Spássían - 2013, Side 25
25
Eftir Ólöfu Sæunni Valgarðsdóttur
Þegar kemur að tónlist
er helsti veikleiki minn
það sem væri hægt að
kalla karlkyns raulara og
ben Howard smellpassar
inn í það hlutverk. platan Every Kingdom kom fyrst
út árið 2011 en var endurútgefin í janúar á þessu
ári og í kjölfarið fór hún og smáskífur bens aftur í
spilun. Styrkur hans sem lagahöfundar liggur í því
hversu næmt eyra hann hefur fyrir áferðarfallegum
laglínum með flottri uppbyggingu. Lögin prýðir
ágætis textagerð og sterkar útsetningar. í heild sinni
minnir platan á íslenskar sumarnætur; hún er ljúf og
falleg með undirliggjandi orku og spennu.
Ef þér líkar við Ben Howard, hlutstaðu þá á
Passenger, Ray Lamontagne, Monicu Heldal og Bon
Iver.
emeli Sandé, sem hefur
undanfarin þrjú ár samið
lög fyrir nokkrar af
skærustu söngstjörnum
bretlands, var valin besti nýliðinn á brit Awards
2012 og söng bæði á á opnunar- og lokahátíð
ólympíuleikanna í London sama ár. Hún er því
vinsæl og virt í bretlandi. Hún á það líka alveg skilið
því að hennar fyrsta plata, Our Version of Events,
sem var mest selda plata ársins 2012 í bretlandi, er
prýðisplata og vex við hlustun. á henni eru smellir
á borð við „next to me“, sem er með grípandi
vúhúhú söngkafla, og rólegar ballöður eins og
„read all about it pt. iii“, sem toga í hjartastrengi
(og er reyndar líka með vúhúhú söngkafla).
Gæðaplata.
Ef þér líkar við Emeli Sandé, hlustaðu þá á Paloma
Faith, Stooshe og Marina and The Diamonds.
Emeli Sandé
Our Version of Events
Í sPIlUN
Ben Howard
Every Kingdom
Sterkar lagasmíðar,
tölvupopphljóð og
Sinead o´Connor í
bakröddum. Þarf að
segja eitthvað meira um
Pale Green Ghosts? nema kannski að með henni sé
komin út ein af plötum ársins. og textarnir eru svo
vel samdir að hver setningin á fætur annarri situr í
huganum að lögunum loknum.
nándin sem john skapar með þessum textum er
slík að það er örlítið eins og hlustandinn hafi legið á
hleri á afar persónulegri stundu. Þeir opinbera innri
styrk höfundarins þrátt fyrir sáran og þunglyndan
tón. áhugaverð og góð plata, spennandi framhald af
Queen of Denmark og textagerð í sérflokki.
var ég búin að minnast eitthvað á hvað textarnir
hans eru frábærlega góðir?
Ef þér líkar við John Grant, hlustaðu þá á Midlake,
Everything but the Girl og John Martyn.
John grant
Pale Green Ghosts
YFIRLESIÐ