Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 10
10 20. mars 2020FRÉTTIR Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR HÚSFÉLAGSINS Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! Dauðans alvara „Kórónavírusinn hefur sett heiminn á annan endann og Bandaríkjamenn fara ekki varhluta af því,“ segir kvikmynda- og sjónvarpsframleiðandinn Margrét Hrafnsdóttir. Margrét býr ásamt eiginmanni sínum, Jóni Óttari Ragnarssyni, í Palm Desert í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún segir heimsfaraldurinn hafa haft víðtæk áhrif í Bandaríkjunum, sem og annars staðar í heiminum. „Hver vika síðan vírusinn braust út hefur fært meira af vondum fréttum og breytingum á daglegum lífs- háttum fólks enda vírusinn dauðans alvara. Nú hefur veitingastöðum, heilsuræktarstöðvum, klúbbum og börum verið lokað en skólum var lokað í síðustu viku. Það er hægt að fá heimsendan mat eða sækja og mat- vöruverslunum er nú lokað nú fyrr svo starfsfólk geti fyllt þær eftir hvern dag. Yfirvöld hamra á því að það sé ekki hætta á fæðuskorti og búðir séu fylltar daglega, en það dugir ekki til og það hverfur flest úr hillunum á nokkrum klukkutímum! Þeir segja þetta vera orðið á við tvöfalda jólavertíð!“ Þá segir Margrét að Bandaríkjamenn taki ástandinu með stóískri ró. „Ameríkanar og Kaliforníubúar taka þessu að mestu leyti með stillingu og auðmýkt eins og maður upplifir fólk gera alls staðar annars staðar. Við erum vanmáttug gagnvart slíkri ógn sem varla sést, því veiran er svo smá að hún varla sést í venjulegri smásjá. Lífið hér í eyðimörkinni er eflaust þægilegra en víða því hér er sól og gott veður og nóg pláss eins og á Ís- landi. Það fer vel um okkur, en það er á svona tímum sem það er erfitt að vera fjarri fjölskyldunni. Það eru auðvitað margir óttaslegnir og óvissan í kringum þetta er mikil, en það birtir upp með vorinu og þetta mun ganga yfir og flestir lifa þetta af sem er mikilvægast. En við getum öll með sanni sagt að við lifum á sögulegum tímum.“ Fólk er almennt rólegt „Vissulega hefur þetta ástand mikil áhrif. Það snýst allt meira og minna um COVID-19 í okkar störfum. Óþægileg tilfinning, en við höldum ró okkar,“ seg- ir Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands á Indlandi. Hann segir ástandið þar í landi vera þokka- legt miðað við aðstæður, og það eigi líka við umdæm- islönd sendiráðsins, Nepal, Srí Lanka og Bangladess. „Afar fá smit afa verið greind af COVID-19 hér í Ind- landi, sem telur 1.300 milljónir íbúa. Í morgun voru smitin um 140 talsins, sem ýmsum fræðimönnum finnst „óþægilega“ lág tala og að miklu fleiri hljóti að vera smitaðir. Aðeins eru skimaðir þeir sem eru með sterk einkenni veirunnar og skimanir því aðeins um 9 þúsund. Indland hefur verið lokað fyrir útlendingum í meira en viku og reglur hafa verið settar um samkomu- bann. Sendiráðið hefur staðið vaktina og aðstoðað ís- lenska ríkisborgara við að komast heim. Það getur þó verið snúið því flest flugfélög hafa lagt af ferðir til Evrópu. Blessunarlega eru þó ekki margir íslenskir rík- isborgarar á Indlandi,“ segir Guðmundur. „Áhyggjur fólks eru þær helstar, að taki veiran við sér hér í þessu fjölmenna landi, þá verði illviðráðan- legt að eiga við ástandið. Heilbrigðiskerfið sé engan veginn undir slíkan faraldur búið. Mörg evrópsk sendi- ráð í Delí hafa þegar sent fjölda diplómata og fjölskyld- ur þeirra til síns heima af ótta við það sem koma skal. Indverskt starfsfólk sendiráðsins íslenska og flestra vestrænna sendiráða starfar að miklu leyti heima hjá sér til að forðast návígi við fólk.“ Þrátt fyrir að aðstæðurnar kalli á hræðslu og óöryggi segir Guðmundur að flestir séu nokkuð rólegir. „Það er ótti við það ef hræðsla grípur um sig – hvað þá ger- ist. Borgaralegur órói og óeirðir? En ennþá er allt með kyrrum kjörum. Við höfum náð í alla Íslendinga á okk- ar svæði, sem við þekkjum til. Margir eru farnir, aðrir eru á leið heim og svo eru þeir sem halda hér heimili og verða kyrrir.“ Reiðir kúnnar og stressað afgreiðslufólk „Ég talaði við póstburðarmanninn okkar í morgun þegar hann kom með póstinn og við vorum sammála um að ástandið væri slæmt, en við þyrftum að halda í vonina og reyna að vera bjartsýn,“ segir Hulda Björns- dóttir sem búsett er í smábænum Penela í Portúgal. „Faraldurinn hefur haft mikil áhrif hér. Það eru öll einkarekin fyrirtæki lokuð, hárgreiðslustofur, litlir súpermarkaðir og yfirleitt öll fyrirtæki sem rekin eru af einkaaðilum. Það er kínversk verslun hér sem alla jafna er opin alla daga, frá morgni til kvölds, og hún er lokuð núna. Fólk er ekki á ferli og þegar ég fór í göngu í gær mætti ég nokkrum bílum, en ekki gangandi fólki, sem er óvenjulegt. Fólk heldur sig inni.“ Hulda segir andrúmsloftið misjafnt, sumir séu ótta- slegnir, aðrir reiðir. „Ég fór í súpermarkaðinn, stóran, Mini preso, hér í bænum, og þar er mjög einkenni- legt andrúmsloft. Afgreiðslufólkið er að störfum, en með hanska. Hillur eru ekki tómar, en farið að minnka í þeim. Matsölustaðurinn er tómur, litlu búðirnar eru lokaðar, örfáir bílar á planinu og ég varð vitni að því að einn af örfáum kúnnum inni í markaðnum varð mjög reiður og rauk út án þess að taka með sér vörurnar. Af- greiðslufólkið er stressað, á því leikur ekki nokkur vafi. Allar litlu búðirnar í þessum markaði eru lokaðar.“ Hún segir faraldurinn hafa haft mikil áhrif á dag- legt líf hennar, rétt eins og allra annara. „Dagleg rútína er fyrir bí. Ég fór reglulega í líkamsrækt, hún er lokuð. Ég get ekki heimsótt vini mína því allir eru hræddir, en við höfum samband í síma eða í gegnum miðlana. Facebook og Messenger eru lífæð sumra. Ég veit ekki hvernig fer til dæmis með mat ef þetta ástand varir lengi. Ég fer út að ganga og reyni að halda mér í líkam- legu formi þannig og svo leitast ég við að vera jákvæð og gera það sem ég get til þess að fólkið sem ég um- gengst láti ekki hugfallast. Þetta er vont, og óvissan og hvernig allt snýst alls staðar um þetta mál er enn verra. Það er þó enn hrikalegra fyrir okkur sem búum erlend- is hvernig gengið er að drepa okkur þessa dagana. Það er spurning hvort fólk sé áhyggjufyllra varðandi gengið en veiruna?“ Margrét Hrafnsdóttir Hulda Björnsdóttir Guðmundur Árni Stefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.