Spássían - 2013, Qupperneq 57
57
fyrstu verk hans voru andlitsmyndir í anda rembrandt
og Odd er þekktur fyrir myndir af sjálfum sér í ýmsum
hlutverkum. Þegar nýir nemendur koma stingur hann oft
upp á því að þeir máli sjálfsmyndir. Hví? „Þú ert ódýrasta
módel sem völ er á. Margir málarar stytta sér leið með því
að mála eftir ljósmyndum, en það takmarkar lærdómsferlið.
ef þú málar röð af sjálfsmyndum vel mun fólk dást að
verkum þínum og þá verður auðveldara að fá önnur módel
til að sitja fyrir.“
raunar málar Odd aðeins mótív úr eigin lífi eða
ímyndunarafli. Jafnvel þegar hann málar stór dýr eins og
hesta.
„Ég hef séð margar fínar myndir eftir ljósmyndum,“
segir hann „en mestu meistararnir máluðu ekki gegnum
neinar linsur. rembrandt og Leonardo da Vinci forðuðust
myndavélavandann. Þeim fannst það heftandi. Margir
samtíðamenn þeirra notuðu ljósmyndatækni og stundum
mjög vel. en það er miklu meira nærandi að fylgjast með
náttúrunni með eigin augum.“
Yfir daginn tekur Odd stutt hlé til þess að súpa á kaffi
og virkja hópinn. Hann snýr sér að nemendunum, gefur
ungum fígúratívum málara ráð um hvernig eigi að rata í
veröld sem er full af gildrum og áskorunum.
„ef eina markmið þitt er að „finna þig“ og vera
„frumlegur“ þá endar þú í tómu, myrku herbergi. Þessi
algengu boðorð eru villandi. Í stað þess ættir þú að finna
meistara úr listasögunni, meistara sem hæfir þínum
persónuleika. Ég var einu sinni með nemanda sem líktist
el Greco. Ég sagði við hann: „Leita þú til el Greco, gerðu
eins og hann.“ Nú er hann góður málari. Ég sé framfarir á
hverjum degi.“
að flytja hefðina áfram og kenna tæknina er mikilvægt
ferli fyrir Odd, hann færir áfram þekkingu til sinna
nemenda – þekkingu sem hann fékk í nærandi samskiptum
sínum við eldri listamenn.
„Ég átti lærimeistara í Noregi og annan í ameríku. Í
Noregi var það myndhöggvarinn Joseph Grimeland og í
ameríku málarinn andrew Wyeth. Ég hef sagt sumum
af ungu nemendum mínum að vera í tengslum við fólk
af öllum aldurshópum, það gefur þeim víðari sýn, meira
rými.“
Odd reynir að þróa með nemendum sínum tilfinningu
fyrir hinu eilífa, sem gerir þeim kleift að stýra sjálfir sinni
listrænu leið, fullir sjálfstrausts og án ótta.
„Það sem er mest um vert, það sem hefur mesta gildið er
það sem er í raun ekki hægt að færa í orð. en það er hægt
að upplifa það. að upplifa framandi menningarheim er
eins og að vera í tómarúmi. Þar finnur þú gæði allra mestu
meistaraverka heimsins. Þú heyrir engar fregnir að heiman,
þú ert fjarri heimahögum þínum. eilífar tilfinningar fyrir
eilífum gildum eru mesta vegsemdin. Kannski verður þú
einmana; kannski ertu ekki tengdur í félagslegu hjörðinni
þinni. en þú munt vera raunverulega lifandi í undarlegum,
hættulegum heimi.“
Það er óumflýjanlegt að listamaður eða málari myndi sér
stigveldi, komi sér upp vettvangi þaðan sem hann metur og
aðgreinir sjónræna eiginleika hvers verks. Odd útskýrir:
„Það eru þrjár víddir: fyrst er sú egósentríska. flestir
listamenn nútímans tilheyra þeim hópi. Þeir vilja finna
sjálfa sig og á sama tíma vera hluti af nútíma samfélagi. Þess
vegna eru þeir ekki ábyrgir fyrir þekkingu á fortíðinni. Þeir
eru, að sumu leyti, þeir einu sem nokkru sinni hafa fæðst,
og horfa á allt með augum barnsins: þetta er allt fyrir mig.“
Næsta stig er hið geosentríska: „Þar sér listamaðurinn
veröldina í kringum sig og reynir í einlægni að mála
hana fallega. allt í náttúrunni hefur sama gildi og verður
DAViD MOLESkY Er BANDAríSkur MáLAri. HANN
Lærði HJá ODD NErDruM á íSLANDi Og í NOrEgi
á áruNuM 2006-8, HANN HEFur HALDið SýNiNgAr
VíðSVEgAr uM BANDAríkiN Og í EVrópu. HANN
Býr í NEw YOrk.
davidmolesky.com
odd er þekktur fyrir
myndir af Sjálfum Sér Í
ýmSum hlutverkum. þegar
nýir nemendur koma
Stingur hann oft upp á þvÍ
að þeir máli SjálfSmyndir.
hvÍ? „þú ert ódýraSta módel
Sem völ er á.“
„