Spássían - 2013, Page 42
42
í hringiðunni. Og ég held að hefðin hafi nú fest sig í
sessi. Enn eru nýir höfundar að koma fram og ég hef
grun um að það eigi fleiri höfundar eftir að bætast
við – enda hef ég sagt það sjálf að ég ætla einhvern
tímann að skrifa glæpasögu. Ég ætlaði að byrja í
fæðingarorlofinu síðasta en það var ekki nokkur
einasti tími náttúrulega, það er svo mikil vinna að
vera með börn. En hugmyndin er komin og ég er
tilbúin með byrjunina, sem byggir á minni reynslu.
Ég er meira að segja komin með tilboð frá útgefanda
líka – ég á bara eftir að skrifa bókina! Svo á kannski
eftir að koma á daginn að ég er ekkert góður penni. Ég
hugsa til dæmis mikið í plottum en það er þykir frekar
gamaldags, glæpasögur nú til dags snúast frekar
um karakter og persónusköpun. Ég er bara í svona
flötum staðalmyndakarakterum og alltaf að hugsa
um tímaáætlanir og fjarvistarsannanir! Ég skrifaði
sérstaklega um Arnald í meistararitgerðinni og hann er
einmitt með svo margt annað áhugavert en glæpinn.
Hann er til dæmis með sagnfræðimenntun og það
skilar sér. Maður er alltaf að lesa um raunveruleikann
og það finnst mér voðalega skemmtilegt. Eins er
með Viktor. Þegar hann skrifaði Flateyjargátuna
byggði hann mikið á lýsingum á umhverfi, á sögu, á
samfélagi, og það er auðvitað það sem gerir góða
nútíma glæpasögu. En ég held að ég sé alveg glötuð
í þessu,“ bætir hún við og skellihlær. Við hin munum
væntanlega þurfa að bíða í nokkurn tíma eftir því
að geta skorið úr um það, því þótt Katrín hafi látið
af embætti sem ráðherra er hún nýorðin formaður
stjórnmálaflokks og á ekki von á neinni lognmollu
eða tækifærum til að sitja yfir glæpasagnaskrifum
í bráð: „Mig grunar að það séu viðburðaríkir tímar
framundan.“
annaígrænuhlíð
komIn á
RaFbók Hjá
Emma.IS