Spássían - 2013, Page 34

Spássían - 2013, Page 34
34 Hjá tiltekinni þjóð í Norður-Atlantshafi sem dreymir um að verða olíuveldi gæti Anna opnað augu lesenda fyrir ábyrgðinni sem fylgir slíkum metnaði. „ Við höfum semsagt ekki leyfi til að skila frá okkur Jörð sem er minna virði en veröldin sem við fengum sjálf að lifa í. Minni fiski í hafinu. Minna drykkjarvatni. Minni mat. Minni regnskógum. Minna fjalllendi. færri kóralrifum. færri jöklum og skíðabrekkum. færri plöntu- og dýrategundum ... Minni fegurð! Minni undrum! Minni dýrð og gleði!6 Þetta er greinilega krafa um það sem kallað hefur verið sterk sjálfbærni og reglan um stöðuga náttúruauðlegð; ekki ætti að ganga á náttúrulegar auðlindir, heldur tryggja tilvist þeirra, ekki aðeins núna heldur til langframa. Þessi regla vísar, rétt eins og tilvitnunin úr bók Gaarders hér að ofan, ekki aðeins til efnislegra verðmæta sem til staðar eru í náttúrunni og þjónustu vistkerfa,7 heldur einnig til fagurfræðilegra og afþreyingartengdra gilda.8 Notkun Gaarders á skíðabrautum sem tákni um afþreyingargildi náttúrunnar er ekki eina vísun skáldsögunnar til sérstaks norsks samhengis. Í gegnum alla bókina má finna umfangsmikla gagnrýni á olíuframleiðslu Noregs almennt og sérstaklega framkvæmdir olíufyrirtækisins Statoil. Stjórnmálamenn sem tala fyrir borunum eftir olíu og gasi á norðurslóðum eru kallaðir lygarar þegar þeir halda því fram að þetta verði gert með hagsmuni hinna fátæku í heiminum að leiðarljósi: „Þeir eru auðvitað meðvitaðir um að brennsla hinna ríku á meiri olíu og kolum mun bara gera illt verra fyrir þá allra fátækustu. Það eru olíufélögin og allra ríkustu olíuþjóðirnar sem þurfa meiri hagnað”.9 Gaarder heldur jafnvel á lofti möguleikanum á framtíðar refsingu fyrir svo gráðuga og óábyrga hegðun. Hann lætur alþjóðlegan loftslagsdómstól dæma Noreg til að nota 97% af olíusjóðum sínum til að minnka fátækt í heiminum og til aðgerða í þágu loftslagsaðlögunar.10 annar styrkur bókarinnar er að hún byggir upp von og hvetur til aðgerða í stað svartsýni. Vitanlega er heimsendisorðræðu að finna í framtíðarköflum Önnu, en notkun hinna tveggja tímasviða gerir Gaarder kleift að sýna fram á að hægt sé að koma í veg fyrir hina skelfilegu hnignun. Söguhetjan hans, anna, lítur ekki svo á að núverandi ástand í efnahagsmálum, pólitík og menningunni almennt sé óbreytanlegt. Vitneskjan um mögulegar loftslags- og umhverfishamfarir í framtíðinni gerir hana hvorki óvirka né leiðir hana að þeirri hugmynd að laga sig einfaldlega að breytingum á umhverfinu. Þvert á móti; eftir að hafa vaknað upp af draumi um Novu áttar hún sig á því að það sem í draumnum hafði verið ábyrgð langömmunnar er nú hennar eigin ábyrgð: „Skyndilega er það ég sem verð að gera eitthvað til að berjast gegn loftslagseyðileggingu.“11 Hún er auðvitað meðvituð um að hnattræn hlýnun er þegar hafin og að milljónir tegunda eru í útrýmingarhættu. „en það var enn ekki of seint að vernda líffræðilega fjölbreytni Jarðar. Heimurinn hafði fengið eitt tækifæri enn!“12 anna einkennist því af von og trú á möguleikann á að breyta framtíðinni. Hún kallar sig bjartsýnismanneskju og heldur því fram að það sé „siðlaust að vera svartsýnismanneskja“.13 að hennar mati er svartsýni „bara annað orð yfir leti. Ég get haft áhyggjur, Ný ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að stofna ríkisolíufélag. Tilgangur félagsins verður að halda utan um leyfi til olíu- og gasvinnslu Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, undirritaði samkomulag við Norðmenn, m.a. um aukið samráð um þróun olíuiðnaðar.

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.