Spássían - 2013, Side 64

Spássían - 2013, Side 64
64 Kjaftasaga um koss ýtti þér út í að gera sjálfri þér þetta? Nei. Kjaftasaga um koss eyðilagði minningu sem ég hafði vonað að yrði einstök. Kjaftasaga um koss kom af stað sögum sem annað fólk trúði og brást við. Og stundum getur kjaftasaga um koss hlaðið utan á sig eins og snjókúla (bls. 35-36) en það var fleira sem gerðist en sakleysislegur koss: Orðrómur, háðsglósur, lygar, orðspor og meira að segja nauðgun. allt tengist þetta innbyrðis. „allt … hefur áhrif á allt annað“ (204). framkoma okkar í garð annarra og áhrifin sem gjörðir okkar hafa skipta líka miklu máli í Bekkjarrósinni. Charlie eignast kærustu, Mary elizabeth, en þótt hann geri allt hvað hann getur til að þóknast henni reynist það mjög erfitt vegna þversagnakenndra krafa hennar og óska. að lokum hætta þau saman og nokkrum mánuðum síðar lýsir hún Charlie sem karakter- og sálarlausum einstaklingi. Charlie er afskaplega sár en áttar sig þó á tvennu: Í fyrsta lagi sér fólk og metur annað fólk út frá eigin hagsmunum og hvaða áhrif það hefur á það sjálft, án þess að hugsa um tilfinningar þess; rétt eins og Mary elizabeth gerði með framkomu sinni í garð Charlie. Í öðru lagi áttar hann sig á því að þótt hann reyni að haga sér eins og hann telur að aðrir vilji, og sé ekki endilega hann sjálfur, hefur það ekki alltaf góðar afleiðingar. framkoma annarra í garð Hönnu leiðir til þunglyndis hennar og lokum sjálfsvígs. Skólafélagar og vinir hafa ekki reynst henni vel og hið sama er að segja um Charlie í upphafi bókar. Þá skrifar hann fyrsta bréfið til hins nafnlausa viðtakanda einmitt vegna þess að hann er að fara að hefja menntaskólagöngu sína og er, eins og hann orðar það, „mjög hræddur“ (14). Þessi ótti reynist þó ástæðulaus og Charlie eignast vini, systkinin patrick og Sam, og finnst hann í fyrsta skipti eiga einhvers staðar heima, tilheyra hópi í stað þess að standa upp við vegg á meðan aðrir skemmta sér. Hann lærir líka, einkum í gegnum patrick, að stundum verður maður hreinlega að vera með, gera eitthvað: „Hugsarðu alltaf svona mikið, Charlie?“ „Er það slæmt?“ Ég vildi bara að einhver segði mér sannleikann. „Ekki endilega. En það er bara þannig að stundum notar fólk það að hugsa sem afsökun fyrir því að taka ekki þátt í lífinu.“ „Er það slæmt?“ „Já“. „Ég held samt að ég taki þátt. Heldurðu það ekki?“ „Thja, dansarðu á þessum böllum?“ Charlie neyðist til að viðurkenna að það geri hann ekki. að danSa Charlie horfir á lífið án þess að taka þátt en það var aldrei horft á Hönnu baker. enginn talaði við hana, hlustaði eða skildi og smám saman gafst hún upp. Þegar Clay hefur hlustað á allar spólurnar ásakar hann sjálfan sig fyrir heigulsháttinn, fyrir að hafa verið: „Of hræddur til að tala við hana aftur. Of hræddur til að reyna“ og hann hugsar með sér að með dauða hennar „hurfu tækifærin að eilífu“ (287). Þó er von. Á sama tíma og Clay lítur í kringum sig í skólanum og sér draug Hönnu í hverju horni kemur hann auga á Sky, stúlku sem horfir niður fyrir sig, sveigir framhjá fólki og biðst afsökunar: Í strætó í gærkvöldi fór ég án þess að tala við Sky. Mig langaði að tala við hana, ég reyndi það. En ég leyfði henni að láta samtalið deyja út. Á síðustu árum hefur hún lært að forðast fólk. Alla. Ég færi mig frá skápnum og horfi á eftir henni. Mig langar að segja eitthvað, kalla nafn hennar, en ég kem ekki upp orði. Eitthvað segir mér að láta eins og ekkert sé, snúa mér undan og þykjast upptekinn. Gera hvað sem er annað þar til næsti tími byrjar. En Sky gengur einmitt eftir ganginum þar sem ég horfði á eftir Hönnu hverfa í síðasta sinn fyrir tveimur vikum. (289) Clay tekur ákvörðun. Hann ætlar ekki að horfa upp á Sky breytast í aðra Hönnu og hann leggur af stað á eftir henni, þrátt fyrir að vera hræddur, feiminn og óttast mistök – en hann finnur líka fyrir annarri tilfinningu, von. Það er líka von, í bland við ótta, sem einkennir síðustu síður Bekkjarrósarinnar. Undir lok bókar kemur ljós að Helen, uppáhaldsfrænka Charlies, hafði misnotað hann árum saman og að þessu komast lesendur þegar Charlie KOSTIR þESS að VERa BEKKJaRRóS er Að ForMinu tiL HeFðbunDin ÞroSkASAGA eðA biLDunGSroMAn oG AuGLjóS áHriF eru í Henni Frá BJaRGVæTTINuM í GRaSINu – SeM CHArLie LeS oG tALAr uM í bókinni. rAunAr MinniSt CHArLie á FjöLDA SkáLDSAGnA oG kvikMynDA LíkA SeM HAFA áHriF á HAnn, HAnn LeS eðA SkriFAr jAFnveL ritGerðir uM Þær. HÉr Má neFnA PéTuR PaN, HaMLET, THE GREaT GaTSBy, WalDEN oG TO KILL a MOcKINGBIRD.

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.