Spássían - 2013, Blaðsíða 41
41
sér hvaða viðhorf hafi verið á ferðinni þegar Samson
bauð þjóðinni á Listasafn Íslands. Þeir styrktu þá
safnið um nokkrar milljónir svo það þyrfti ekki að taka
aðgangseyri. En það er samt þjóðin sem á listasafnið.
Þetta eru verkin okkar. Þannig að mér fannst sú
áhersla, að þeir ætluðu nú að opna dyr safnsins
og bjóða fólki inn, vera á villigötum. En þannig var
náttúrulega umræðan í þessari bólu, þegar allir þessir
karlar – eða aðallega karlar – voru orðnir svo miklir
velunnarar samfélagsins. Og oft fyrir ótrúlega litlar
fjárhæðir. Það getur líka verið hættulegt að treysta á
slíka styrki og það er kannski lærdómurinn. Auðvitað
er jákvætt ef atvinnulífið vill styrkja samfélagsleg
verkefni en það er þá mikilvægt að það sé gert á
samfélagslegum forsendum en ekki forsendum þeirra
sem veita styrkina. Ef ég vil til að mynda styrkja
vísindarannsóknir, þá er eðlilegt að það sé gert í
gegnum sjóð sem er veitt úr, ekki af hagsmunaaðilum
tengdum mér heldur af jafningjum, og að það
sé gert með sama gæðamati og hjá opinberum
rannsóknarsjóðum. Og við höfum auðvitað góð slík
dæmi; við erum með Eimskipasjóðinn til að mynda
við Háskóla Íslands, sem er auðvitað atvinnutengdur
sjóður en er samt veitt úr á forsendum skólans. Og
við höfum líka góð dæmi úr menningarlífinu – Kraum-
sjóðinn og Auroru-sjóðinn svo dæmi séu tekin. Það
er bara hið besta mál. En það er bara svo mikilvægt
annars vegar að ríkið sé sjálft fært um að standa undir
starfseminni, til að mynda þegar áföll verða og þessir
aðilar draga sig út, og hins vegar að þetta sé á réttum
forsendum gert. Það skiptir máli að efla nú samtal
atvinnulífsins og menningarlífsins eftir hrun og finna
þannig jafnvægi og forsendur sem báðir aðilar eru
sáttir við.“
SkYNSAMLEg AðkOMA ríkiSiNS
Katrín er með MA-próf í íslenskum bókmenntum
og því er varla hægt annað en að fá hennar álit á
stöðunni í íslenskri bókaútgáfu, sem hefur verið
ótrúlega blómleg eftir hrun. „Við erum náttúrulega
með þetta blandaða kerfi rithöfundalauna,
bókmenntasjóðs sem er verkefnatengdur, og svo
forlaga á prívatmarkaði. Þetta fyrirkomulag virðist
ganga upp. Bókamessan í Frankfurt var líka mikil
innspýting fyrir íslenska höfunda. Þannig að ég held
að aðkoma ríkisins hafi á þessu sviði verið með mjög
skynsamlegum hætti. En það er svolítið öfugsnúið
að á sama tíma og það er alltaf metár í bókaútgáfu
og –sölu, þá sýna rannsóknir að krakkar lesa minna.
Við þurfum að huga betur að því hvernig við ræktum
framtíðarlesendur. Á móti kemur, eins og Pétur
Gunnarsson sagði í pallborðsumræðum sem ég
stýrði fyrir jólin, að lestur í einrúmi er tiltölulega nýtt
fyrirbæri. Læsi varð ekki almennt fyrr en undir lok 19.
aldar. Og lestur á eftir að halda áfram breytast, með
nýrri tækni og breyttu samfélagi. Þannig að kannski
eigum við eftir að sjá breytingar í þessum geira.“
TiLBúiN MEð BYrJuN á gLæpASögu
Sjálf segist Katrín vera lestrarfíkill. „Ég les á hverju
einasta kvöldi og get ekki sofnað nema með bók.
Það getur verið létt eða þungt, skáldsögur eða fræði,
eitthvað nýtt eða gamalt. En ég næ varla lengur svona
stundum þar sem maður situr og les í nokkra tíma og
klárar heila bók. Ég fékk þó nokkur slík kvöld um jólin
og það er eiginlega fátt betra. Síðustu bókajól voru
líka ótrúlega sterk. Ég las til dæmis Auði Jónsdóttur,
Auði Ólafsdóttur, Eirík Örn Norðdahl, Braga Ólafsson
og Gyrði Elíasson. Ég hef reyndar alltaf þurft að
halda mér svolítið við því ég stýri bókmenntakvöldi í
Mosfellsbæ í nóvember á hverju ári. Ég hef gert það í
sjö ár og það kallar á að ég kynni mér nýjar bækur.“
Katrín skrifaði MA-verkefni sitt um íslenskar
glæpasögur og hefur alla tíð fylgst vel með þeirri
tegund bókmennta. Henni finnst aðeins vera farið
að hægjast um í íslensku glæpasögunum. „Þar var
hraður uppgangur en fram til 1997, þegar Arnaldur
Indriðason byrjar að skrifa, og Árni Þórarinsson og
Stella Blómkvist árið eftir, þá var þetta fyrst og fremst
Birgitta Halldórsdóttir sem skrifaði eina bók á ári, og
svo einn og einn sem reyndi sig við formið; Viktor
Arnar Ingólfsson, Ólafur Haukur Símonarson og fleiri,
en þá afar stopult. Ég skrifaði BA-ritgerð árið 1999 og
þá var þetta að byrja að breytast. Þegar ég skrifaði
meistararitgerð árið 2004 var landslagið hins vegar
orðið gerbreytt. Svo springur þetta algjörlega út í
kringum hrun en nú er pendúllinn kannski aðeins að
sveiflast til baka og jafnvægi að nást. Þetta var líka
orðið svolítið yfirþyrmandi. Maður hitti stundum
höfunda sem sögðu: „Ef maður er ekki að skrifa um
morð þá bara er maður ekki með.“ Það var ekki um
annað talað en glæpasögur og ég var dálítið roggin
með sjálfa mig að hafa hitt á þetta viðfangsefni fyrir
ritgerðirnar mínar, því það var algjör tilviljun að ég
fór að stúdera þetta. Ég var stanslaust kölluð til sem
sérfræðingur og það var voða gaman að vera svona