Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 38
Sigrún Bessadóttir, formaður Æskulýðsnefndar Alheimssamtaka blindra (World Blind Union Committee on Youth): NÁMSKEIÐ FYRIR UNGT FÓLK FRÁ LÖNDUM SYÐRI HLUTA AFRÍKU Glampandi sól, steikjandi hiti, hitabeltisgróður og glaðvært fólk af öllum kynþáttum á ferli. Þetta er ekki draumur um fjar- læg lönd heldur raunveruleiki regnbogalandsins Suður-Afríku. Undirrituð dvaldi þar í tæpar tvær vikur í byrjun febrúar. Astæða heimsóknarinnar var að Æskulýðs- nefnd Alheims- Sigrún samtaka blindra Bessadóttir stóð fyrir nám- ........ skeiðiíhöfuðborg landsins, Pretoriu, í samvinnu við South African National Council for the Blind, styrktaraðila frá Svíþjóð og nokkur norræn blindrasamtök. Hverjir tóku þátt? 22ja manna þátttakendahópur 10 ungra kvenna og 12 ungra manna (2 frá hverju landi) frá 10 löndum syðri hluta Afríku safnaðist saman þriðju- daginn 2. febrúar á heimavist endur- hæfingar- og þjálfunarmiðstöðvar suðurafrísku blindrasamtakanna, þar sem aðstæður voru allar hinar bestu. Fulltrúar frá Alheimssamtökum blindra, Afrísku blindrasamtökunum og regnhlífarsamtökum fatlaðra í Suður-Afríku mættu einnig á staðinn, hlustuðu á skoðanir unga fólksins og laumuðu inn athugasemdum. Æsku- lýðsnefndarmaður frá Uganda ásamt undirritaðri sáu um að stjórna nám- skeiðinu en okkur til halds og trausts voru fulltrúar frá Svíþjóð. Annar þeirra er formaður Æskulýðssamtaka blindra í Svíþjóð. Þarna var saman kominn fríður hópur sem hlýddi á fyrirlestra, spurði og ræddi málin í litlum vinnuhópum í þrjá daga. Af mörgum málefnum var að taka og ljóst að unga fólkið hafði ríkar skoð- anir á málunum. Þetta lýsti sér í æsi- fjörugum og skemmtilegum umræð- um fólks, sem hafði sínar hugmyndir og lausnir varðandi uppbyggingu og skipulag blindrasamtaka, endurhæf- ingu í heimabyggð, áhugamál og lífs- stíl en ekki síður á fjáröflun og sjálfs- hjálparverkefnum. A kvöldin hittist vinnuhópur sem stóð að samningu ályktana. Þær voru bornar upp til samþykktar fyrir alla viðstadda síð- astadaginn. Ég hef sjaldan tekið þátt í eins áköfum umræðum þar sem allir léku á als oddi, tjáðu sig opinskátt og oftast af eigin og kannski stundum biturri reynslu. skulýðsstarf blindra heima fyrir. Fyrsta ályktun nám- skeiðsins felur í sér áherslu á mikil- vægi öflugs æskulýðsstarfs á heima- velli til þess að styrkja og styðja blind og sjónskert ungmenni og þar sem þeim gefst færi á að ræða málin frá eigin forsendum og læra hvert af öðru. Hver þátttakandi tók heim með sér hvatningarorð um að vinna ötullega að stofnun æskulýðshópa heima hjá sér, en auk þess kusu þátttakendur 6 manna vinnuhóp sem ætlað er að vinna áfram með hinar fimm ályktanir í samvinnu við Æskulýðsnefnd Alheimssamtaka blindra og fleiri. Atvinnu- og menntamál, læsi og endurhæfing sem og heilbrigðis- mál, sérstaklega ungra kvenna, voru innihald hinna ályktananna með áherslu á aukna virkni blindra og sjónskertra ungmenna og viður- kenningu á mikilvægi slíkra grund- vallaratriða fyrir lífshlaupið síðar meir. Allir urðu sammála um algert mikilvægi þessara atriða eftir langar og blóðheitar umræður um orðalag og áherslur. 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.