Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 24
Á Blindravinnustofunni fengu gestir að fylgjast með
hvernig burstar eru búnir til.
námi og hindrar vissulega í atvinnu-
leit. Ragna lauk háskólanámi í janúar
sl. en hefur til að mynda ekki enn
fengið vinnu þrátt fyrir að geta unnið
það sama og sjáandi á hennar sviði.
Þórunn Guðnadóttir sjónþjálfi á
Sjónstöð sagði að til að blindir
og sjónskertir kæmust á almennan
vinnumarkað þyrfti sterkan vilja og
hugrekki. Hins vegar má ekki gleyma
því að oft þegar þarf að aðlaga aðstæð-
ur að þörfum hins blinda/sjónskerta
kemur það ekki síst til góða öðru
starfsfólki s.s. vegna lýsingar og
umferlis. Þórunn sagði frá rannsókn
sem hún gerði fyrir nokkrum árum á
atvinnustöðu 21 einstaklings sem
blinduðust á fullorðinsárum og notið
höfðu þjálfunar á Sjónstöð. 19 af 21
einstaklingi fundu sig knúna til að
skipta um vinnu eftir sjónmissi. 2
héldu sama starfi. Ekki er vitað hver
atvinnustaða blindra er í dag og vantar
tilfinnanlega rannsóknir.
Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir
verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra hjá
Reykjavíkurborg sagði í sínu erindi að
í dag væri of flókið fyrir neytendur
að sækja þjónustuna og úrræðin væru
því miður ótrygg, brotakennd og of
lítið sveigjanleg.
Stærsta hindrunin í að taka við
málum fatlaðra frá ríki er fjárskortur,
þ.e. að ríkið er ekki tilbúið til að greiða
sveitarfélögunum það sem til þarf að
mati sameiginlegs hóps hagsmuna-
samtaka og fulltrúa Reykjavíkur sem
gert var á sl. ári.
Sú hugmyndafræði sem unnið er
eftir í dag tengist sjónarmiðum Sam-
einuðu þjóðanna “Eitt samfélag fyrir
alla”. Þjónustan á að ganga út frá jafn-
réttissjónarmiðum og horfið er frá sér-
tækum úrræðum. Stefna borgarinnar
er að öll þjónusta sé veitt af sama
aðila, Félagsþjónustan verði almenn
þjónustustofnun við borgarbúa og
hverfaskipt eins og heilsugæslan. Að
lokum kallaði Aðalbjörg Dísa eftir
meira sambandi við neytendur við
skipulag þjónustunnar.
Sigrún Bessadóttir nemi, félags-
maður í Blindrafélaginu setti
okkur í samhengi við umheiminn í lok
ráðstefnunnar og ræddi jafnframt um
hlutverk blindra og sjónskertra í
stjórnun sinna mála. Framkomímáli
Sigrúnar mikilvægi þess að fatlaðir
séu ekki bara með í ráðum innan sinna
félagssamtaka heldur líka í stjórnum
þeirra stofnana sem þjónusta þá. Ætti
það að vera auðsótt þegar fulltrúi
Félagsþjónustunnar í Reykjavík hefur
óskað eftir virkara samstarfi við neyt-
endur.
Að mati Sigrúnar sem búið hefur
víða erlendis eru aðstæður blindra og
sjónskertra Islendinga, sem eru um
1200 -1500 talsins, nokkuð svipaðar
og hjá samherjum á Norðurlöndunum,
Englandi, Sviss og Spáni nema hvað
Islendingar eru aðeins á eftir í tölvu-
hjálpartækjum. Hvað viðhorf varðar
virðist vera lítill munur.
Hins vegar er gríðarlegur munur á
aðstæðum fólks eftir því í hvaða
heimshluta það býr þar sem afgerandi
tengsl eru milli fátæktar og fötlunar.
Af þeim 55 milljónum sem eru blindir
í heiminum eru 90% í vanþróuðu ríkj-
unum, oftast blindir af völdum sjúk-
dóma sem hægt er að koma í veg fyrir
með tækni og þekkingu nútímans.
Aðstæður og þjónusta er að sama
skapiléleg. Einungis 10%blindrabúa
í iðnríkjum.
Geramáráðfyrirmikilli aukningu
á sjóndepru eldra fólks vegna vaxandi
fjölda þeirra sem ná háum aldri. Sagt
hefur verið að augun séu bara gerð til
að endast í 80 ár.
Hugmynd Sigrúnar er að hér á
landi verði þjónustu/þekkingarmið-
stöð þar sem öll sértæk þjónusta við
blinda og sjónskerta er til staðar og
veitt er þjónusta við allt landið.
Mikilvægt að efla alþjóðasamstarf
þannig að við fylgjumst með öllum
nýjungum og einangrumst ekki.
Lokaorð
Sláandi er að það skuli standa upp
úr ráðstefnu um stöðu blindra og
sjónskertra íslendinga árið 1999 að
það sé fjárskortur sem hamli
framgangi augnlækninga og þjónustu
við fatlaða.
Björk Vilhelmsdóttir
Veðurhorfur
Hann Sveinn Indriðason gaukaði að mér þessari vísu sem lesendum
er leyft að njóta:
Á vesturlofti vísir þykjast sjá,
að verði býsna hvasst ef ekki lygnir
um veðurhorfur vont er nú að spá
það verður máske þurrt ef ekki riginr.
Sveinn Indriðason.
24