Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Page 18
Þórhallur Hróðmarsson kennari: Eigið rím við annarra speki “Konur og ástir” Formálsorð höfundar: Ég hefi stundum flett lítilli bók, sem heitir “Konur og ástir” útgefin 1945. í henni er að finna ýmis fleyg orð eftir þekkta menn. Ég hef stundum gert það að gamni mínu að reyna að koma spekinni í rím. Ég sendi hér nokkur dæmi, en ég set það bara sem skilyrði að prósinn fylgi feðraður hverri vísu, svo að enginn eigni mér það sem þarna er sagt ljótt um konur. Vart fer hjá að karp og kím um konur áhug veki. Hér ofið hef í eigið rím annarra manna speki. Og þá koma spekimálin, fyrst prósinn svo tilheyrandi vísa: “Til þess að hjónaband yrði hamingjuríkt í raun og veru, yrði maðurinn að vera heyrnarlaus og konan blind.” Alphonse de Aragon: Og þá er að Þórhalli komið að yrkja: Hjónabandið helst þá verður hamingjunnar lind, ef húsbóndinn er heyrnarlaus og húsfreyjan er blind. “Daginn eftir brúðkaupið finnst margri konunni hún vera orðin ekkja þess manns, sem hún þráði”. Maurice Dormay. Þá segir Þórhallur: Brúðkaupsnóttina dunaði dans. Daginn eftir bráði af mær sem var orðin ekkja hans sem áður mest hún þráði. “Biðji maður konu fyrirfram um leyfi til að kyssa hana, reynir hann með lúalegum hætti að láta hana bera alla ábyrgðina”. Helen Rowland. Þórhallur yrkir: Að spyrja leyfis láta skaltu vera ef langar þig í koss hjá snót að fá. Aumlegt er að ætla henni að bera ábyrgð þess sem af því hljótast má. “Konan getur afhjúpað nekt líkama síns, en ekki sálar sinnar”. George Moor. Þá segir Þórhallur: Konan gjarnan kann því vel klæðalaus að vera, en séð hafa fáir, svo ég tel sálu hennar bera. “Kynni við konur fága siðina, en spilla siðgæðinu”. Montesquieu. tít af þessu leggur Þórhallur þannig: Kannski fágað konan hefur og komið betri siðum að, en siðgæðið þó sífellt hefur sigið eftir það. “Gagnkvæmur misskilningur er besti grundvöllur hjónabandsins”. Oscar Wilde. Þá segir Þórhallur: Hjónabandið happdrýgð ber”, halurinn mælti slyngi, “ef grundvöllur þess gerður er af gagnkvæmum misskilningi”. Þórhallur lætur þannig lokið sínu máli að sinni. Hlerað í hornum Tveir sveitaklerkar í fámennum sóknum voru að metast á um kirkjusóknina hjá sér. Annar sagði að milli 10 og 15 hefðu verið hjá sér síðasta sunnudag, en hinn sagði að hjá sér hefðu verið 30. “ Það getur ekki verið”. “Jú, víst, ég taldi bæði inn og út”. *** Karl einn var að lýsa fæðingu hjá Jóhönnu konu sinni: “Hún stóð sig eins og hetja hún Jóhanna mín, hljóðaði ekki einu sinni í hríðinni. En það varð að sækja lækni og þá fór t verra því hann spurði strax hvort búið væri að raka. Og þá sagði Jóhanna mín: “”Mikil synd og skömm er þetta að halda sér ekki betur til en þetta”.” *** Vinkonur voru að fylgja konu einni til grafar sem átt hafði átta eiginmenn. “Loksins eru þau saman”, sagði önnur. “Og hvaða eiginmann áttu þá við?”, spurði hin. “Engan þeirra, ég átti nú bara við lærin á henni”. 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.