Spássían - 2013, Page 18

Spássían - 2013, Page 18
18 Í Suðurglugganum er að finna noStalgÍSkan óð til hinS SérStaka SambandS höfundar og ritvélar Sem tapaSt hefur á tölvuöld. nokkuð viðeigandi að eina sögupersónan sem talar í 1. persónu eintölu kennir endurmenntunarnámskeið um Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante og að bókin endar á hugleiðingu um för sögumannsins í því verki: „Í upphafi ljóðs var hann á barmi sjálfsmorðs, nú er hann endurhlaðinn fítoni við hið nýja upphaf og fagnaðarerindi um það sem bíður okkar handan heims“ (179). Íslendingabók ber þannig ekki aðeins endinn í upphafi sér, heldur fela endalok hennar í sér loforð um nýtt upphaf – það er í henni bjartsýnn, vonglaður tónn og tilvitnanir fremst í verkinu sýna uppörvandi hlið breytinga og fallvaltleika. VEröND SEM VAr Fallvaltleiki tilverunnar birtist ekki síst í nýrri tækni sem ryður sífellt þeirri gömlu til hliðar. Pétur Gunnarsson sagði frá því í viðtali sem Jórunn Sigurðardóttir tók við hann í „Orð um bækur“ á RÚV að hann hefði byrjað á bókinni árið 1992 en þurft að leggja hana til hliðar vegna annarra verkefna. Þegar hann byrjaði á henni aftur hefði honum orðið starsýnt á það sem breytist: Og það eru ekki bara [...] veraldarsögulegir atburðir, hrunið og svo framvegis, heldur eru það smærri atriði, eins og til dæmis [...] tölvupósturinn [...], netið, vísakortið, farsíminn. Þetta hefur allt saman áhrif á persónurnar sem ég er að fjalla um. Þetta hreinlega breytir þeirra lífi.1 Pétur Gunnarsson leggur áherslu á skriftir sem varðveisluviðbragð, eins og fram kom í áðurnefndu viðtali, þar sem hann sagði það ástríðu hjá sér að halda umræðu um stórvirki á borð við Gleðileikinn guðdómlega lifandi. Bókmenntir og menning ættu að vera eins og „talnaband sem maður er alltaf að handfjatla og alltaf að fjalla um“ og það verði sífellt brýnna eftir því sem „holskeflumiðlunin“ verður meiri, því gleymskan verði sífellt áleitnari.2  Líkt og á fyrstu áratugum 20. aldar, þegar margir íslenskir höfundar voru uppteknir af því að miðla einkennum gamla bændasamfélagsins, er meðvitundin sterk um það sem er að hverfa, um arfinn sem virðist ætla að verða gleymskunni að bráð, í verkum þeirra þriggja höfunda sem hér eru til umfjöllunar. Í Suðurglugga Gyrðis Elíassonar er hins vegar dýpra á bjartsýninni. Bók hans hverfist öll um texta sem leysist upp, er ókláraður, ólesinn.  Suðurglugginn minnir að forminu til á minnisbók þar sem hripaðar eru niður hugleiðingar um hversdagslega sem háfleyga hluti, þótt lesa megi söguþráð úr þeim. Sögumaðurinn er rithöfundur sem dvelur einn í lánshúsi í sumarhúsabyggð. Hans eiginlegu, skáldlegu skriftir eiga hins vegar að vera þær sem hann vélritar og hann situr í upphafi við ritvélina sína í afar hefðbundnum rithöfundarstellingum; „hamra á hana, en lít gyrðir Elíasson. Suðurglugginn. uppheimar. 2012. „

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.