Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 47
MANNRÉTTINDA- SKRIFSTOFA ÍSLANDS Góði hirðirinn Hvað er það nú? Hinn 2. sept. sl. var boðið til kynningar á starfsemi Góða hirðisins, sem áður hét Nytjamark- aðurinn og er og hefur verið til húsa á jarðhæðinni í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Kynningin var haldin annars vegar í tilefni af nýju nafni og um leið breyttum áherslum. Góði hirðirinn er nafnið á nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga og eins og ritstjóri hefur komist að raun um þá kennir þar margra góðra grasa og unnt að gjöra í ýmsu hin ágætustu kaup á notuðum en velmeðförnum hlutum. Ogmundur Einarsson forstjóri Sorpu rakti tilurðina, upphafið með ýmsum aðilum í hjálparstarfi s.s. Rauða krossi Islands, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpar- starfi kirkjunnar og Hjálpræðishern- um og umsjónin hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands allt til 1997 að Sorpa tók hér við og í Hátún 12 var flutt fyrri hluta árs 1998. Viðbótarhúsnæði hefði fengist nú, en þegar kynningin fór fram var allt troðfullt af alls kyns húsbúnaði, sannarlega nytjahlutum, ótrúlega ásjálegum þegar litið er til þess að þeim átti annars að fleygja. Ögmund- ur kvað nafnið eiga að fela í sér ákveðin skilaboð til samfélagsins, markmiðið það að láta gott af sér leiða. Hlutirnir fengju nýtt hlutverk, þeir væru seldir á vægu verði og frá nytjamarkaðnum færa margir ánægðir viðskiptavinir. Ögmundur sagði að lokum að ákveðið hefði verið að styrkja þjón- ustusetrið að Tryggvagötu 26 þar sem sex aðildarfélög ÖBÍ hafa aðsetur s.s. kunnugt er. Styrkupphæðin 600 þús. kr. var svo afhent fulltrúa þjónustuset- ursins, Jóni Snævarri Guðnasyni framkvæmdastjóra, sem þakkaði fyrir hönd félaganna þetta rausnarlega framlag. A boðstólum vora veitingar sem við gæddum okkur á. Margt manna var þarna samankomið og fagnaði þessum áfanga. Von okkar sú að Góði hirðirinn fái sem best staðið undir stóru nafni. H.S. Aðalfundur Mannréttindaskrif- stofu íslands var haldinn hinn 31. maí sl. að Litlu - Brekku í Reykjavík. Eins og lesendum ætti að vera kunnugt þá fékk Öryrkjabanda- lag íslands aðild að Mannréttinda- skrifstofunni á sl. ári og fulltrúi þess í stjóm er Haukur Þórðarson, formaður ÖBÍ. Rétt til glöggvunar þá eiga þessi samtök aðild að Mannréttindaskrif- stofu íslands: íslandsdeild Amnesty Interna- tional. Barnaheill, Biskupsstofa, Hjálparstofnun kirkjunnar, Jafnrétt- isráð, Kvenréttindafélag Islands, Rauði kross íslands, UNIFEM á íslandi, Þroskahjálp og svo Öryrkja- bandalagið. Á aðalfundinum flutti Ragnar Aðalsteinsson hrl. formaður stjómar skrifstofunnar glöggt yfirlit yfir starf- semi sl. árs. Húsnæðismál hafa úrlausn fengið en aðsetrið nú er að Laugavegi 7. Umsagnir um tvenn lagafrumvörp höfðu verið sendar þ.e. frv. til laga um gagnagrann á heilbrigðissviði og drög að frv. til laga um útlendinga. Tvenn rit höfðu verið gefin út í rit- röð - þriðja og fjórða - um alþjóðlegan refsirétt og þjóðréttarlega stöðu Austur - Tímor. Málstofur voru um efnin: “Að segja það sem ekki má - kynþáttamisrétti á íslandi” og “Er Island í hópi leiðtoga eða leiðitamra í alþjóðlegu mannréttindastarfi?”. 50 ára afmælis Mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna var myndarlega minnst í Ráðhúsinu. Erlent samstarf þ.á.rn. norrænt all- mikið s.s. heimsóknir erlendra gesta hingað. Mannréttindaskrifstofan tók nt.a. þátt í könnun Evrópuráðsins um stöðu mannréttindamenntunar í aðild- arlöndum ráðsins, en niðurstöður þegar birtar. Meðal verkefna mætra sendi Mannréttindaskrifstofan skýrslu til eftirlitsnefndar S.Þ með athuga- semdum við skýrslu íslensku ríkisstjórnarinnar um framfylgni við samninginn um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi. Fleira verður ekki tíundað hér, aðeins er undirstrikuð hér þýðing þess að Öryrkjabandalag Islands eigi þarna aðild og geti fylgst með á fjölmörgum þeim sviðum sem mannréttindi í orðsins fyllstu merkingu setja mark sitt á. Stjórn Mannréttindaskrifstofu Islands skipa nú: Formaður: Ragnar Aðalsteinsson; varaformaður: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir; gjaldkeri: Kristín Jónasdóttir. Starfsmaður skrifstofunnar er Bjarney Friðriksdóttir. H.S. Sönn vísa eða hvað? Þessari vel gjörðu stöku var laumað að ritstjóra á sumardegi sólskins og hlýju. Hvort sönn sé verða lesendur um að dæma en vísan mun vera svar Hreiðars Karlssonar fyrrum kaupfélagsstjóra við spurningunni um það hvort hagyrðingar væra gáfaðri en aðrir menn. Hreiðar sjálfur hinn ágætasti hagyrðingur og því bærilega marktækur eða hvað ? Þeirra vit er víða talið vera meira en annars sést. Hagyrðingar hafa falið heimsku sína manna best. H.K. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.