Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 36
Garðar Sverrisson
• • /
varaformaður OBI:
RIT UM ÞROSKA OG
HEGÐUNARVANDA BARNA
Nýlega kom út á vegum bókaforlagsins Unu ritið
Hegðun og þroski eftir þau Matthías Kristiansen
og Málfríði Lorange. Hér er á ferð athyglisvert
rit þar sem fjallað er á upplýsandi og aðgengilegan hátt
um þroskaraskanir hjá börnum. Einkum er fjallað um sex
mismunandi þroskaraskanir sem
valdið hafa börnum alvarlegum
erfiðleikum og uppalendum reynst
erfitt að átta sig á. Þessar raskanir eru
athyglisbrestur með ofvirkni, Tourette-
heilkenni, þráhyggja og árátta, sértækir
námsörðugleikar og svokallaðir óyrtir
námsörðugleikar. I viðauka er síðan að
finna það sem höfundar kalla
ráðabanka, en þar er um að ræða
fjölmargar ábendingar og margvísleg
ráð sem beita má til að fást við og
fyrirbyggja vandamál hjá þeim börnum
sem eiga við framangreindar
þroskaraskanir að stríða. Auk þess
gagns sem foreldrar hafa augljóslega
af riti þessu er það ekki síður ætlað
kennurum, leikskólakennurum og öðru
fagfólki sem starfar að uppeldismálum.
Heildstætt rit um þessi efni hefur ekki
áður verið tiltækt á íslensku og þarf þ ví
ekki að fara mörgum orðum um hversu
mjög er bætt úr brýnni þörf með
framtaki þeirra Matthíasar og
Málfríðar.
Líffræðilegar orsakir
I riti sínu benda höfundar á að oft
geti verið erfitt að átta sig á eðli
vandkvæða þeirra barna sem hér um
ræðir, bæði fyrir foreldra og aðra sem
vinna með þeim. Námsstaða þeirra sé
oft slök þrátt fyrir að þau séu með nær
eðlilega eða jafnvel mjög góða greind. Þau sýni gjarnan
af sér hegðun sem sé illskiljanleg umhverfinu og valdi
þeim oftar en ekki alvarlegum erfiðleikum í félagslegri
aðlögun. Brýnt sé að börnin fái viðeigandi meðferð sem
allra fyrst. Þá vekja höfundar athygli á að orsakir þeirra
raskana sem hér um ræðir séu alltaf líffræðilegar og hvergi
hægt að heimfæra þær upp á lélegt uppeldi né kennslu.
Einn athyglisverðasti þáttur ritsins er ekki aðeins lýsing
höfunda á hinum mismunandi röskunum heldur einnig og
kannski enn frekar lýsing þeirra á því hvernig þær gjarnan
skarast, oft þannig að fullnægjandi greining getur reynst
vandasöm. Þegar um tengd vandamál er að ræða er talað
um fylgiraskanir, en sem dæmi um þær má nefna
flogaveiki, ýmiss konar kæki, þráhyggju-áráttu,
hegðunartruflanir og höfuðverk. Afleiðingin verður sú að
fjöldi barna með þroskaraskanir uppfyllir mörg
greiningarskilyrði samtímis. Þannig getur sama bamið átt
við að glíma athyglisbrest með ofvirkni, Tourette-heilkenni
og hegðunarröskun.
Athyglisbrestur með ofvirkni
Fyrsti kafli ritsins er helgaður athyglisbresti með
ofvirkni (AMO), en þar er í stuttu máli um að ræða viðvar-
andi hegðunarröskun af taugalífræðilegum toga sem fram
kemur hjá börnum fyrir sjö ára aldur og lýsir sér einkum í
athyglisbresti, hvatvísi og mikilli hreyfivirkni. Tekið er
fram að röskun þessa sé ekki hægt að rekja til annarra lík-
amlegra, andlegra eða tilfinningalegra ástæðna. Höfundar
gera grein fyrir hverju einkenni fyrir sig og fjalla síðan
um tíðni, orsakir, greiningu, helstu greiningarviðmið,
fylgiraskanir og meðferð. Þá fjalla þeir um þjálfun foreldra
í að hafa áhrif á hegðun, viðeigandi kennsluskipulag,
einstaklings- og fjölskylduráðgjöf, lyfjameðferð,
framvindu og horfur.
Tourette
Næst er afar fróðleg umfjöllun um hin svokölluðu
Tourette-heilkenni, sem einkennast af margþættum
hreyfikækjum (ósjálfráðum vöðvahreyfingum) ásamt
einum eða fleiri hljóðkækjum (samhengislausum hljóðum
eða orðum). Hér er um taugalíffræðilega röskun á heila-
starfsemi að ræða, röskun sem höfundar segja að sé nokkuð
algeng. Margir þeirra sem við Tourette-heilkenni eiga að
stríða eru mjög hvatvísir, auk þess sem þeir stríða við
athyglisbrest og hreyfióróleika. Hjá sumum má einnig sjá
einkenni þráhyggju og áráttu, auk þess sem hegðunar-
vandamál eru ekki óalgeng.
Einkennum þessum var fyrst lýst árið 1825, en það var
ekki fyrr en árið 1885 að franski taugalæknirinn George
Giles de la Tourette lýsti alls níu einstaklingum með
umrædd einkenni. Þótt sjálfur hafi hann skilgreint
einkennin sem taugasjúkdóm var síðar farið að líta á þetta
sem hreint geðrænt vandamál. Nú á tímum er hins vegar
litið á Tourette-heilkenni sem taugalíffræðilega röskun.
Enda þótt erlendum rannsakendum beri ekki saman um
tíðni Tourette segja höfundar ritsins að margt bendi til að
hún sé miklu hærri en áður hafi verið talið. Talið hafi verið
að þetta heilkenni (syndrome) væri afar sjaldgæft, en nú
Málfríður
Lorange
Matthías
Kristiansen
Garðar
Sverrisson
36