Spássían - 2013, Side 58

Spássían - 2013, Side 58
58 að skila áfram af smekkvísi og fegurð. Það snýst um að vera algjörlega náttúrulegur, notandi mælistokkinn. Sjónarhornið verður að vera notalegt og þú verður að vita mikið um líkamsbyggingu. Vera trúr sannleikanum og á endanum mála fallega mynd.“ Síðasta stigið og það æðsta er hið heliosentríska. „rannsókn platons, “ segir hann „sýnir náttúruna aðeins sem afrit af hinum óséða heimi. Kannski sá platon svipmynd af földum heimi. Þegar við horfum á hnettina, sjáum við að það er rými á milli þeirra. Öll formin eru hringir. Það eru engar stífar línur í alheiminum. Mennskur líkami er eins, með sín hringlaga munúðarfullu form. Því fær sá sem rannsakar fortíðina tilfinningu fyrir því að það sé enginn tími eða rými til – aðeins magn í tóminu. rembrandt hafði þennan eiginleika og því eru síðustu verkin hans svona mögnuð, dæmigerð fyrir þann sem nær þessu stigi seint á lífsleiðinni. Da Vinci er annað dæmi um heliosentríska manneskju. fegurðin er heliosentrísk hugmynd. Í hinum vestræna heimi voru það Grikkirnir sem uppgötvuðu fegurðina. Hin sammannlega leit að fegurð er vegna meðfæddrar heliosentrískar þrár innra með okkur. Hnettirnir hreyfast eftir hringjum. Í skissuteikningu frelsar hringurinn okkur svo við getum unnið með gleði. ef við berum gott heliosentrískt verk saman við gott geosentrískt verk er valið einfalt. Það er bara eitt svar. Hringirnir brosa til þín.“ Í heimalandi sínu var Odd uppgötvaður snemma og álitinn undrabarn en fjölmiðlar sýndu honum mikla athygli vegna óvenjulegra viðhorfa hans. Þegar Norðmenn fundu olíu í Norðursjó um miðja síðustu öld breyttist landið úr fábrotinni fiskveiðiþjóð yfir í eitt mesta hagsældarsamfélag í heimi. Á þessum tíma var Odd var um tvítugt. Hann skráði tvö verk í árlega samkeppni í Noregi þar sem dómarar mátu nútímalist. Hið fyrra, „lauslegt verk í anda G. roualt“, skráði hann undir dulnefni, hið síðara var augljóst Nerdrum verk. fyrra verkið vann fyrstu verðlaun. Þegar múgurinn á verðlaunahátíðinni kom saman til þess að fagna nýliðanum sem hafði dúkkað svo skyndilega og hljóðlaust upp á þeirra virtustu listasenu mætti Odd þeim flissandi. Þar keyrði um þverbak! Nokkrir eldri málaranna misstu sig yfir þessu hæðnislega prakkarastriki. Þeir gripu Odd, drógu hann fram á klósett og dýfðu höfðinu á honum ofan í salernið áður en þeir hentu honum út í snjóinn. Odd ræðir um höfnun sína á módernismanum, og þá óvenjulegu leið sem hann hefur kosið að fara. „Ég finn mig ekki í stórum hópum, mér finnst betra að þekkja eina manneskju í einu.“ eftir að hafa vera hrakinn úr listaakademíunni í Osló „eins og barinn hundur“ flutti Odd sig í akademíuna í Dusseldorf og lærði hjá Joseph bueys. Deildin var þá full af konseptlistamönnum og nokkrum málurum sem máluðu abstrakt. Samnemendur Odds uppnefndu hann Zorn, sem er þýska orðið yfir reiði en einnig nafn á sænskum málara sem þekktur var fyrir að mála íturvaxin mótív. Þegar samnemandi bað Odd að taka þátt í gjörningi sem tákna átti endalok málverksins – og fólst í því að byssa væri dregin úr hulstri og henni miðað að höfði Odds – fann hann að hið akademíska umhverfi væri ekki heppilegasti staðurinn fyrir hann. „Mér hefur fundist ég vera í útlegð allt mitt líf. Ég er að gera bók um það núna ásamt sonum mínum, við köllum hana Crime and Refuge (Glæpur og flótti). Mér líkar ekki við þennan nýja vin siðmenningarinnar, prozac. Siðmenntaður maður í dag þekkir ekki lengur fídías eða Hómer. Þess konar siðmenning hefur ítrekað ráðist að mér. Þess vegna sæki ég aðeins í félagsskap fárra, þeirra sem ég get „lítillega treyst“.“ Nýverið var Oddur dæmdur til fangelsisvistar vegna skattabrota, listaheiminum til mikillar hneykslunar. Þetta var þungur dómur, nær þriggja ára vist. Sem betur fer ógilti Hæstiréttur Noregs dóminn fyrr á þessu ári. Málið verður tekið upp að nýju þar sem ný gögn styðja málsvörn Odds, sem segist hafa verið margskattlagður fyrir sömu tekjurnar. Hvernig væru verk Odds ef norskir fjölmiðlar og almenningur hefðu ekki gert hann að þeirri Grýlu sem raun ber vitni, þennan ljóshærða Drakúla sem papparassar gulu pressunnar elta á röndum? Þótt Odd forðist eins og hann getur að ræða stjórnmál og heimspeki nútímans þá býr hann yfir djúpstæðu stolti vegna norræns uppruna síns. „Vandamálið er ekki fólkið, heldur stjórnvöld,“ segir hann, „ef mamma þín ber þig illilega, er hún samt mamma þín og þú afsakar hana aftur og aftur.“ Uppreisn Odds gagnvart ríkjandi straumum hefur áhrif um allan heim, eins og kjölfar á risavöxnu skipi. innblástur hans hefur borist til bandaríkjanna þar sem vaxandi hópur fylgismanna leitar leiða til þess að mála tilfinninga- og sögulega hlaðin málverk. Odd viðurkennir að sú hreyfing sé nokkuð merkileg. „Margt ungt fólk er farið að vinna í anda miklu meistaranna, og sumt þeirra er mjög hugrakkt.“ ViðTaLið birTiST fYrST Í TÍMariTiNU JuxtApoz 14. aprÍL 2013. uppreiSn oddS gagnvart rÍkjandi Straumum hefur áhrif um allan heim, einS og kjölfar á riSavöxnu Skipi. innbláStur hanS hefur boriSt til bandarÍkjanna þar Sem vaxandi hópur fylgiSmanna leitar leiða til þeSS að mála tilfinninga- og Sögulega hlaðin málverk. „

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.