Spássían - 2013, Blaðsíða 30

Spássían - 2013, Blaðsíða 30
30 spennu vegna þess að það sem gerist þarna er einhvern veginn ekki alveg í hans anda. Og fyrir mörgum er Þórbergur hálfheilagur maður.“  Málin flækjast hins vegar þegar Bragi er spurður að því hvort hann líti þá á sig sem áhorfanda, að hlutverk hans sé að skoða raunveruleikann og greina. „Þá vaknar stóra spurningin um raunsæið. Á yfirborðinu nota ég raunsæislega umgjörð. Svo skrifa ég um það raunsæislega og þá einhvern veginn hverfur „raunsæið“ finnst mér. Því þegar talað er um raunsæislegar sögur er yfirleitt verið að tala um þetta 19. aldar form þar sem hlutirnir eru leystir, um ákveðna byggingu, með hvörfum og endapunkti, en mér finnst svo óraunsæislegt að skrifa á þann hátt. Ég er að reyna að búa til einhverja kenningu um þetta – að ég noti raunsæi, horfi þannig á heiminn og lýsi honum, eins og til dæmis með raunverulegum götunöfnum, en svo þegar ég kem að því sem höfundur, fjalla um það af mínu raunsæi, þá hverfur þetta 19. aldar raunsæi, því þá verður allt svo ólógískt. Hlutirnir fá engan enda. Það bara fjarar allt út. Mér fyndist fullkomlega óraunsætt að búa til einhverja persónu og fylgja henni rökrétt í gegnum hennar líf eða hluta úr hennar lífi. Það sem gerist hjá persónunum mínum er frekar fáránlegt og tilviljunarkennt. Þess vegna finnst mér að þegar við raunsæislegt svið eða umgjörð bætist raunsæisleg hugsun hjá höfundinum, þá þurrkist út raunsæið, það verði að einhverju öðru. Enda sagði einhver við mig að þessar sögur mínar væru ekki realismi. Flestir þeir höfundar sem ég les eru svokallaðir raunsæishöfundar, og ég leita meira í það en til dæmis einhvern tilbúinn eða fantastískan heim, en ég var mjög ánægður að heyra að einhver upplifði sögurnar mínar ekki sem hreint raunsæi. En ef til vill er ég kominn á hreinar villigötur með þessa kenningu mína.“ DNA-kEðJA Bragi hefur stundum fengið þá gagnrýni á verk sín að lítið eða ekkert gerist í bókum hans en hann segist aldrei hafa áttað sig almennilega á henni. „Kannski fékk ég þennan stimpil strax með fyrstu skáldsögunni, þar sem umfjöllunarefnið er í raun að maður sem hefur aldrei neinn tíma til að gera neitt eða vinna úr neinu fer kerfisbundið í felur, drepur allt niður og hverfur að lokum heiminum. En samt finnst mér að í Gæludýrunum, Sendiherranum, Fjarverunni og jafnvel Handritinu sé mjög ákveðin saga. Ég held reyndar að þegar fólk sletti þessu fram hugsi það ekki alveg hugsunina til enda. Því þegar fólk talar um söguþráð og að eitthvað sé að gerast, þá er það kannski að hugsa um sögur með sterku plotti eða glæpasögur jafnvel, og þá finnst þeim sem það sé ekkert að gerast í mínum bókum. En þetta eru mjög ákveðnar sögur og ég reyni að halda einhverri spennu innan þeirra, líka bara mín vegna. Mér má ekki byrja að leiðast þegar ég skrifa. Og mér finnst í raun söguþráður heillandi fyrirbæri en hann kannski leiðir ekki til neins hjá mér. Því yfirleitt felur söguþráður í bók í sér einhverja lausn og ég reyni frekar að forðast slíkt.“  Fjarveran einkennist, eins og margar bækur Braga, mjög af hugrenningatengslum og vísunum fram og til baka. Bragi segir að sá frásagnarmáti sé ekki beint meðvitaður, heldur virðist honum eðlilegur. „reyndar er byggingin í Fjarverunni mjög hugsuð og einn vinur minn sem las bókina talaði um að hún hefði minnt sig á DNA- keðju. Mér fannst það einmitt mjög viðeigandi af því að hún tengist einhvern veginn þannig saman. Hún gerist til dæmis á þremur tímabilum, á árunum 2001, 2006 og 2011, það líða alltaf fimm ár á milli. Mynstrið í DNA-keðju finnst mér lýsa því vel.“  Lesandinn þarf því að vera nokkuð virkur og tilbúinn að tengja, ekki aðeins innan hverrar bókar heldur jafnvel líka milli bóka, en Bragi vonast til að þær geti þó allar staðið sem sjálfstæð verk. „Ég veit í raun ekki hvort mér hefur tekist það. Það finnst það ekki öllum. Á móti kemur að maður nýtur þess líka svolítið að stríða lesandanum. Það var í og með hugsunin með Fjarveruna. Sá sem hefur lesið Gæludýrin sér að Fjarveran hefst þar sem hún endaði og býst ef til vill við að fá einhverjar upplýsingar sem þar vantaði. En það verður að vera áfram einhver leyndardómur. Þó að höfundar segi oft að þeir séu ekki með neinn ákveðinn lesanda í huga þegar þeir skrifa, þá spáir maður Þó aÐ HöFundaR SEgI oFt aÐ ÞEIR Séu EkkI mEÐ nEInn ákvEÐInn LESanda í Huga ÞEgaR ÞEIR SkRIFa, Þá SpáIR maÐuR aLLtaF óHjákvæmILEga í ÞaÐ HvoRt maÐuR Sé vonduR vIÐ LESandann EÐa HvoRt mann LangI tIL aÐ gLEÐja Hann. og nú ímYnda ég méR aÐ ég gætI gERt maRgt tIL aÐ gLEÐja LESandann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.