretoriu sem líktist mjög því sem maður á að venjast í Evrópu, þ.e. alger andstæða við það sem við upplifðum meðal hinna jákvæðu og hjartahlýju íbúa Soweto. Framhaldið Það var ánægður og kraftfullur hópur sem kvaddi Pretoriu sunnu- daginn 7. febrúar eftir lærdómsríka daga meðal jafningja frá nágranna- löndunum. Nú er bara að vona að baráttuandanum verði haldið á lofti og óskum við þeim alls hins besta. Auk þess er það skoðun mín að námskeið sem þetta geti haft mikið að segja hvað varðar hvatningu til að snúa heim, halda áfram að byggja upp. Síðast en ekki síst er gott að finna og ræða við blinda og sjón- skertajafningja. Von okkar í Æsku- lýðsnefnd Alheimssamtaka blindra er að fleiri slík námskeið geti litið dagsins ljós innan svæðanna sjö þar sem safnað er saman fólki með svip- aðar forsendur, hugsjónir og bak- grunn til að greina og taka á sam- eiginlegum vandamálum sem ungt fólk mætir innan eigin samtaka og í eigin samfélögum. Sigrún Bessadóttir Hlerað í hornum Þekktur maður úr þjóðlífinu var heldur lágur vexti, en hann flutti oft efni í útvarpinu. Þegar einn aðdáenda hans frá útvarpinu sá hann svo í eigin persónu varð honum að orði: “Er hann Jón svona lítill?”. Þá sagði nærstadd- ur maður sem oft hafði átt í erjum við útvarpsmanninn: “Hann er miklu minni”. Maður einn sem við köllum Gunnar skuldaði nágranna sínum allnokkra upphæð og viðkvæði Gunnars var ætíð þetta: Komdu á morgun. Nágrannanum leiddist þetta að vonum og spurði hvort hann mundi þá ekki segja það sama á morgun: Komdu á morgun. Þá sagði Gunnar með þjósti: “Hvað er þetta maður? Heldurðu að ég sé maður sem segir eitt í dag og annað á morgun”. Alla mætti á fundinn í fokdýrum pels og lét mikið á því bera. “Já, fallegur er hann”, sagði öfundsjúk vinkonan, “en hefurðu aldrei hugsað til vesalings dýrsins sem þurft hefur að þjást vegna þessa?” Þá svaraði Alla og hnyklaði brýrnar: “Síðan hvenær fórst þú að bera svona mikla umhyggju fyrir manninum mínum?” *** Allir þekkja til orðtaksins að gera sér eitthvað til hægðarauka, auðvelda sér eitthvað. Karl einn eystra sleppti errinu algjörlega svo hann gerði sér allt til hægðaauka og höfðu menn lúmskt gaman af. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.