Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 14
14 FÓKUS 20. mars 2020 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt „Í hans heimalandi sjá karlar ekki um börnin“ Upplifun foreldra af því að eiga börn af blönduðum uppruna S onur minn hefur til dæmis sagt við mig áður að hann vilji ekki vera brúnn. Mér þótti mjög leiðinlegt að heyra það og reyndi að segja hon­ um að allir væru fallegir og flott­ ir alveg sama hvernig maður lítur út,“ segir íslensk kona sem á barn með hörundsdökkum manni. Árið 2018 voru 9 prósent barna á Íslandi skráð með eitt íslenskt og eitt erlent foreldri og teljast því af blönduðum uppruna. Ís­ lenskar mæður telja að þeirra eigin forréttindi yfirfærist sjálf­ krafa á börnin þrátt fyrir reynslu barnsfeðra þeirra af rasisma og fordómum gegn dökku litarhafti á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöð­ um lokaverkefnis Önnu Árna­ dóttur í meistarnámi við Mennta­ vísindasvið HÍ, en í tengslum við verkefnið kannaði Anna reynslu­ heim hvítra, íslenskra mæðra sem hafa eignast börn með hör­ undsdökkum mönnum af erlend­ um uppruna. Taka meiri ábyrgð á uppeldinu „Þegar ég sat einn áfanga í Há­ skólanum komu ástandsárin á Ís­ landi eitt sinn upp í umræðu og heyrði ég þá í fyrsta sinn af þeirri stefnu Íslendinga að vilja ekki „litaða“ hermenn til Íslands, því ákveðnir stjórnmálamenn vildu ekki menga íslenska genameng­ ið. Mér varð þá hugsað til æsku­ vinkonu minnar sem var kölluð „kanamella“ fyrir það eitt að vilja djamma með þeim og eiga þar kærasta. Í gegnum hana frétti ég af fleiri stúlkum sem fengu þetta neikvæða viðurnefni fyrir að verja tíma með hermönnunum og ég heyrði ýmsar niðurlægjandi sög­ ur af framkomu íslenskra ung­ menna gagnvart vinkonu minni og hennar vinahóp. Þótt ég hafi ekki upplifað þetta sjálf, hefur þetta alltaf setið í mér og ég viðurkenni að það hafi haft áhrif á fyrirfram gefnar hugmynd­ ir um verðandi þátttakendur þar sem ég tel að fordómar séu ríkj­ andi í reynslu þeirra,“ segir Anna, en í tengslum við rannsókn­ ina ræddi hún við sjö íslenskar mæður á aldrinum 20–49 ára. Þrjár þeirra eignuðust börn með manni frá Afríku, tvær eignuðust barn með manni frá Evrópu, ein með manni frá Asíu og ein með Bandaríkjamanni. Allar mæðurnar í hópnum segjast taka meiri ábyrgð á upp­ eldi barna sinna en feðurnir gera. Ein móðirin, Ásrún, segist finna mun á sér og öðrum íslenskum konum sem hún þekki varðandi sameiginlega ábyrgð foreldra á uppeldi: „Við erum nokkrar hér í um- hverfinu sem erum búnar að vera óléttar á sama tíma og erum búnar að eiga á sama tíma núna, þannig að í samanburði við þær, þú veist ég er náttlega búin að vera [óskiljanlegt] þá er þetta bara mjög svipað náttlega nema auðvitað mennirnir þeirra eru þú veist með börnin og kannski meira til staðar og umm já það er kannski helsti munurinn.“ Þá segir önnur móðir, Hafrún: „Í hans heimalandi sjá karlar ekki um börnin þannig að hann þurfti alveg að venjast því að ég get alveg farið út og hann geti al- veg séð um [son] án þess að það sé eitthvað skrítið eða að hann sé að gera mér greiða.“ Mæðurnar ræða einnig þær jafnréttishugmyndir í uppeldinu sem leiða til „blindu“ á hörunds­ lit. Eyrún, sem á tvo syni með manni frá Afríku, er ánægð með að börn hennar séu með bland­ aðan trúarbragðabakgrunn. „Ég sé þetta sem svo stóra gjöf fyrir þá af því að þeir verða svo rosalega víðsýnir, þeir koma svo út úr þessu sem, þú veist, með rosalega mikla þekkingu á íslam og menningu, þú veist afrísku.“ Fordómar hjá foreldrum Fram kemur í niðursstöðum Önnu að mæðurnar hafi allar reynslu af rasisma og öráreitni hér á landi sem hefur haft áhrif á líðan þeirra. Barnsfeður þeirra sömuleiðis. Tvær af mæðrunum, Ásrún og Eyrún, segja fjölskyldur sínar ekki hafa tekið vel í að þær væru með lituðum mönnum. Eyrún segir að foreldrar henn­ ar hafi á sínum tíma haft fordóma bæði gegn hörundslit manns hennar og trú hans. „… þurftu kannski svoldið að venjast þessu og svo er hann múslimi líka þannig að það hef- ur alltaf flokkað niður með trúna sko, með að vera múslimatrúar, það er að svona kannski einhver svona hindrun í þeirra huga sko hjá foreldrum mínum.“ Fordómar í samfélaginu gagn­ vart útlendingum og/eða hör­ undsdökku fólki virðast vera nokkrir ef marka má upplifun feðranna. Ein móðirin, Hafrún, segir mann sinn til að mynda hafa lent í alvarlegu kynþáttaníði á vinnu­ stað. „Það var eitthvað með það að hann settist í sætið hjá konunni og hún varð reið út af því og æpti á hann held ég þar og svo kom hann heim og þá fékk hann skila- boð frá henni með fullt af mynd- um af öpum.“ „Eru þetta börnin þín?“ Allar mæðurnar hafa einhverja sögu að segja sem endurspeglar rasisma og kynþáttafordóma í ís­ lensku samfélagi. Hafrún segist til að mynda hafa áhyggjur af þeim tíma þegar sonur hennar fer að skilja meira, og að honum fari að líða eins og hann sé eitthvað öðruvísi vegna þess hve margir spyrja um kynþátt föður hans. Ein úr hópnum, Iðunn, nefnir atvik þar sem dóttir hennar henn­ ar varð fyrir barðinu á rasískum ummælum af hálfu bekkjarfélaga síns. „Ég man einhvern tímann eftir þá heyrði ég það utan af mér ekki frá minni sko, þá hafði einhver strákur í bekknum hjá minni elstu verið að segja þú veist hérna „ég er bara hræddur við […] hvað hún sé brún?” … það varð ekk- ert meira af því, það var enginn sem var tilbúinn til þess að styðja þetta eitthvað með hann sko, þannig að þú veist það varð bara að engu, annars hefði ég þurft sko að tala við foreldra og eitthvað svona sko, en þetta voru náttlega bara svona fordómar að reyna kveikja upp eitthvað svona.“ Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.