Spássían - 2013, Page 38

Spássían - 2013, Page 38
38 „STAðAN í menningarmálum er í senn betri og verri en fyrir hrun. Eftir hrun hafa stofnanir okkar mætt heilmiklum niðurskurði, og það er alltaf erfitt. En á móti kemur að umræðan um menningu hefur breyst mikið. Okkur hefur tekist að festa hugtakið „skapandi greinar“ í sessi, og sýna fram á mikilvægi þeirra. Stjórnmálin eru orðin reiðubúin að fjárfesta í skapandi greinum, sem er mikil breyting frá því sem var. Við sjáum stóreflda verkefnastyrki, sem hefur auðvitað mikið að segja fyrir grasrót listamanna og þar með menninguna almennt. Þessari vakningu er mikilvægt að halda áfram án þess að það bætist við einhver arðsemiskrafa, því galdurinn á bak við skapandi greinar er auðvitað sá að þú veist ekki fyrirfram hvað á eftir að skila störfum og arði.“ STærrA Og MEirA EN pENiNgAr Nýlegar skýrslur um efnahagslega arðsemi skapandi greina hafa vakið mikið umtal, en jafnframt hafa heyrst þær raddir að fjárhagsleg hagkvæmni megi ekki verða aðaláhersluefnið í umræðu um menningu og listir. Katrín segist hafa reynt að gæta sín á því og segir að það geti orðið erfitt við að eiga ef fólk fari að líta á skapandi greinar sem eitthvað sem eigi endilega að skila arði. „Það skiptir auðvitað þessar greinar máli að það sé viðurkennt að þetta sé ekki eitthvert „hobbý“ heldur alvöru vinna; að ríkið gefi ekki bara fólki peninga fyrir að dunda sér. En það má heldur ekki gleyma því um hvað sú vinna snýst. Hún snýst ekki aðeins um að búa til peninga og skapa störf heldur um að búa til menningu, sem er eitthvað miklu stærra og meira en hægt er að mæla á efnahagslegum mælikvarða. Þessi umræða er því nauðsynleg fyrir menninguna en getur líka verið hættuleg. „Stjórnsýslulega“ niðurstaðan – sem kannski hefur eitthvað að segja – varð sú að hér yrði áfram „menningarráðuneyti“ sem heldur utan um menninguna, frumsköpunina ef svo má að orði komast, en að skapandi greinar heyri undir atvinnuvegaráðuneyti. Því við verðum að hafa stoðkerfi þegar listirnar komast á það stig að farið er út í framleiðslu. Stoðkerfi kvikmyndanna hefur til dæmis batnað og það er tvískipt á þennan hátt; annars vegar er sjóðurinn sem leggur í frumsköpunina og hins vegar eru endurgreiðslurnar sem snúast mun meira um framleiðslu. Hugmyndin um skapandi greinar er þá sú að þær séu nokkurs konar afsprengi menningar fremur en að öll menning sé endilega skapandi greinar. Og að þetta tvennt megi ekki taka frá hvort öðru.“ LiSTiN Ekki MuNAður Í kjölfar hrunsins einkenndist umræðan um styrki til menningarmála og laun til listamanna af mikilli neikvæðni og Katrín segist ekki hafa farið varhluta af því. „Ég fór náttúrulega í það á mínum fyrstu dögum í embætti að fjölga listamannalaunum ríflega, úr 1200 mánuðum á ári í 1600, með markmið atvinnusköpunar og eflingu grasrótarinnar að leiðarljósi. Það voru ekki allir ánægðir með það og mörgum fannst það alveg fráleit forgangsröðun. En liður í því að kortleggja hagræn áhrif hinna skapandi greina var einmitt að sýna fram á að það sé ekki bara gott fyrir samfélagið að styrkja þær, heldur líka fyrir efnahaginn; að renna fleiri stoðum undir fullyrðingar um mikilvægi menningarinnar.“  Katrín segist ekki hafa hikað við að taka þá umræðu hvenær sem er og hvar sem er. „Þetta snýst um það hvort listræn menning sé nauðsynleg fyrir samfélagið eða ekki. Og þar takast á tvö ólík viðhorf. Annars vegar eru þeir sem segja að listir og menning sé bara einhver munaður, eins og risna þegar vel gengur. Aðrir, þeirra á meðal ég, segja að listmenning sé hverju samfélagi nauðsynleg. Og ég held að ég hafi góð rök fyrir mínu máli. Ef við lítum á söguna sjáum við til að mynda að eitt af því sem einkennir hnignun samfélaga er að listir og menning hverfa. Þær eru mikilvægt samfélagslegt lím. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að listamenn fjalli um samfélagið og að við eigum kost á því að njóta listar og menningar.“ MikiLVægAST Að BrEYTA ViðHOrFiNu Katrín segir mikið hafa gengið á undanfarin fjögur ár. „Það sem hefur verið leiðinlegt er niðurskurðurinn, sem er auðvitað ekki óskastaða neins ráðherra og kannski allra síst ráðherra úr mínum stjórnmálaflokki, sem hefur það beinlínis á stefnuskránni að efla menningargeirann. En mestu máli skiptir að við höfum tekist á við þessa neikvæðu umræðu og breytt henni svolítið. Ég fylgist vel með opinberri umræðu og ég heyri að okkar orðræða um hinar skapandi greinar hefur haft áhrif. Og það er kannski stóra málið, ekki einstakar krónutölur eða lagabreytingar. Annað jákvætt sem ég vil nefna er menningarstefnan sem var samþykkt á þinginu síðasta vetur en hún hefur farið fremur hljótt. Það góða við hana var að henni fylgdi mikil umræða í geiranum; við leituðum umsagna, héldum ráðstefnur og málþing, og tókst að búa til plagg sem er svo sem ekki ávísun á krónur og aura en snýst um ákveðin leiðarljós í menningu. Næsta skref er að vinna að því í áföngum að koma þessari stefnu í gang, en ég held að það sé mikilvægt í sjálfu sér að við höfum gengið í gegnum það ferli að skrifa niður menningarstefnu. Það hefur aldrei Viðhorfið hefur verið að stjórnvöld eigi ekki að hafa skoðun á menningu en auðvitað hafa stjórnvöld haft skoðun á menningu, sem hefur til að mynda birst í því hvernig þau hafa sett fé í hana og hvaða lög þau hafa sett. Mér hefur því alltaf fundist þetta falsrök; einhver afskiptaleysisstefna sem gildir ekki í raun og veru.

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.