Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 11
ÞJONUSTUSAMNINGUR TR VIÐ HRINGSJÁ 1. sept. sl. fór fram formleg undirritun þjónustusamnings milli Tryggingastofnunar ríkisins annars vegar og Hringsjár - starfsþjálfunar fatlaðra og Öryrkja- bandalags íslands hins vegar. Undirritunin fór fram við skemmti- lega athöfn úti í Hringsjá, Hátúni 10 d. FráTryggingastofnunríkisins voru þau mætt Karl Steinar Guðnason, Sigurður Thorlacius og Ingibjörg Þorsteinsdóttir; frá Hringsjá - starfs- þjálfun fatlaðra voru mættar Margrét Margeirsdóttir,Guðrún Hannesdóttir, Ólöf Ríkarðsdóttir og Marín Björk Jónasdóttir og svo frá Öryrkja- bandalagi íslands Guðríður Ólafsdóttir og undirritaður. Þjónustusamning- ur þessi er hrein við- bót við annars um- fangsmikla og árang- ursríka starfsemi Hringsjár, til kominn að frumkvæði Trygg- ingastofnunar ríkis- ins og á að þjóna þeim allra helst er metnir eru hjá TR á endurhæfingarlífey ri. Markmiðið það að freista þess sem kostur er að veita fólki sem besta aðstoð til að komast út í lífið á ný sem fullgildir þátttak- endur í starfi eða frekara námi. Byggt er á þeim þáttum sem þegar eru svo vel ræktir hjá Hringsjá. Skipt er niður í þrjú verkefni. Verkefni I: Starfsendurhæfing, þjálfun og mat, nær til fjögurra einstaklinga haustið 1999 og 8 einstaklinga árið 2000 sem geta þá orðið 12 ef um það næst samkomulag. Verkefni II: Námskeið: a) tölvunámskeið; b) tölvu- og bókhaldsnámskeið; c) sjálfstyrking, atvinnuleit og gerð umsókna. Verkefni III: Ráðgjöf og faglegur stuðningur ýmist til nemenda í starfsþjálfun eða þá á námskeiðum og svo önnur ráðgjöf og stuðningur skv. nánara samkomulagi. Samtals greiðir TR fyrir haustið nú fram að áramótum rúmlega 1.8 millj. kr. en á árinu 2000 tæplega 7.4 millj. kr. Þegar eru 4 nemendur byrj- aðir nám í Starfsþjálfun og eitt nám- skeið verður í haust og svo ráðgjöf til nemenda, bæði í starfsþjálfun og á námskeiðum. Á næsta ári 8 einstaklingar í verk- efni I, 24 nemendur ( 3 hópar ) í verkefni II og svo ráðgjöf til viðbótar fyrir alla þessa nemendur. Hringsjá skal í lok hverrar annar skila TR skýrslu um þjónustuna. Karl Steinar Guðnason forstjóri TR sagði við athöfnina að þetta væru viss tímamót hjá TR, þau væru þakk- lát fyrir þá þjónustu er Hringsjá þannig veitti, við hana bundnar vonir góðar. Þau myndu leggja sig fram svo þetta mætti takast sem best. Markmið TR að mæta fólki sem til stofnunar- innar leitaði enn frekar. Gjörði grein fyrir umbyltingu húsnæðis TR sem m.a. hefði í för með sér bætt aðgengi fatlaðra. Um miðjan október yrði opnað í nýendurgerðuhúsnæði. Lögðáhersla á það að hver viðskiptavinur fái hjá TR persónulegt viðtal með ráðlegg- ingum, upplýsingum og ráðgjöf. Þjónustusamningurinn nú stórt skref í rétta átt. Margrét Margeirsdóttir fagnaði þessum atburði og ekki síður því sem hún hefði vel orðið vör við að TR opni sem best dyr sínar fyrir þá sem á þurfa að halda. Aðalatriðið væri að fatlaðir fengju lifað eðlilegu lífi, þáttur Hringsjár í því efni afar góður og hefur skipt sköpum fyrir marga. Helgi Seljan kvað Hringsjá hafa skilað einkar góðum árangri með yfir 70% nemenda sinna út í starf eða nám. Þjónustusamning- urinn nú endurspeglaði það verðuga traust sem Hringsjá nyti. Öryrkja- bandalagið fagnaði því mjög að fólk á endurhæfingarlífeyri fengi alla þá liðveislu sem unnt væri að veita sér til sjálfshjálpar. Guðrún Hannes- dóttir kvaðst hyggja hið besta til sam- starfsins við TR í ljósi ánægjulegs undan- fara þessa samnings nú. Kvað Hringsjá þegar hafa hafið starf nú í ágúst samkvæmt þjónustusamningnum. Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir sagði þetta fyrsta þjónustusamninginn semTRgjörði. Hann kvað matsteymi sett á stofn í tengslum viðm.a. þennan samning. Hannhvatti og til enn frekara samstarfs Trygg- ingastofnunar og Öryrkjabanda- lagsins. Frekari umræður urðu og fögnuðu allir viðstaddir þessum ágæta áfanga. Eftir undirritun þáði fólk góðar veitingar í boði Hringsjár. Eitt er víst. Því fleiri sem þjónustu Hringsjár fá notið, þeim mun fleiri fara út í lífið á ný með haldgott vega- nesti til átaka við ný störf eða frekara nám. Hún Marín Björk tók svo myndir þær er fylgja. Heillaóskir hlýjar eru héðan af vettvangi sendar. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.