Spássían - 2013, Síða 66
66
YFIRLESIÐ
Í FrAMANDi HEiMi
Oblivion kom í kvikmyndahús
í apríl 2013 og var leikstýrt af
Joseph Kosinski. Í upphafi kemur
fram að mörgum áratugum eftir
að geimverur eyða jörðinni í
stríði reynir mannkynið að bjarga
þeim auðlindum sem enn eru
nýtanlegar áður það flytur sig um
set og stofnar nýlendu á Titan.
Jack og Julia tóku að sér fimm
ára verkefni við að hafa eftirlit
með framkvæmdum og sá tími
er næstum á enda. Á daginn
ferðast Jack um berangurslegt
landið í glæsilegri flaug, gerir
við róbota og reynir að forðast
illvígar geimverur á meðan Julia
stjórnar för hans undir leiðsögn
yfirstjórnar sem er staðsett á
sporbaug um jörð. Á kvöldin elskast
þau í nýtískulegu glerhúsi, taka sér
sundsprett í glerlaug ofar skýjum
og hlakka til að hefja nýjan kafla
í lífi sínu á nýlendunni. Hvorugt
þeirra man nokkuð frá því áður
en þetta fimm ára verkefni hófst
enda minniseyðing nauðsynleg
varúðarráðstöfun ef geimverurnar
skyldu ná að handsama þau. Líf
þeirra er einfalt, í föstum skorðum
og markmiðin skýr. Þar til einn dag
er björgunarhylki fellur til jarðar og
kemur tilveru þeirra í uppnám.
Veröld þeirra Jacks og Juliu er
eins og klippt út úr lífsstílstímariti;
áferðarfalleg og fullkomin. Julia
er hin fullkomna kona, Jack hinn
fullkomni karl. Þau njóta aðstoðar
háþróuðustu tækni og búa sig
undir dvöl á annarri plánetu.
Lífið er bæði spennandi og fyllt
fyrirheitum. En undir yfirborðinu
er Jack ekki ánægður. Í draumum
birtist honum önnur kona en sú
sem hann deilir nóttunum með og
hann kemur upp fábrotnu heimili
í leyndum kofa í djúpum dal. Þar
hlustar hann á rokk og æfir sig í
körfubolta og reynir að gleyma
tæknidrunum og hetjudáðum sem
eru hluti af hans daglega lífi. Innst
inni er Jack fábrotinn maður sem
sækist eftir hinu einfalda og örugga
og afneitar hinu vísindalega.
Hamingjan er fólgin í því sem er
þægilegt og kunnuglegt –: Góðri
bók, vinsælli íþrótt, mat sem hann
veiðir sjálfur, eiginkonu og barni.
Og hann er tilbúinn að fórna hverju
sem er til að gera þann draum að
veruleika.
Þú Og Ég Við EruM kLóN
Árið 2009 kom út kvikmyndin
Moon í leikstjórn Duncan Jones.
Þar segir frá Sam sem er að ljúka
þriggja ára vinnutörn á tunglinu og
bíður eftir að komast aftur til jarðar
að hitta konu sína og barn. En áður
en að því kemur vaknar hann við
þann vonda draum að allt hans
líf er blekking. Þegar hann lendir
í slysi við störf sín er annar Sam
vakinn úr geymslu og látinn taka
við störfum hans. Og það sem verra
er – þetta er ekki í fyrsta sinn og
hvorugur þeirra hinn upprunalegi
Sam. Þessar tvær útgáfur af sama
manninum reyna síðan að finna
leið til að ná áttum og komast út úr
þessum ógöngum.
Moon og Oblivion eiga margt
sameiginlegt þótt umfang og
stefnur þessara tveggja mynda
séu gjörólíkar. Báðar fjalla þær um
menn sem hafa tekið að sér einhæf
störf fjarri mannabústöðum,
starfstíma þeirra er senn lokið,
þeir láta sig dreyma um betra líf
sem bíður þeirra á nýjum stað
og báðir vakna þeir upp við þann
vonda draum að þeir eru klón
og endurnýjaðir með reglulegu
millibili. Bæði fortíð þeirra og
framtíð er blekking ein og það
er undir þeim komið að gera
eitthvað til að breyta annars
óumflýjanlegum örlögum sínum.
Hvernig þeir fara að því og hversu
Hversdagslegar hetjur
og öflin sem stjórna þeim
ÞAð er ekki Lítið á HetjurnAr LAGt. Þær bjArGA
prinSeSSuM oG pLánetuM, kónGSveLDuM oG
kApítALiSMA – oG biðjA uM Lítið í StAðinn. AðeinS
viSSunA uM Að Þær eru Að vinnA ÞArFt verk oG
HeiMinuM HeFur verið bjArGAð – uM Sinn. eðA HvAð?
kAnnSki viLjA Þær bArA venjuLeGt LíF oG Að ráðA
örLöGuM SínuM. eF Hin StjórnAnDi öFL LeyFA.
draumur hins
djarfa manns
þessi grein
inniheldur
SPOILEr
Eftir ástu gísladóttur