Spássían - 2013, Blaðsíða 10

Spássían - 2013, Blaðsíða 10
10 Í íslensku þýðir orðið uppvakning bæði að vakna og að rísa frá dauðum. Uppvakningur átti upphaflega við sérstaka gerð drauga sem gengu aftur í holdinu. Þeir voru oft vaktir upp úr gröfum sínum og látnir ásækja fólk eða vinna önnur þarfaverk. Orðið hefur undanfarið helst verið notað yfir sérstaka tegund skrímsla í nútíma afþreyingarmenningu sem kallast á ensku zombies. Eins og gömlu, íslensku uppvakningarnir rísa þeir líkamlega upp frá dauðum og ásækja fólk, en eitt af einkennum þessara uppvakninga er að yfirleitt fara þeir stjórnlausir um í hópum og sækjast í að éta þá sem lifa. Óttann við að hinir dauðu rísi upp til að snæða hina lifandi má rekja allt til Gilgamesarkviðu en heilar þykja mörgum nútíma uppvakningum sérstakt lostæti, sem tengist kannski því að þá skortir einmitt sjálfstæða heilastarfsemi. Þeir virðast því ná einhvers konar hefnd á hinum lifandi með því að éta það eina sem þeir hafa fram yfir þá. Þannig er jafnframt spilað á ótta fólks við að missa getuna til að hugsa sem einstaklingur, við að verða hluti af andlitslau- sum fjölda, en eitt af því sem greinir nútíma uppvakn- inga frá hinum gömlu er að bit þeirra er oft smitandi og getur breytt þeim sem bitinn er í heiladauðan uppvakn- ing. Ógn nútíma uppvakninga byggir því ekki síst á ótta okkar við að hverfa í fjöldann. Fyrir utan draugana úr gömlu þjóðsögunum hafa uppvakningar ekki verið áberandi í íslenskum bókmenntum, enda eru ekki svo margir höfundar hér á landi sem leggja fyrir sig bókmenntagreinarnar þar sem þeir ganga ljósum logum, til dæmis hroll- vekjur, splattera og grín-splattera. Fyrir tveimur árum kom þó út eftir Nönnu Árnadóttur bókin Zombie Iceland sem flokkast undir það síðastnefnda. Í verkinu er margsinnis vísað til hinnar erlendu hefðar sem mótast hefur í uppvakningakvikmyndum og það segir sína sögu að Nanna skuli hafa ákveðið að gefa bókina út á ensku og setja í neðanmálsgreinar upplýsingar sem helst myndu gagnast erlendum ferðamönnum. Zom- bie Iceland fjallar um unga, reykvíska konu sem hefur uppvakninga og árásir þeirra að sérstöku áhugamáli en lendir sjálf óvænt í miðjum uppvakningafaraldri. Verkið mætti flokka sem „pölp“bókmenntir, en bókin er vel skrifuð og höfundurinn nær að draga upp sannfærandi og lifandi persónur (þótt hið spaugilega við þær sé ætíð í fyrirrúmi), skapa spennu og leiða hraða atburðarás fimlega til lykta. Eitt af því besta við bókina er opinn endir hennar, þar sem reykjavík er algjörlega á valdi uppvakninga og söguhetjurnar flýja út í óvissuna. Slíkur endir býður vissulega upp á framhald en virðist líka eini mögulegi endirinn á sögu þar sem miskunnarlaus slátrun persóna er helsti drifkrafturinn og viðfangsefnið. Enn er það því forgengileiki einstaklinganna sem blasir við; það er sama hver á í hlut, allir munu líklegast enda sem hluti af morðóðum massa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.