Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 25
ATVINNA MEÐ STUÐNINGI Föstudaginn 10. september var haldið málþing um: Atvinnu með stuðningi, samstarfsverkefni Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og Reykjanesi og Félagsþjónustu Akureyrar. Málþingið var haldið í beinu framhaldi af fjögurra daga námskeiði fyrir starfsfólk sem vinnur að atvinnumálum fatlaðra vítt um landið. Starfshópur vann að undirbúningi og vinnur en hann skipa þau: Árni Már Björnsson, Hugrún Jóhannesdóttir, Hulda Steingríms- dóttir, Kristján Jón- steinsson, Margrét Magnúsdóttir og Vilborg Oddsdóttir. Eins og áður segir vinnur þessi starfs- hópur áfram af full- um krafti að fram- kvæmd mála. Hér verður aðeins á fáum atriðum tæpt sem fram komu og undir- rituðum tókst að blaðfesta án þess að feðra þau eða mæðra nánar. Frummælendur voru: Björn Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Reykjavíkur sem setti málþingið, Gunnar Bragi Sveinsson aðstoðarmaður ráðherra sem flutti ávarp og kveðju félags- málaráðherra; Sigurður R Sig- mundsson frá Vinnumálastofnun kynnti viðhorfin þar á bæ; Stein- grímur J. Sigfússon formaður Norræna ráðsins um málefni fatl- aðra greindi frá starfsemi ráðsins; Joe Guthrie og John Lawton sér- fræðingar í atvinnumálum fatlaðra á Bretlandi sögðu frá verkefninu í framkvæmd en þeir höfðu einmitt staðið fyrir fræðslu á umræddu fjögurra daga námskeiði og Kristj- án Jónsteinsson félagsráðgjafi kynnti framtíðarsýn í atvinnu með stuðningi hér á landi. Fulltrúar atvinnurekenda sögðu frá sinni reynslu af fötluðum starfsmönnum: Eyþór Jósepsson frá Ako-Plast og Kexsmiðjunni og Guðmundur Grímsson frá íspan voru með fram- sögur og loks voru ágætir fulltrúar fatlaðra með gagnstæða reynslu af vinnumarkaði, þau Lára Ingimund- ardóttirogOttóB. Arnar. Framlag Ottós verður birt hér í blaðinu. Málþingsstjóri var svo Þórgnýr Dýrfjörð. Og þá rétt vikið að einstökum atriðum úr framsögum manna án frekari tilgreiningar. Þó atvinna með stuðningi kosti meira en almenn úrræði þá þarf að hlúa vel að þeim möguleika enda sannað að þeim fjármunum er vel varið. Samstarf samtaka fatlaðra og vinnuveitenda er nauðsynlegt til að koma málum í réttan farveg. Minnt var á það hald varðandi atvinnuleit sem bæði er í lögunum um málefni fatlaðra og reglugerðum þ.a.l. og þá til umhugsunar um leið hvað verður þegar þau lög hafa verið felld brott. Þar þarf skýrari og eindregnari ákvæði en nú eru í lögum um vinnumarkaðsgerðir og fram- kvæmdin kallar á viðunandi fjár- magn. Atvinna fatlaðra þarf að vera hagstæð fyrir alla: fatlaða, vinnu- veitendur, samfélagið í heild. Fatlaðir vilja vinna, þar þarf að huga að öllum leiðum, atvinna með stuðningi ein leiðanna sem skilað hefur ágætum árangri þar sem hún hefur verið reynd. Atvinnuleitina í dag skortir fjármagn og mannafla, myndi skila sér margfalt til baka. Það þarf oft að laga aðstæður að fötluðum í stað þess að ætla fötl- uðum ævinlega að laga sig að aðstæðum. Nýjar reglur um örorkumat auð- velda ýmsum atvinnuþátttöku. Reynsla vinnu- veitenda er góð: betri mórall á vinnustað, fatlaðir mæta alltaf, vinna vel og af sam- viskusemi, vinnu- gleðin smitar út frá sér, viljinn til að taka fatlaða í vinnu skiptir mestu, það þarf aðeins vand- aðan undirbúning. Fötluðum þykir dýrmætt að hafa ákveðinn og örugg- an bakstuðning, geta leitað til ein- hvers stuðnings- aðila eða fengið hann á staðinn. I lokin fóru svo fram fjörugar pallborðsumræður þar sem margt bar á góma. Það var einkar ánægjulegt fyrir okkur í Öryrkjabandalagi Islands að mega leggja námskeiðinu og um leið málþinginu nokkurt lið en forvitni- legt að fylgjast með frekari þróun þessarar nýju leiðar. Lokaorðin eru svo frá henni Láru Ingimundardóttur starfs- manni Hagkaupa í lauslegri endur- sögn ritstjóra: Það er gaman að vinna, það er gaman að lifa. Vinnan gengur oftast vel, erfiðast er þegar einhver er að stríða mér. Eg ætla ekki að vinna í Hagkaupum að eilífu, mig langar að fá mér vinnu á leikskóla. Eg á vísan stuðning frá svæðisskrifstofunni og það er mikið öryggi í því, sagði Lára. Mætti hér hafa amen eftir efninu. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.