Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 27
Þjónustusamningur TR og Hringsjár.
Sjá umfjöllun um Hringsjá hér að neðan.
hvað varðar aðgengi og möguleika
allra einstaklinga samfélagsins án
tillits til fötlunar. Aldrei áður hafa
verið leiddir saman á einn vettvang
allir þeir sem fara með stjómskipulegt
eða opinbert hlutverk á þessu sviði
eða vinna að þessum málum undir
hatti norrænnar samvinnu eins og hér
er gerð tilraun til. Tengingin við
samstarfið á einstökum sviðum gegn-
um fulltrúana í samstarfsnefndum
ráðherraráðsins þ.e.a.s. á vinnumark-
aðs-, menntunar-, menningar-, flutn-
inga- og byggingarsviðum er mjög
mikilvæg í þessu sambandi og þá ekki
síður tengslin við samtök öryrkja.
Eðlilegt er að spyrja að því hvort
þátttaka stjórnmálamanna í gegnum
þá blöndu sem þarna á sér stað sé
líkleg til að skila árangri. Ég verð fyrir
mitt leyti að segja, hafandi tekið þátt
í þessu nú um tveggja ára skeið, að
það hefur verið mér bæði lærdómsríkt
og gefandi að vera þarna þátttakandi.
Ég held að þau skoðanaskipti og þau
tengsl sem þarna myndast geti verið
báðum aðilum til gagns og mjög
verðmæt í sjálfu sér. Undan því var
kvartað áður en Norræna ráðið um
málefni fatlaðra varð til í núverandi
mynd að samstarfið væri einangrað á
afmörkuðum sviðum og tengsl skorti
á milli aðila, úr samstarfi samtakanna
yfir í samstarf á vegum ráðuneyta og
framkvæmdavalds og aftur og enn frá
þessum aðilum yfir í stjórnmálin og
öfugt. Ráðið er tilraun til að bæta úr
þessu.
Fyrir utan það sem áður var upp
talið og snýr að því að ræða
stefnumótun og verka sem hvati og
ráðgefandi aðili fyrir ráðuneyti og
stjórnvöld hefur ráðið að eigin
frumkvæði tekið upp ýmis mál. Má
þar sem dæmi nefna að tekið var upp
samband við höfuðborgir allra
Norðurlandanna um sérstakt átak á
sviði málefna fatlaðra. Unnið hefur
verið að ýmsum hlutum sem varða
upplýsingasamfélagið og möguleika
fatlaðra í ljósi nýrrar tækni. Með
margvíslegum hætti hefur verið reynt
að halda á lofti hugsuninni og kröf-
unni um samfélag jafnréttis og fullrar
þátttöku allra, einnig fatlaðra.
Loks má nefna að ráðið tók
ákvörðun um að beita sér fyrir árlegri
verðlaunasamkeppni til að hvetja
menn til dáða á þessu sviði. Islenska
heitið gæti verið aðgengisverðlaun
eða hönnunaraðgengisverðlaun,
“tilgengelighetspris” (Design for
alla). Á árinu 1998 var valið að veita
verðlaun fyrir best heppnuðu endur-
byggingu gamalla bygginga eða
menningarsögulegra bygginga með
tilliti til aðgengis fatlaðra. Veitt voru
aðalverðlaun og síðan aukaverðlaun
fyrir bestu frammistöðuna í hverju
landi fyrir sig. Aðalverðlaunin að
þessu sinni komu í hlut Svía en auka-
verðlaun og verðlaun fyrir Islands
hönd fékk Reykjavíkurborg fyrir vel
heppnaða endurbyggingu menningar-
hússins Iðnó. Er enginn vafi á að Iðnó
var vel að verðlaununum komið. I
dómnefndinni sat fyrir Islands hönd
Olöf Ríkarðsdóttir frá Öryrkjabanda-
lagi íslands. Á þessu ári verða
verðlaunin veitt aðilum sem skarað
hafa fram úr í því að greiða götu
fatlaðra og bæta aðgengi þeirra til
menntunar á æðri skólastigum. Yfir
fjögur hundruð menntastofnunum á
æðri stigum var skrifað og þeim boðið
að taka þátt í samkeppninni. Formað-
ur dómnefndar að þessu sinni er
greinarhöfundur en hann tók við
formennsku í Norræna ráðinu um
málefni fatlaðra á aðalfundi þess í
Reykjavík sl. vor en þá var röðin
komin að Islandi.
Hvatning til dáða
Enginn vafi er á því að norrænt
samstarf hefur á umliðnum árum og
áratugum skilað öryrkjum miklu í
sinni réttindabaráttu. Það gerist að
sjálfsögðu í gegnum þann styrk sem
menn sækja í slíkt samstarf og það
gerist m.a. þannig að þeir sem lengst
eru á veg komnir í hverju tilviki eru
hinum hvatning og fordæmi. Sjálfur
hef ég orðið vitni að því ítrekað á
undanförnum árum að menn sækja
örvun, fyrirmynd og hvatningu í slfkt
samstarf. Nefna má sem dæmi þá
forystu sem Norðmenn hafa tekið í
sambandi við atvinnumál fatlaðra eða
stöðu fatlaðra á vinnumarkaði og hluti
eins og atvinnu með stuðningi. Annað
dæmi nýlegt get ég nefnt sem tengdist
ársfundi Norræna ráðsins um málefni
fatlaðra sl. vor þegar ráðstefnugestir
fóru í heimsókn í Hátún og kynntu sér
þar m.a. þá starfsemi sem þar fer fram
varðandi starfsþjálfun fatlaðra.
Fulltrúar Færeyinga spurðu mikið um
tilhögun fræðslunnar og þjálfunar-
innar. Þeir vildu fá afrit af samning-
um, fjárhagsáætlunum og öðru slíku
gagngert með það í huga að taka með
sér heim sem fordæmi fyrir því hvern-
ig standa mætti að málum. Þannig má
fullyrða að slíkt samstarf geti leikið
stórt hlutverk í að hvetja til framfara.
Ekkert kemur þó í staðinn fyrir lifandi
starf og einarða baráttu á heimavelli.
Þá er að síðustu komið að því að
hvetja menn til dáða.
Svo mikilvæg sem einstök bar-
áttumál, t.d. þau sem snúa að
aðgengi fatlaðra á ýmsum sviðum,
eru, mega þó sjálf grundvallarmálin
þ.e. krafan umjafnrétti og jafna
SJÁ NÆSTU SÍÐU
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
27