Spássían - 2013, Blaðsíða 11
11
Í bresku sjónvarpsþáttaröðinni In the
Flesh sem hóf göngu sína nú í vor
eru uppvakningar skilgreindir sem
veikir samfélagsþegnar sem þurfa
meðferð. Hún dugar þó ekki betur
en svo að þeir þurfa jafnframt að
„dulbúast“ meðal hinna eðlilegu;
mála fölt hörund sitt, fela undarleg
augun með linsum og þykjast borða.
Uppvakningar eru sem sagt skilgrein-
dir sem afbrigðilegur og hættulegir
samfélaginu og lækningin felst í því
að draga úr hættu sem af þeim stafar
(þ.e. að fá þá til að hætta að borða
aðra samfélagsþegna) og kenna þeim að falla aftur inn í fjöldann. Þeir þurfa einnig að
kljást við sjálfa hefðina þar sem allir trúa því að bit uppvaknings sé smitandi – sem
er ekki reyndin – og sú trú elur á frekari ótta. Samkvæmt þessu er uppvakning
mögulegt andóf sem afneitar því sem kallað er venjulegt líf, tvíeggja sverð sem
býður upp enn meiri upplausn en einnig tækifæri til að breyta rétt í annað sinn.
Í því samhengi má nefna að í bókinni Bjarna-Dísa tekur Kristín Steinsdóttir fyrir
íslensku hjátrúna um hina hálfafturgengnu sem eru stórhættulegir og bráðnauðsyn-
legt að drepa alveg áður en þeir ná að ganga fullkomlega aftur. Í þeirri bók var þjóðsa-
gan um skelfilega vofu Bjarna-Dísu túlkuð sem saga af stúlku sem ætlaði sér meira í lífinu en
eðlilegt þótti, var ósæmileg og neitaði að lifa lífinu eftir settum reglum - og var því auðvelt að setja
í hlutverk uppvaknings. Í báðum verkum er það þröngsýni hinna lifandi sem reynist skaðlegust.
Ekkert okkar vill vera hluti af andlitslausum, heila-
dauðum massa, en úr uppvakningamyndum má lesa
þau skilaboð að mögulega séum við öll uppvakningar
sem þurfum uppvakningar við. Hér verður tvíræðni
íslensku orðanna afar viðeigandi því það getur orðið
flókið að skera úr um það hverjir eru þá raunverulegu
uppvakningarnir; þeir sem standa utan við fjöldann
eða þeir sem eru hluti af fjöldanum, og í hverju up-
pvakning þeirra ætti að felast.
Getur listin kannski bjargað okkur frá lífi uppvakn-
ingsins, á hún að vekja okkur af doða hversdag-
slífsins og gefa okkur eitthvað annað í staðinn? Sú
hugmynd byggir á því að við lítum á listmenningu
sem eitthvað sem við tökum öll virkan þátt í að
skapa og neyta. Ef við störum hins vegar bara óvirk
á það sem framreitt er fyrir okkur hverju sinni –
og gleðjumst helst þegar það fellur að fyrirfram
gefnum hugmyndum okkar um heiminn - er okkur
ekki viðbjargandi.