Spássían - 2013, Blaðsíða 40
40
í þröngri stöðu, sama hvert horft er; Þjóðleikhúsið,
Listasafn íslands, Þjóðminjasafnið, Sinfóníuhljómsveit
Íslands, menningarhúsin, Íslenska óperan o.s.fr.v.
Næsta skref væri því að fara hægt og bítandi að byggja
þessar stofnanir upp aftur.“
grASróT Og STOFNANir
Katrín segir að oft sé spurt hvort sé mikilvægara að
styrkja grasrótarstarfið eða stofnanir en hún telji að
hvorugt geti án hins verið. „Ég held til dæmis að fyrir
sjálfstæðu leikhópana sé Þjóðleikhúsið nauðsynlegt.
Þeir þurfa að einhverju leyti að vera viðbragð við
þeirri stofnun, að gera eitthvað annað. Farsælt
menningarlíf snýst að mínu viti um að viðhalda þessari
heilbrigðu dýnamík á milli grasrótarinnar og þess
sem við köllum stofnanir og hvorugt má vega þyngra
en hitt. Þegar við horfum sögulega á Ísland finnst
mér stofnanirnar hafa vegið meira, en með eflingu
sjóðanna og kynningarmiðstöðva, sem eru eins og
fagleg miðja fyrir hverja og eina listgrein, er kannski
að myndast aðeins heilbrigðara jafnvægi þarna á
milli. En stofnanirnar skipta líka máli. Ef við horfum
bara á Sinfóníuhljómsveit Íslands, svo dæmi sé tekið,
stærstu stofnun okkar á sviði tónlistar, þá er hún
nauðsynleg að mínu viti fyrir allt tónlistarlíf landsins.
Þótt langflestir hljóðfæraleikarar þar séu líka í einhvers
konar frumsköpun er hún akkerið fyrir þessa tegund
tónlistar.“
ErFiTT Að SkApA SAMFELLu
Þó að auknir fjármunir hafi farið í verkefnastyrki er
ljóst að grasrótarstarfsemi á víða erfitt uppdráttar og
má nefna að sjálfstæð atvinnuleikhús hafa átt erfitt
með að fá styrki. Katrín segir að orsökina megi finna í
því umhverfi sem byggt hefur verið upp. „Ég heyri að
fólk sem vill vera með sjálfstæðan rekstur í einhvern
tíma kvartar undan því að fjármögnunin er alltaf svo
óviss, það er ekkert öryggi, engir langtímasamningar
um eitt né neitt. Fólk fær bara styrk til einstakra
verkefna en ekkert umfram það, þannig að það verður
erfitt að vera með samfellu í starfseminni. Hins vegar
eru heimildir innan lagaramma sjóðanna til að gera
lengri samninga og ef staða sjóðanna er styrkt má sjá
fyrir sér að meira verði um slíka samninga. Þá tel ég
líka að þar sem sveitarfélög leggja áherslu á listir og
menningu sé auðveldara að tryggja samfellu í starfi
með því að ríki og sveitarfélög leggi saman í púkk, t.d.
þannig að sveitarfélög tryggi aðstöðu eða slíkt eins og
víða er raunar gert.“
TiLBúiN Að NJóTA
Katrín bendir á að Íslendingar sæki mikið í menningu
og enn meira eftir hrun en fyrir hrun. „Hér heima að
minnsta kosti. Kannski fóru Íslendingar bara til London
hérna áður. En við sækjum tónleika og leikhús í meira
mæli, og kaupum bækur. Viðhorf fólks er þó svolítið
breytilegt eftir því hvaða listgrein á í hlut, finnst mér.
Listgreinarnar virðast Íslendingum misaðgengilegar
og myndlistin þykir stundum erfið að skilja. Það er
einhvern veginn auðveldara fyrir okkur að kaupa það
að fólk sé að skrifa bækur en að gera gjörninga, og
þar komum við að sögunni og hefðinni. En almennt
er fólk tilbúið að njóta listmenningar þótt það séu
skiptar skoðanir um það hvernig eigi að standa að
styrkveitingum til hennar eða hvort það eigi að borga
fyrir hana yfir höfuð. Maður veltir því til dæmis fyrir
Ég ætla einhvern tímann að
skrifa glæpasögu. Ég ætlaði
að byrja í fæðingarorlofinu
síðasta en það var
ekki nokkur einasti tími
náttúrulega, það er svo mikil
vinna að vera með börn. En
hugmyndin er komin og ég
er tilbúin með byrjunina.