Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Page 14

Víkurfréttir - 04.06.2020, Page 14
107 nemendur útskrifuðust frá vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fjölmenn útskrift þrátt fyrir margvíslegar áskoranir á veirutímum. Salka Lind Reinhardsdóttir var dúx á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem var slitið síðasta föstudag. Salka Lind var með 9,43 í meðaleinkunn. Við útskriftina voru eingöngu viðstaddir útskriftarnemendur og kennarar FS vegna fjöldatakmarkana COVID-19. Útskriftin var send út í beinni út- sendingu á heimasíðu skólans og Facebook-síðu Víkurfrétta. Að þessu sinni útskrifuðust 107 nemendur; 78 stúdentar, ellefu luku verknámi, nítján útskrifuð- ust af starfsnámsbrautum. Þá luku átta nemendur prófi af starfsbraut og fjórir af framhaldsskólabraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 47 og karlar 60. Alls komu 80 úr Reykjanesbæ, fjórtán úr Suður- nesjabæ, ellefu úr Grindavík og tveir úr Vogum. Dagskráin var annars með hefð- bundnu sniði. Kristján Ásmundsson, skólameistari, afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari, flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Júlía Mjöll Jensdóttir, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Þor- steinn Þorsteinsson, kennari, flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju var flutt tónlist við athöfnina en að þessu sinni lék Arnar Geir Halldórsson, nýstúdent, á selló og Alexander Fryderyk Grybos, nýstúdent, spilaði á píanó og söng. Kristján Ásmundsson afhenti námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Salka Lind Reinhardsdóttir 100.000 króna styrk en hún var með 9,43 í meðaleinkunn. Salka Lind fékk einnig 30.000 krónu styrk frá Lands- bankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Jónas Eydal Ármannsson, málm- iðnakennari, og íslenskukennar- arnir Kristrún Guðmundsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson voru kvödd á útskriftinni en þau voru að hætta störfum eftir að hafa kennt við skól- ann um árabil. Við athöfnina veitti skólameistari Katrínu Sigurðardóttur, kennara, gullmerki Fjölbrautaskóla Suður- nesja en hún hefur starfað við skólann í 25 ár. Það er hefð að veita starfsfólki skólans þessa viðurkenn- ingu við þessi tímamót. Salka Lind dúx FS á vorönn 14 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.