Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 3
27. árgangur Reykjavík, maí 1967 4. tbl. Sviar fengu sæta hefnd Sænska landsliðið í hand- knattleik kom í heimsókn til Reykjavíkur og lék 2 landsleiki við íslendinga í Iþróttahöllinni í Laugardal 9. og 10. apríl sl. Voru þetta 39. og 40. lands- leikir Islands í handknattleik karla, en 5. og 6. gegn Svíum. Síðast höfðu sænska landsliðið og það íslenzka mætzt í heims- meistarakeppninni í Bratislava 1964, og þá unnu Islendingar 12:10, en áður höfðu Svíar unn- ið þrjá landsleiki við Islend- inga, í Lundi 1950 (15:7), í Borás 1959 (29:16) og í heims- meistarakeppni í Essen 1961 (18:10). Svíar þóttust því eiga harma að hefna á íslendingum fyrir þennan seinasta tapleik, og ákváðu að bjóða liði sínu til Is- lands að heimsmeistarakeppn- inni lokinni í ár, bæði til að jafna um íslenzka landsliðið og ennfremur til að verðlauna liðið fyrir sigurinn í þeirri keppni, ef svo tækist til, sem þeir vonuðu. Sú von brást að vísu, að Sví- ar yrðu heimsmeistarar, þeir Sigruðu íslenzka landsliðið í handknattleik með 16:15 í landsleik í íþróttahöllinni í Laugardal 10. apríl, en daginn áður léku landsliðin jafnteflisleik 21:21. Stefán Sandholt lék af snilld á línunni og skorar hér eitt af 5 mörkum, sem hann setti hjá Ulf Jonsson, sænska markverðinum.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.