Spássían - 2013, Page 29

Spássían - 2013, Page 29
29 Geirfinnsmálið; hvernig þessir ungu rannsóknarlögreglumenn hlupu á sínum tíma upp tröppurnar á nýju skrifstofuna sína. Þetta var allt svo nýtt í okkar litla samfélagi, svona mál hafði ekki komið upp áður.“  Bragi segir það því hálfgerða tilviljun að Geirfinnsmálið rataði inn í Fjarveruna, enda sé bókin ekki hugsuð sem komment á það mál. „Það glittir þó náttúrulega í einhverja skoðun hjá mér, þessa almennu skoðun bara; hversu fáránlegt þetta mál var og hvernig það var notað pólitískt. Ég vitna til dæmis í Ólaf Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, sem talaði um að martröð væri létt af þjóðinni. En martröðin virðist nú ætla að fylgja þjóðinni áfram. Önnur ástæða fyrir því að ég flétta Guðmundar- og Geirfinnsmálið inn í þessa bók er sú að mig langaði til að láta tvær persónur, prófarkalesarann Ármann Val og tónskáldið Markús Geirharð, hafa skilað einhverju af sér, einhverju sem héldi nafni þeirra á lífi. Eins og þeir tveir félagar birtast í Handritinu mun ekkert liggja eftir þá þegar þeir hverfa, andstætt félögunum í Handritinu, þeim Jóni og Erni. En í Fjarverunni reynast þeir Ármann og Markús hafa skilið eftir sig lag og texta með duldum upplýsingum um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Mér fannst líka kómískt að láta í einhverri framandi nútímatónlist, sem náði aldrei nema til mjög þröngs hóps, liggja mjög dýrmætar upplýsingar sem enginn gerir sér grein fyrir. Mér fannst næstum póetísk merking í því.“  Í Fjarverunni er það orðað það þannig Geirfinnsmálið muni fylla „út í eitt hólfið í huga Ármanns [...] eins lengi og heili hans starfar“ (31). Bragi viðurkennir að hann upplifi þetta mál þannig sjálfur. „Ég man þegar ég frétti þetta fyrst, árið 1974, það situr mjög fast í mér. Það voru allir að tala um þetta; Keflavík, Hafnarfjarðarhraunið, Skipasmíðastöðina. Það var einhver drungi yfir þessu öllu saman. Og svo hefur verið fjallað áfram um þetta og allir vita um stærð þessa máls. Þetta er líka svo skrítið mál vegna þess að líkin hafa aldrei fundist, það veit enginn neitt, og maður finnur það að þetta er stór hluti af íslenskri sál.“ órAuNSæiSLEgT rAuNSæi Sú spurning vaknar hvort Bragi eigi ef til vill bara erfitt með að sleppa hendinni af persónunum sem hann skapar. „Nei, mér finnst bara ástæðulaust að búa alltaf til ný nöfn á manneskjurnar. Því þessar persónur sem ég hef búið til, þetta er einhver blanda af fólki sem ég hef þekkt og fylgst með; sumar þeirra eru svo ljóslifandi fyrir mér að mér finnst að ég verði að nota þær áfram. Þær eru eins og samnefnari fyrir einhverja manntegund. Þá finnst mér sjálfum skemmtilegra að hafa þær tiltækar í einhverju svona neti. En ég vil helst ekki auglýsa það mikið. Þetta er meira fyrir mig prívat, þótt það geti kannski um leið verið gefandi eða þakklátt fyrir lesendur að koma auga á það. Mér finnst líka áhugavert að sjá aðra höfunda gera þetta, en það er ekki algengt nema í seríubókum. Márquez gerir þetta reyndar, en hann býr til ákveðið þorp, tilbúinn heim. Ég gæti aldrei gert það. Ég verð að nota alvöru umhverfi, til dæmis alvöru götunöfn. Það er mjög mikilvægt fyrir mig.“  Bragi gekk hvað lengst í slíkri tengingu við veruleikann í Samkvæmisleikjum, þar sem hann vísaði í ákveðin götuheiti og húsnúmer og notaði íbúð Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur sem sögusvið. „Ég geri þetta til að fá sterkari jarðtengingu sjálfur. Og ég sé að mörgum lesendum finnst það gott; þeir eiga auðveldara með að setja sig inn í söguna og finnst spennandi að staðurinn sé til í raun og veru. Svo fannst mér líka eitthvað fyndið við það að láta svona atburði gerast í íbúð Þórbergs, en ég hef komið sjálfur inn í þessa íbúð einu sinni. Maður skapar kannski einhverja ÞEgaR FóLk taLaR um SöguÞRáÐ og aÐ EIttHvaÐ Sé aÐ gERaSt, Þá ER ÞaÐ kannSkI aÐ HugSa um SöguR mEÐ StERku pLottI EÐa gLæpaSöguR jaFnvEL, og Þá FInnSt ÞEIm SEm ÞaÐ Sé EkkERt aÐ gERaSt í mínum bókum. En ÞEtta ERu mjög ákvEÐnaR SöguR og ég REYnI aÐ HaLda EInHvERRI SpEnnu Innan ÞEIRRa, Líka baRa mín vEgna. méR má EkkI bYRja aÐ LEIÐaSt ÞEgaR ég SkRIFa. YFIRLESIÐ

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.