Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1999, Blaðsíða 40
Viðar Hörgdal:
s
A Jafnréttisdegi
Formáli: Þetta ljóð er upprifjun ájafnréttisgöngu fatlaðra í Reykjavík
1978 sem endaði á Kjarvalsstöðum, þangað sem forsvarsmenn
þjóðarinnar voru boðaðir til þess að kynna þeim kröfur fatlaðs fólks
um jafnrétti. Sum ykkar hafa séð grein eftir mig í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 7. september s.l. þar sem ég tók fyrir bflastæðismál fatlaðra,
þar var þetta ljóð eftir mig, en nú með aðeins breyttu orðalagi.
A Jafnréttisdegi. (Við lag: Hvað er svo glatt)
Við mætumst hér á haustsins milda degi
og minnum á þann rétt sem okkur ber,
að þjóðfélagið hömlum víki úr vegi
svo velferð þegna jöfn sé hvar sem er.
í skólamálum margt skal betrumbæta
brautir leggja, handrið traust má fá,
þó hreyfihömlun margur verði að mæta
menntaveginn hugur leitar á.
Fólki reynist erfitt yfirferðar
upp af götu gangstígum að ná
miklar brúnir margar illa gerðar,
mein er þeim sem hjólastólinn á.
Þér ráðamenn nú sýnið vilja í verki
og vandið betur húsasmíð og lag,
því styrk við stöndum undir einu merki
og allirvilja bættan þjóðarhag.
Viðar Hörgdal.
Klúbburinn Geysir
Isíðasta tölublaði Fréttabréfs Geð-
hjálpar er greint frá nýjustu fréttum
af Klúbbnum Geysi, sem áður hefur
verið hér vel kynntur, en tilgangur
hans að greiða sem best fyrir og
tryggja atvinnuþátttöku geðfatlaðra.
Þá segir orðrétt í samantekt eins
félaganna, Olafs Jakobssonar, “að
starfsemin byggir á því að klúbburinn
gerir samning við vinnuveitendur og
tryggir honum 100% mætingu “ein-
hvers” starfsmanns”.
En fréttirnar eru af húsnæðismál-
um, þar sem klúbburinn mun fá til af-
nota 100 fm af húsnæði Reykjavíkur-
borgar að Hafnarstræti 16 og deilir þar
húsi með Sambandi íslenskra mynd-
listarmanna. Eru þetta hin bestu
tíðindi en meðan beðið er varanlegs
húsnæðis hefur klúbburinn fengið inni
í húsnæði Hússjóðs Öryrkjabanda-
lagsins, Hátúni 10. Meginverkefni
þar er að setja félaga í vinnuhópa.
I lokin bendir Ólafur á það mark-
mið Geysis að losa fólk úr vítahring
innlagna á sjúkrastofnanir og útskrifta
sem enda síðan með annarri innlögn.
Fyrirsögnin í Fréttabréfi Geð-
hjálpar er enda um áfangasigur og
Klúbbnum Geysi óskað til hamingju
með húsnæðið til frambúðar og fram-
tíðarstarfið um leið.
Framkvæmdastjóri Geysis er Anna
Valdimarsdóttir en stjómarformaður
nú er Guðrún Hannesdóttir.
H.S.
Hannes Helgason
fy. form. ÖBÍ:
Stutt minning
úr sveitinni
Formáli: I tilefni umræðu um
prédikunarstól og ræðupúlt í
þjóðarsál á Rás 2 í maí 1999 sendi ég
þér þessa minn-
ingu úr sveitinni
til gamans. Hún
er frá árunum
1940 og 1941.
Ég var ellefu
og tólf ára gamall
í sveit við sjávar-
síðuna. Bærinn
var gamaldags,
þriggja bursta,
með keytutunnu á stéttinni við bæjar-
dyrnar. Hellt var úr hlandkoppunum
í tunnuna á hverjum morgni. Hlandið
var notað til ullarþvotta og þá kölluð
keyta. Allt var gamaldags - fjósið með
torfþaki og stórar steinhellur í flómum
með tilheyrandi skordýrum. Flórinn
þjónaði einnig hlutverki kamars.
Fólkið var gamaldags, túnblettur-
inn var sleginn með orfi og ljá og ein-
göngu var kynt með mó í lítill eldavél
í eldhúsi. Híbýlin voru baðstofa með
fjórum rúmum og einu rúmi í eld-
húsinu. Vatn var sótt í skjólum á grind
í brunn og læk, skammt frá bænum.
Brunnvatnið var ekki drykkjarhæft.
arna kynntist ég lúsinni, enda
alltaf verið hraustur, en trú
manna á þeim bæ var sú, að maður
væri ekki hraustur ef ekki lifði á
manni lús. Móðir mín aflúsaði mig
strax við heimkomu á haustin. Elsti
sonur hjónanna var enn í föðurhúsum
enda ekta piparsveinn. Hann hafði á
yngri árum verið til sjós einhvers
staðar á Vestfjörðum, í afskekktu
þorpi þar. Tilefni þessarar skrifa
minna er það sem hann kenndi mér
um forneskjulegt tal þeirra Vest-
firðinga fyrr á öldum og sel ég það
ekki dýrara en ég keypti það og bið
ég forláts ef það særir einhvern. Einni
setningu gleymi ég ekki sem hann
kenndi mér, en hún hljóðar svo:
Strákur, skrepptu niður að æginu og
gaddaðu bíslaginu meðan hljóðabelg-
urinn er í orðapontunni.
Með kærri kveðju til lesenda.
40