Spássían - 2013, Qupperneq 65

Spássían - 2013, Qupperneq 65
65 lendir í kynferðislegum aðstæðum sem hann ræður ekki við og fær áfall sem verður til þess að hann lendir á geðsjúkrahúsi. Charlie rifjar upp að Helen var sjálf fórnarlamb ofbeldis og misnotkunar. Orð Hönnu úr Þrettán ástæðum eiga hér vel við: „allt .. hefur áhrif á allt annað“. Charlie ákveður hins vegar að það þýði lítið að leita að sökudólgum í hverju horni, slíkt muni ekki leiða til neins. Hann fyrirgefur frænku sinni og er ekki viss um að hann eigi eftir að hafa tíma til að skrifa fleiri bréf, þar sem annað ár hans í menntaskóla er að hefjast – „Ég gæti verið of upptekinn við að „taka þátt“,“ skrifar hann að lokum. Hann hefur lært að það er óþarfi að óttast lífið, hann hefur séð kosti þess að standa á fætur og taka þátt í því sem gerist á dansgólfinu í stað þess að vera bekkjarrós. Og það er allt í lagi að dansa þótt enginn bjóði manni upp. bæði Bekkjarrósin og 13 ástæður eru uppfullar hormónum, sorg, kvíða, þunglyndi, gleði, ásökunum, ást, vonbrigðum, söknuði og fleiri og fleiri tilfinningum. Þetta kemur þó ekki á óvart, unglingabækur eru oft ansi yfirdrifnar hvað tilfinningar varðar – svo mikið að oft þykir lesendum nóg um. Um bók Chboskys mætti jafnvel nota tískuorðið „tilfinningaklám“ en 13 ástæður er öllu hófstilltari. boðskapur beggja bóka er, eins og gjarnan í barna- og unglingabókum, góður. bent er á nauðsyn þess að vera maður sjálfur og fá að vera maður sjálfur án afskipta, stríðni eða eineltis frá öðrum. Um leið er lögð áhersla á bregðast við, gera eitthvað í stað þess að horfa á, standa fyrir sínu og standa með öðrum þegar á þá er ráðist. „SJúkAr uNgLiNgASögur“ Bæði Þrettán ástæður og Kostir þess að vera bekkjarrós hafa hlotið lof gagnrýnenda og verðlaun í flokki unglingabóka og í ljósi þessa vekur sérstaka eftirtekt að Bekkjarrósin vermdi topp tíu sætin á lista Bandarísku bókasafnssamtakanna yfir bannaðar bækur á tímabilinu 2004–2009. Þar keppti hún við bækur á borð við Harry Potter-seríuna, Bjargvættinn í grasinu, Kaftein ofurbrók, Mýs og menn, Purpuralitinn og Ljósaskiptabækurnar svo dæmi séu nefnd. Ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir banninu eru m.a. umfjöllun um viðhorf til eiturlyfja, samkynhneigðar, sjálfsmorða og trúarlegra málefna auk þess sem hefðbundnum fjölskyldugildum sé kastað fyrir róða og málfarið sagt of gróft. Þrettán ástæður hefur ekki ratað á svipaða lista en hefur þó verið legið á hálsi fyrir að teljast til „sjúkra unglingasagna“ eða „teen sick-lit“, bóka sem upphefja og rómantísera sjúkdóma, sjálfsmorð og sjálfsskaða. Vissulega er ekki gott að upphefja eiturlyfjanotkun eða sjálfsmorð eða líta þetta tvennt rómantísku ljósi og líta sumir á þessi umfjöllunarefni sem óviðeigandi og skaðleg ungu fólki. Til eru bókabúðir sem neita að selja bækur af þessum toga og bókmenntarýnar sem neita að fjalla um þær. Með þessu er hins vegar verið að gera lítið úr lesendum á unglingsaldri, en gert er ráð fyrir að þeir (og yfirleitt er reiknað með frekar einsleitum hópi) ráði ekki við að lesa um efni af þessum toga, hafi ekki þroska til að greina í sundur t.d. rétt og rangt, raunveruleika og skáldskap, æskilega hegðun og óæskilega hegðun. Bækur eiga að fjalla um það sem er óþægilegt, hættulegt, slæmt og erfitt – alveg eins og þær fjalla um það sem er gott og fagurt. Þetta á bæði við um bækur fyrir yngri og eldri lesendur. Það sem skiptir hins vegar máli er meðferð efnisins, hvernig höfundurinn tekur á viðfangsefni sínu og leysir úr því. Stundum tekst það vel og stundum ekki og unglingar verða að fá frelsi til að meta það upp á eigin spýtur. Emma Watson, Logan Lerman og Ezra Miller í hlutverkum sínum í kvikmyndinni The Perks of being a Wallflower
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.