Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 29
Uthlutun Námssjóðs Sigríðar s Ifimmta sinn var nú úthlutað styrkjum úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur. Alls sóttu 42 um styrki og af þeim fengu 38 styrkúthlutun. Agæt en látlaus athöfn var haldin í matsalnum á 9.hæð í Hátúni 10 hinn ll.júní sl„ en hingað til og vonandi áfram eru styrkimir afhentir á fæð- ingardegi þeirrar mætu konu, Sigríðar Jónsdóttur. Formaður sjóðsstjórnar, Hafliði Hjartarson, flutti stutt ávarp þar sem hann gjörði glögga grein fyrir þeirri heiðurskonu sem sjóðurinn er kennd- urvið, en Sigríður lést 11. nóv. 1991. Þá gat Hafliði einnig um hina höfðinglegu gjöf Sigurgeirs Steins- sonar sem eins og lesendur eiga að vita skiptist á milli sjóðanna tveggja: Námssjóðs Sig- ríðar Jónsdóttur og Sjóðs Odds Olafssonar. Sig- urgeir var einmitt viðstaddur og var vel hylltur af við- stöddum. Alls mættu 22 af styrkþegum til að taka á móti styrk sínum og Hafliði gat þess sérstaklega að fjármunum sjóðsins væri vel varið, langflestir til hagnýts náms fatlaðra s.s. námskeiða eða lengra náms. Þó upphæðirnar væru ekki háar þá væru þær góð við- urkenning þess sem við væri fengist, en styrkupphæðir á bilinu 15-40þús. kr. Hafliði gat þess alveg sérstaklega að gjöf Sigurgeirs hefði gjört það kleift að úthluta þó svo hárri upphæð en heildarupphæð styrkja var 890 þús.kr. sem er hæsta upphæðin frá upphafi. 32 styrkir voru veittir skv. tilgangi sjóðsins: a. “Til öryrkja til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum”. 6 styrkir voru veittir skv. tilgangi sjóðsins: b. “Tilaðstyrkjaþásemviljasér- hæfa sig til starfa í þágu þroska- heftra”. essi hlutu styrki í stafrófsröð: Aðalheiður Daníelsdóttir, Agnes Elídóttir, Anna Þ. Jónsdóttir, Ambjörg Ragnarsdóttir, Arnór Þórðarson, Áróra Jóhannsdóttir, Baldvin Björns- son, Elín Sigurðardóttir, Elínborg K. Kristjánsdóttir, Eyþór Unnarsson, Friðgeir Einar Kristjánsson, Gréta E. Pálsdóttir, Guð- björg Sigurðar- dóttir, Guðný Stefánsdóttir, Guðný Svava Strandberg, Guðrún J. Jóns- dóttir, Heiðdís Jónsdóttir, Her- mann Österby Christensen, Hólmfríður Benediktsdóttir, Isleifur Jónsson, Jón Heiðar Daðason, Jón Þorsteinsson, Karen Friðriks- dóttir, Kolbrún Indriðadóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Kristján Friðgeirsson, Lilja Eiríksdóttir, Lóa Guðjónsdóttir, Manfreð Jóhannesson, María Eiríksdóttir, Ólafur J. Stefánsson, Ólöf Rafnsdóttir, Snorri S. Bergsson, Stefán S. Kristinsson, Sveinn Þor- steinsson, Þóra Sæunn Ulfsdóttir. Fólk gæddi sér á góðum veitingum í boði Öryrkjabandalags Islands og öll var athöfnin hin ánægjulegasta. Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jóns- dóttur skipa: Hafliði Hjartarson for- maður, Margrét Margeirsdóttir og undirritaður. Von allra sú að liðsinni gott megi leiða af styrkjunum öllum. Helgi Seljan. Frá félags- málafulltrúa Gjaldskylda öryrkja í Fjölskyldu- og húsdýra- garð felld niður egar fram kom í fréttum fjölmiðla í sumar að ellilíf- eyrisþegar greiddu ekki fyrir aðgang í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn, en það sama gilti ekki um öryrkja, skrifaði Ör- yrkjabandalagið borgarstjóra bréf með eindregnum tilmælum um að öryrkjum væri veittur sami réttur og öldruðum. Á fundi rekstrarstjómar Fjöl- skyldu- og húsdýragarðs þann 19. júlí sl. var eftirfarandi sam- þykkt: “Örorkulífeyrisþegar fá frían aðgang að Fjölskyldu- og hús- dýragarði frá og með 1. septem- ber nk. Framvísa skal skírteini við innganginn. Samráð verði haft við Sjálfsbjörg á höfuð- borgarsvæðinu varðandi skír- teinismál líkt og er með aðgönguskírteini í sund og strætisvagna”. Þeir sem nú þegar hafa feng- ið skírteini með mynd vegna undanþágu á gjaldskyldu í sund eða SVR hjá Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu geta notað þau skírteini en aðrir þurfa að leita til skrifstofu félagsins sem er í Hátúni 12, til að fá viðeig- andi gögn. Guðríður Ólafsdóttir. Frá afhendingu styrkja. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.