Spássían - 2013, Page 31

Spássían - 2013, Page 31
31 alltaf óhjákvæmilega í það hvort maður sé vondur við lesandann eða hvort mann langi til að gleðja hann. Og nú ímynda ég mér að ég gæti gert margt til að gleðja lesandann. Síðasta bókin sem ég hafði séð fyrir mér í þessum kvartett - ég vil ekkert tala um hvar hún beinlínis gerist eða hver er aðalpersónan - en hún mun svona loka þessu. Hún gerist í raun í kjölfar Sendiherrans og Handritsins, sem gerast á sama tíma. Sú saga myndi svara mörgum spurningum. Mér finnst að lesendur eigi það inni hjá mér að ég loki svolítið hringnum.“ í SkáLDSkAp VErður DAuðiNN kóMíSkur Í Fjarverunni er mikið um mannshvörf og dauðdaga, en Bragi segist ekki beinlínis vita hvers vegna honum sé dauðinn svona hugleikinn í þessari bók. „Ég held að það, hvernig karlar hrynja niður hver á fætur öðrum í Fjarverunni, sé svolítið kómískt hugsað hjá mér. Dauðinn í skáldskap er oft gerður kómískur. Því að öðru leyti er dauðinn ekki kómískur og svo höfum við þetta frábæra verkfæri, skáldskapinn, þar sem við getum leikið okkur með hann - enda gera auðvitað allir höfundar það meira og minna.“  Karlarnir í Fjarverunni deyja vissulega margir við spaugilegar aðstæður, einn er að mála mexíkóskan leirofn og annar deyr með tambúrínu í hendi. En þeir deyja jafnframt allir í miðri sköpun. Bragi á hins vegar erfitt með að svara því hvers vegna hann leggi áherslu á þörfina fyrir að skilja eitthvað eftir sig í þessum heimi. „Það er bara eitthvað sem kemur úr undirmeðvitundinni, en þessi sería fjallar öll um sköpun. Í Sendiherranum reynist ljóðabók stolin, í Handritinu verður kvikmyndahandrit að einhverju allt öðru og svo væntanlega að engu, í Fjarverunni fáum við tónlist Markúsar og æviminningar Ármanns, og síðasta bókin sem ég hef í huga fjallar um tilurð bókar í gegnum greinaskrif. Og þar mun persónan ná ætlunarverki sínu, út kemur fullgerð bók, sem ekki er stolin, og það er það sem ég á við með að enda á jákvæðum, upplífgandi punkti. Það hefur verið svo mikill dauði og mikil áhersla á mistök í öllum hinum bókunum. Þegar ég horfi til baka þá finnst mér sögurnar mínar reyndar allar hafa sama þema; þær fjalla um mann sem leitar í felur. Síðasta myndin í Hvíldardögum er til dæmis sú að sögupersónan, sem er að keyra upp í Heiðmörk, sér sig í huganum klöngrast inn í helli. Mér varð einmitt hugsað til þeirrar myndar í tengslum við Fjarveruna, mér fannst eins og það væri nánast sama sagan. Ég veit ekki hvaða komment á heiminn felst í þessu beint. Þetta er kannski einhver fín, leynd aðferð til að hafna heiminum, hafna nútímanum.“  Þegar hann er minntur á að þegar aðalpersónan í Fjarverunni ákveður svo að rjúfa slíkt aðgerðaleysi, þá feli það í sér dauðann, hlær Bragi við. „Já, það er bara betra að láta hlutina eiga sig. Þannig að þegar upp er staðið er boðskapur minna bóka ekki mjög uppbyggilegur, ekki lausnamiðaður. Þær segja við mann: Hafðu þig hægan, farðu í felur!“ guÐjón ó

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.