Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 16
Halldór Baldursson og Haraldur Jóhannsson tryggingalæknar: NYR STAÐALL FYRIR ÖRORKUMAT Á ÍSLANDI Með breytingu á lögum um almannatryggingar sem samþykkt var ll.mars 1999 (lög nr. 62/1999 um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 117/1993 með síðari breyting- um) breytist grundvöllur örorkumats frá 1. september 1999, þannig að ekki verður leng- ur tekið tillit til tekna eða annarra félagslegra þátta. Stefnt er að því að örorkumat verði samræmdara en áður og betur s k i 1 j a n 1 e g t almenningi. í samræmi við lög- in hefur lækna- deild Trygginga- stofnunar ríkisins (TR) útbúið stað- al, sem tryggingaráð hefur staðfest. Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra birtir staðalinn í reglugerð. Staðallinn byggist á breskri fyrir- mynd (All work test). Þar er litið til þátta sem segja til um vinnufæmi til almennra starfa. Þegar umsókn um örorkulífeyri og fullnægjandi læknisvottorð hefur borist læknadeild TR verður umsækj- anda að jafnaði sendur spurningalisti sem hann svarar og sendir aftur til læknadeildar. Þar er umsækjandi beðinn að lýsa líkamlegri færni sinni og geðrænum vandamálum, ef ein- hver eru. Spurningarnar samsvara nokkurn veginn fyrri hluta staðalsins (sjá aftar). Listi þessi er hluti af gögn- um til örorkumats. Auk þess að svara spurningum og merkja við valkosti getur umsækjandi lýst heilsuvanda sínum og færniskerðingu með eigin orðum. Staðallinn og spumingalistinn verða aðgengilegir á veffangi http:// www.tr.is, heimasíðu TR. Þeir, sem að mati tryggingalæknis fá tilskilinn stigafjölda samkvæmt staðlinum, teljast að minnsta kosti 75% öryrkjar. Ef með þarf er umsækjandi kallaður til viðtals og læknisskoðunar áður en örorkumati er lokið. Fyrri hluti staðalsins fjallar um líkamlega færni og þarf að fá 15 stig samanlagt til að teljast að minnsta kosti 75% öryrki. í þeim hluta eru 14 þættir: að ganga ájafnsléttu, að ganga í stiga, að sitja í stól, að standa, að rísa á fætur, að beygja sig og krjúpa, að nota hendurnar, að lyfta og bera, að teygja sig, tal, heyrn, sjón, stjórn á hægðum og þvagi og endurtekinn meðvitundarmissir. I hverjum þætti eru nokkur atriði, þar sem lýst er mis- mikilli fæmiskerðingu. Gefin eru stig fyrir eitt atriði í hverjum þætti og þau síðan lögð saman. Þó eru ekki gefin stig bæði fyrir þættina “að ganga á jafnsléttu” og “að ganga í stiga”, heldur er valinn sá þáttur sem gefur fleiri stig. Síðari hluti staðalsins lýtur að andlegri fæmi. Um er að ræða fjóra þætti: að ljúka verkefnum, daglegt líf, álagsþol og samskipti við aðra. Þar leggjast öll stig saman og þarf 10 stig til að teljast að minnsta kosti 75% öryrki. Stig fyrir andlega færniskerð- ingu jafngildir 1.5 stigi fyrir líkamlega færniskerðingu. Nái umsækjandi ekki tilskildum stigafjölda í öðrum hluta staðalsins, getur hann samt verið metinn að minnsta kosti 75% öryrki, nái hann að minnsta kosti sex stigum í hvomm hluta staðalsins. Heimilt er að meta umsækjanda að minnsta kosti 75% öryrkja án þess að nota staðalinn, ef trygginga- læknir telur sýnt af læknisvottorði eða öðrum gögnum, sem kunna að vera tiltæk í TR, að umsækjandi verði lengi ófær til almennra starfa vegna líkam- legrar eða andlegrar skerðingar. Heimilt er að meta umsækjanda að minnsta kosti 75% öryrkja, þótt hann nái ekki tilskildum stigafjölda sam- kvæmt staðlinum, ef tryggingalæknir telur að veruleg og langvinn versnun færni sé fyrirsjáanleg. Halldór Baldursson Haraldur Jóhannsson Birt með leyfi Læknablaðsins. Halldór Baldursson Haraldur Jóhannsson Hlerað í hornum Oft eru orðatiltæki rangt notuð eða ranglega með þau farið. Ekki eru stafsetningarvillur betri samanber feitletraða setningu í dagblaði einu. Saman getum við birgt stóran brunn. *** Eldri maður var í skoðun hjá lækninum sínum sem fann ekkert athugavertviðhann. Þegar hann hafði fengið þennan úrskurð spurði hann lækninn í mikilli einlægni: “Geturðu nú a.m.k. ekki sett höndina á mér í fatla svo ég losni við að vaska upp.” Hjónin voru að fara yfir straumharða á rétt fyrir ofan háan foss, stikluðu þar á steinum, maðurinn á undan. Hann snéri sér við á hinum bakkanum og hrópaði til konu sinnar: “Gættu þín Helena, gáðu að því að bakpokinn okkar er spánnýr.” Sonur Gísla Helgasonar, sex ára gamall, leit á móður sína sem er rétt rúmlega fertug og spurði afar sakleysislega: “Mamma, þegar ég er orðinn stór, verður þú þá kerling?” 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.