Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 30
Vilhjálmur kvaddur Afögrum sólskinsdegi sum- arsins bauð íslensk Get- spá til fagnaðar í húsa- kynnum sínum og var þar margt um manninn. Fjölmenntu fulltrúar þeirra samtaka er standa að getspánni, starfsfólk og stjórnarmenn fyrr og nú meðal ann- arra. Varfagnað- ur þessi Islenskri Getspá til sóma. Og hvert var svo tilefnið þennan þrítugasta dag júnímánaðar og þann síðasta um leið? Hvort tveggja var að kveðja átti fram- kvæmdastj óra Islenskrar Getspár frá upphafi, Vil- hjálm B. Vil- hjálmsson sem var aðaltilefnið og hins vegar að bjóða nýjan framkvæmdastjóra Bergsvein Sampsted, velkominn til starfa. Vilhjálmur varfrumkvöðull að lagasetningunni að Islenskri Getspá ásamt Oddi Olafssyni. Vilhjálmur var á þeim tíma formaður Öryrkjabanda- lags Islands og hafði bæði þar og þó ekki síður á vettvangi Félags heyrn- arlausra unnið ötullega að baráttu- og hagsmunamálum þessara samtaka. Hann þótti um leið sjálfkjörinn sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og þar völdu menn rétt og vel, því 13 ára starfssaga Vilhjálms hjá íslenskri Getspá ber honum hið besta vitni. Farsæld hefur fylgt öllu hans starfi, hann hefur fylgst mætavel með allri þróun í þessum efnum, verið ótrauður að taka í móti og framkvæma ýmsar nýjungar og í raun gjört íslenska Get- spá að vissu stórveldi á annars býsna grimmum markaði. I fagnaðinum voru fluttar einlægar þakkir til Vilhjálms fyrir ágætan árangur, trúmennskuna tæra og eljusemina í önn daganna. Stjórnarformaður íslenskrar Getspár, Eggert Magnússon frá ISI, flutti aðalræðuna og rakti hina mætu starfssögu Vilhjálms og minnti á hina ýmsu þætti hennar sem borið hefðu hinn besta ávöxt. Fulltrúar samtakanna sem eiga og reka íslenska Getspá fluttu þakkar- ávörp: Ellert B. Schram frá ÍSI, Helgi Seljan frá ÖBI og Þórir Jónsson frá UMFÍ. Einnig fluttu ávörp Stefán Konráðsson frá íslenskum Getraunum og Björn Björnsson fyrir hönd starfs- manna getspárinnar. Allir færðu Vilhjálmi alúðarþakkir fyrir ágætust störf sín, færðu honum gjafir góðar og hann var sæmdur gullmerki ISI. Um leið var hinn nýi framkvæmda- stjóri boðinn hjartanlega velkominn en hann er Bergsveinn Sampsted, en Bergsveinn er ekki með öllu ókunn- ugur á þessum vettvangi sem fyrrum starfsmaður Islenskrar Getspár. Það er með einlægri þökk allra hér hjá Öryrkjabandalaginu og Hússjóði þess sem Vilhjálmur er kært kvaddur og honum alls góðs árnað í framtíð- inni. Það var einkar ánægjulegt að geta fengið hana Oddnýju Sv. Björgvins til að taka hið skemmtilegasta og fróð- legasta viðtal við Vilhjálm í fyrsta tölublaði Fréttabréfs Öryrkjabanda- lagsins á þessu ári. Um leið notum við tækifærið til að bjóða nýjan fram- kvæmdastjóra velkominn með góðum óskum um árangursríkt starf og ein- lægt samstarf um þau mikilvægu mál sem Islensk Getspá stendur fyrir, fjármögnun svo margra góðra verka. Fólkinu í landinu eru færðar þakkir fyrir þess fórnfúsa framlag. Eftirfarandi kveðja til Vilhjálms var flutt í fagnaðinum frá Öryrkja- bandalagi íslands. Að verki hefur vaskur gengið, viljans kraftur með í för. Uppskeruna ærna fengið, okkar þannig bætir kjör. Framsýnn vel og farsæll drengur, fylgist allri þróun með. Þannig góður þinn varð fengur, þér er náðargáfa léð. Hindrun margri vékst úr vegi, vílið fjarri eins og ber. Sigldir móti sólskinsdegi, sóknarhugur djarfur er. Varla í sætið værðar sestu, víkingseðlið langt þig ber. Eigðu þakkir allra bestu, auðnan megi fylgja þér. HS. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson Bergsveinn Sampsted Hlerað í hornum Eiginkonan við mann sinn sem liggur í rúminu: “Ég hringdi í verkstjórann þinn og sagði honum að þú væri mjög lélegur”. “ Og hvað sagði hann við því?” “Hann sagðist nú hafa vitað það í mörg ár”. Gamli maðurinn lá fyrir dauðanum, en einn daginn finnur hann þessa ilmandi bökunarlykt úr eldhúsinu og þykist kenna þar ilminn af uppáhalds smákökunum sínum. Með ótrúlegum erfiðismunum skreið- ist hann fram úr og rétt þegar hann er að teygja sig í smákökurnar þá tekur eiginkonan eftir honum og segir: “Láttu smákökurnar alveg í friði”. “Nú, má ég ekki fá mér smáköku”, segir sá gamli. “Nei, þær eiga að fara í erfidrykkjuna þína”, var svarið frá eiginkonunni. Sú aldraða frétti lát tveggja ungra manna og varð þá að orði: “Mikil ósköp eru að vita til þess með unga fólkið sem alltaf er að deyja. Svo lifir gamla fólkið bara alveg fram í andlátið”. *** Karl og kona tóku tal saman og í ljós kom að þau áttu sameiginlegan kunningja. Karlmaðurinnsemvarfrá Stöðvarfirði upplýsti hvaðan hann væri og þá sagði konan að hún ætti eina góða vinkonu á Stöðvarfirði og nefndi hana með nafni og spurði hvort hann kannaðist ekki við hana. Hann brosti sínu blíðasta og sagði. “Hvort ég geri. Þú situr nú hérna með öðru nýranu úr henni”. Konunni brá en sannleikurinn sá að systir mannsins hafði verið honum nýrnagjafi á sinni tíð. 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.