Víkurfréttir - 04.06.2020, Page 62
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
– Náðuð þið að halda einhver
vormót og hvernig gekk það?
Það var ákveðið í ljósi aðstæðna
að setja mótahald á ís og völlurinn
eingöngu opnaður fyrir almennt
spil. Við höfum þó haldið nokkur
innanfélagsmót sem hafa verið vel
sótt og slegið aðsóknarmet í hverri
viku í mótin.
– Hver eru helstu markmið
sumarsins og ertu bjartsýnn á
komandi golftímabil?
Númer eitt, tvö og þrjú er að hafa
aðkomu að velli og völlinn sjálfan
snyrtilegan og bjóða fólki upp á
skemmtilegan og góðan völl. Sum-
arið hefur farið virkilega vel af stað
með blíðviðri dag eftir dag svo við
hjá klúbbnum erum full bjartsýni á
komandi mánuði.
Framkvæmdastjórinn hefur
fengið matarást á Höllu
– Er andinn góður í félagsstarfi í
klúbbnum?
Já, það er virkilega góður andi í
klúbbnum og mikil stemmning.
Klúbburinn er ríkur af fólki sem
gefur af sér til klúbbsins og aðstoðar
eftir þörfum. Það er ekki sjálfsagt og
er mjög mikilvægt. Það er ný stjórn
tekin við starfinu og með henni
jákvæðar breytingar eins og oft vill
verða. Fyrir stjórn fer Sverrir Auð-
unsson sem ber hag klúbbsins fyrir
brjósti sem gerir hlutina þægilegri
fyrir okkur hin.
Það hefur orðið gífurleg fjölgun í
nýliðahópnum okkar en um fimmtíu
manns hafa sótt nýliðanámskeið sem
við erum með í gangi núna. Margir
reyndari kylfingar hafa líka verið að
koma aftur til okkar svo meðlimum
hefur fjölgað um hundrað manns á
síðastliðnum vikum.
– Hvaða þjónusta er í boði hjá
klúbbnum?
Við bjóðum upp á alla helstu þjón-
ustu sem aðrir klúbbar hafa líka.
Ég býð uppá einka- og hópatíma í
golfkennslu. Við getum leigt kylfur
og tekið á móti hópum í golf og mat
í skálanum í kjölfarið. Við búum
svo vel að hafa hana Höllu okkar í
eldhúsinu þar sem hún töfrar fram
hvern dásemdarréttinn á fætur
öðrum. Kökurnar hennar eru svo
sannarlega heldur ekki af verri end-
anum og má segja að framkvæmda-
stjóri klúbbsins sé með mikla mat-
arást á henni. Það er einfaldlega ekki
hægt að sleppa því að koma við í
skálanum hjá henni eftir hringinn.
Halla er mikill happafengur fyrir
klúbbinn og við vonum að hún
verði með okkur sem lengst, enda
fer hróður hennar víða.
– Hefur Golfklúbbur Grinda-
víkur inniaðstöðu – er golf
heilsársíþrótt í Grindavík?
Eins og staðan er núna þá getum við
ekki boðið upp á golf sem heilsársí-
þrótt í Grindavík, því miður. Það
strandar á því að klúbburinn hefur
ekki þá aðstöðu sem við þyrftum
til að geta haldið úti starfi á árs-
grundvelli. Okkur vantar sárlega
húsnæði fyrir vélarnar okkar og
innanhúss æfingaaðstöðu. Æfinga-
svæði klúbbsins er ekki gott en við
erum með ákveðnar hugmyndir
um hvernig þróunin gæti orðið hjá
okkur á næstu árum. Það er hins
vegar stórt verkefni, of stórt fyrir
klúbbinn okkar en þetta er gerlegt
með aðkomu bæjaryfirvalda sem
við vonum svo sannarlega að verði
raunin. Það skiptir Grindavíkurbæ
auðvitað máli að hér sé blómlegt
starf í golfinu því þar geta menn elst
í íþróttinni. Börn geta byrjað sinn
íþróttaferil hjá okkur og stundað
golfið til æviloka – það er hagur
bæjarins að fólk stundi hreyfingu
og útivist og fái félagsskapinn sem
fæst í gegnum sportið.
Nýliðanámskeiðin hafa verið vel sótt hjá Helga Dan og hér má sjá að þeir slá
ekki slöku við þótt veðrið sé ekki alltaf upp á það besta. VF-mynd: PKet
Á Facebook-síðu Golfklúbbs Grindavíkur má sjá skemmtileg viðtöl
við félagsmenn eins og þetta sem Atla Kolbein Atlason.
62 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár
Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.