Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 35
GIGTLÆKNINGASTÖÐ G.í. 15 ÁRA Á myndinni frá vinstri eru Sólveig Eggerz Pétursdóttir, Jóhanna Magnús- dóttir, Gísli Loftsson fyrir hönd móður sinnar Sigríðar Gísladóttur, Guðjón Hólm, Anna Olöf Sveinbjörnsdóttir og Sveinn Indriðason fyrir hönd Önnu Stígsdóttur Laugardaginn 5.júní var til góðs fagnaðar boðið af Gigtarfélagi íslands í tilefni af því að 15 ár voru liðin frá því gigt- lækningastöð félagsins tók til starfa. Stöðin er að sjálfsögðu til húsa í húsnæði Gigtarfélagsins að Ármúla 5 í Reykjavík. Emil Thóroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélags Islands stjómaði stuttri en markvissri athöfn. Einar S. Ingólfsson, formaður Gigtarfélagsins flutti stutta ræðu, gat um starfsemi stöðvarinnar sem svo mörgum hefði geysivel gagnast. Ritstjóri átti því láni að fagna á sinni tíð að mega, þó í litlu væri, liðsinna Gigtarfélagi íslands á sokkabands- árum þess og man vel þá bjartsýni og þann baráttuanda sem einkenndi forystuna og hvoru tveggja ekki látið að sér hæða á ferli félagsins. Þar er óhætt að segja að gigtlækningastöðin sé af mörgu markverðust og um leið skilað hvað mestum árangri. Það er nefnilega rétt hjá þeim gigtarfélags- mönnum að þessi “bara” gigt eins og oft er sagt er ekki lamb að leika sér við og um leið má ýmsu til kosta að fá haldið henni í skefjum og lagfært það sem unnt er til heilsu- og ham- ingjuauka fyrir viðkomandi. Einar formaður minnti á starf félagsins og árangur ágætan. 6félögum veitti félagið verðuga viðurkenningu, fagran grip en þau voru: Anna Ólöf Sveinbjarnardóttir, yfiriðjuþjálfi stöðvarinnar; Anna Stígsdóttir sem vann á skrifstofunni frá byrjun, þar til hún lét af störfum vegna aldurs; Guðjón Hólm Sig- valdason, sem var fyrsti formaður félagsins; Jóhanna Magnúsdóttir, lengi í stjórn félagsins og stjórnar- formaður Þorbjargarsjóðs, sem er styrktarsjóður; Sigríður Gísladóttir sjúkraþjálfari (ein sú fyrsta hér á landi), sat lengi í stjóm og rekstrar- stjóm stöðvarinnar og Sólveig Péturs- dóttir Eggerz sem stutt hefur félagið með ráðum og dáð og m.a. gefið félaginu myndir fagrar á jólakort sín allt frá árinu 1991. Einar gat um hinn góða þátt þeirra allra í framgangi félags og stöðvar. Með stuttum en snjöllum ávörpum þökkuðu þau fyrir hönd viðurkenn- ingarhafa Guðjón Hólm Sigvaldason og Sólveig Pétursdóttir Eggerz, en Guðjón Hólm gaf félaginu einmitt félagsfánann. Ágætar veitingar voru svo á boðstólum. I stuttu spjalli við Emil framkvæmdastjóra kom fram að sami framkvæmdastjórinn er bæði hjá félaginu svo og gigtlækningastöðinni. Júlíus Valsson og Magnús Guð- mundsson eru læknar stöðvarinnar, yfirsjúkraþjálfari Unnur Pétursdóttir, yfiriðjuþjálfi Anna Ólöf Sveinbjarn- ardóttir s.s. áður hefur komið fram og í hópþjálfuninni er Margrét Gunnars- dóttir yfirsjúkraþjálfari. Öryrkjabandalag Islands árnar félagi sínu og þar með Gigtlækn- ingastöð G.í. alls hins besta í bráð og lengd. Ekki fer mála á milli hve nauðsyn- leg stöðin er gigtsjúklingum, þáttur hennar ríkulegur í því að reka “bara” gigtina á flótta. Heill ykkur með árin fimmtán. H.S. Bjöm G. Eiríksson sérkennari: Sólarlagsljóð Það var hérna úti við himna sæinn, hingað að rölti ég nú um daginn. Fjöllin há sinn bláa litinn bera burtu draga hug og fögnuð gera. Seinna hníga sólin mun í æginn, signa, lýsa, gylla allan bæinn. Eftir ferli, ös og þunga dagsins yndi er að njóta sólarlagsins. B . G. E . FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.