Spássían - 2013, Side 23

Spássían - 2013, Side 23
23 Hvörf Höfundar: Rúnar Guðbrandsson, Sjón, Stefán Hallur Stefánsson og leikhópurinn Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Tónlist: Guðni Franzson Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðsson og Lárus Björnsson Leikendur: Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein, Friðrik Friðriksson, Hilmir Jensson, Klæmint H. Isaksen, Konráð Ragnarsson, Magnús Jónsson, Nicolaj Falck, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Í KúLUNNI og fyrrum dómssal Hæstaréttar föstudaginn 17. maí 2013  Eitt af því sem flýgur í gegnum hugann við að fara að sjá Hvörf - við að fletta snjallri og efnismikilli leikskránni, við að virða fyrir sér sýnishorn af rannsóknarvinnu hópsins í stigagangi gamla Hæstaréttarhússins, við það að meðtaka og melta sýninguna sjálfa - er hvað við erum skammt komin með að vinna úr þessari ótrúlegu sögu; Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Okkur vantar enn stóru þriggja binda þaulfaglegu sagnfræðiúttektina. Okkur vantar krítískar ævisögur allra helstu persóna (til mótvægis við sjálfsævisögur, samtalsbækur og varnarrit). Við þurfum vandaða leikna sjónvarpsþáttaröð til viðbótar við flotta þætti Sigursteins Mássonar. Við þurfum bíómynd, við þurfum alls konar listræna úrvinnslu. Best væri ef þetta kæmi nokkurn veginn í þessari röð. Hvörf brjóta vissulega þá reglu, en það verður að hafa það.  Við þurfum þetta allt út af stóra trámanu: Við vitum ekki hvað gerðist og við skiljum ekki hvernig ósköpin sem ganga undir nafninu „rannsókn málsins“ gátu farið eins og þau fóru. Þess vegna allar þessar sálfræðilegu og þjóðarsálfræðilegu skýringar. Þess vegna allar þessar samsæriskenningar.  ramminn utan um Hvörf er rannsókn málsins, einkum yfirheyrslurnar og sálfræðihernaðurinn gagnvart smákrimmunum. En sá rammi reynist byggður úr ákaflega teygjanlegu efni og þegar innihaldið krefst þess reynir svo sannarlega á þanþolið. Uppbrotin eru af öllu tagi; endurlit persóna, sviðsetning kenninga um atburðarásina, frammíköll og síðast en ekki síst innrás raunveruleikans í skáldskapinn í verkinu. Þau atriði þar sem fólk sem tengist fyrirmyndum persónanna nánum böndum stígur fram og vitnar eru vægast sagt gæsahúðarvekjandi.  Stílsmáti og aðferðir hópsins eru líka æði sundurgerðarlegar. Hér sjáum við fyrst nett- Spaugstofukenndar löggur, sem síðan þróast yfir í ógnvekjandi pinteríska absúrdböðla í yfirheyrslusenunum sem eru kjarni sýningarinnar. Við fáum líka yfirmáta vel útfært sálfræðilegt raunsæi, ekki síst í frábærri túlkun Birnu Hafstein á hinni ógæfusömu Guðrúnu. Við sjáum stílfærð, dans- og draumkennd atriði, við fáum groddalega pólitíska revíu, við fáum áðurnefnd uppbrot sem kallast á við „documentary“ leikhúsið sem er víðast hvar meira áberandi en hér hjá okkur. Við fáum aðskiljanlegustu „Verfremdungs-effekta“. Síðast en ekki síst fáum við Arnar Jónsson að spila á skeljahristu.  Hér er sem sagt öllum vopnum beitt. Ef sýningin virkaði ekki væri auðvelt að skella skuldinni á þá ákvörðun. En nú vill svo til að hún virkar fullkomlega.  Hvernig skyldi nú standa á því?  Mér dettur þrennt í hug. Í fyrsta lagi botnar allt sem gert er í vinnu leikarans. Umbúnaður er einfaldur og vísvitandi frumstæður (gamaldags myndvarpar eru í stóru hlutverki og nýtast Þú ferð ekki héðan fyrr en þú manst þetta“ Eftir Þorgeir Tryggvason „

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.