Spássían - 2013, Page 52
52
AKUrEyrArBær tók þá ákvörðun
um síðustu aldamót að reisa
menningarhús og var hafist handa
við bygginguna árið 2006. Þá voru
í gangi viðræður við stór fyrirtæki
og bakhjarla en árið 2008 varð
efnahagshrun og um leið breyttust
allar forsendur. Menningarfélagið
Hof var stofnað og samdi félagið
við Akureyrarbæ um að annast
rekstur hússins, sem hóf ekki
formlega starfsemi fyrr en í ágúst
2010. „Hlutverk okkar er að annast
daglegan rekstur; að setja upp
og kynna dagskrá, markaðssetja
þennan vettvang og þjónusta fasta
leigjendur og þá sem koma inn
með tilfallandi viðburði. Félagið er
sambærilegt við Hörpu í reykjavík
að því leyti að það er ekki okkar
hlutverk, samkvæmt samningi, að
framleiða viðburði og við erum
ekki með fjármagn til þess. En við
höfum þó átt frumkvæði í einstaka
verkefnum. Það eru þá yfirleitt
viðburðir sem snúa að því sem
mætti kalla samfélagslega skyldu
okkar; því hlutverki að búa til
tengingar við samfélagið, til dæmis
með því að standa fyrir opnum
viðburðum sem eru yfirleitt gestum
að kostnaðarlausu.“
ÞörF á SVONA HúSi
Ingibjörg Ösp segir það enga
spurningu að þörf hafi verið á
svona húsi á Akureyri. „Við gegnum
eiginlega tvöföldu hlutverki en ef
við byrjum á því að horfa á þetta
út frá menningarstarfsemi, þá
vantaði sannarlega þessa miðstöð
menningarlífs sem Hof er. Við
viljum að allir angar menningar
eigi einhverja tengingu hérna
Hún fékk það verkefni að
útfæra hugmyndina um
rekstur menningarhúss
sem var reist af stórhug
í góðæri en opnaði í
gjörbreyttu andrúmslofti
eftir efnahagshrun og
kreppu. „Við höfðum engar
fyrirmyndir að líta til í
upphafi. Á byggingartíma
var húsið umdeilt og við
gerðum okkur grein fyrir
því að ef við ætluðum
að fá fólk í lið með okkur
yrði að nota aðrar leiðir
en að kaupa heilsíður í
dagblöðum. Við urðum
að sýna fram á það í verki
hversu mikilvægt það er að
hafa fengið þessa aðstöðu.“
„Þetta er ekkert flókið.
Menningarhúsið Hof er byggt fyrir
almannafé og það eiga allir jafn mikið
í húsinu. Mér finnst það vera okkar
samfélagslega skylda að allir finni
eitthvað við sitt hæfi í dagskránni og
eigi erindi í húsið,“ segir Ingibjörg Ösp
Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs.
verðum að láta
verkin tala
eftir Auði Aðalsteinsdóttur
YFIRLESIn