Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 16
ast um öxl, en hann gerði það ósjálfrátt. Svo leit hann fram á ný og sá marksnúruna koma smátt og smátt greinilega í ljós, og hann leið áfram í átt að markinu. Hraðinn var enn fljót- andi — hljótt og mjúkt, eins og stórfljót rennur til sjávar . . . „Lovelock vinnur!“ Rödd Abrahams barst eins og hvísk- ur ölvaðs manns. „Fimm metrar, sex metrar. Hann vinnur. Hann er búinn að vinna. Húrra! ...“ Niðri í holu tímavarðanna, fjarri öllu óráðsæðinu, vissu menn ekki, að það var hann, sem siglt hafði heim með sigur- inn — en þeir vissu þegar, að heimsmetið í 1500 m hlaupi hafði verið bætt um heila sek- úndu í 3:47,8 mín„ að síðustu 300 metrarnir höfðu verið hlaupnir á hraða, sem svaraði til 56 sek. á hringinn, 110 m í viðbót á sama hraða, og mílan hefði verið hlaupin á 4:02 mín. Hann rölti áfram fyrir beygj- una, þangað sem þeir höfðu byrjað. Það var ekki af því, að hann væri að hugsa um að hirða gallann sinn við rásmarkið, heldur var hann frá sér numinn af algleymisfögnuði og vildi láta hann endast. Þetta gæti næstum hafa verið draumur, ævintýri. En þá brauzt hávaðinn inn í vitund hans eins og þrumulost — þetta ákafa, drynjandi öskur mannmergðarinnar, sem enn stóð og fagnaði honum. Öskur þessa þýzka mannfjölda, sem hafði sungið Deutschland iiber Alles við hvern sigur heima- manna. Hlaupið var raunveruleiki og það var fullkomið, eins fullkom- ið og hægt hafði verið framast að óska. Cunningham og Beccali höfðu staðið sig stórkostlega, þeir höfðu einnig hlaupið undir heimsmeti. Dásamlegir keppi- nautar báðir tveir. Þeir komu nú að óska honum til hamingju, einnig Jerry Cornes og fleira fólk, myndavélum var beint að honum og spurningar lagðar fyrir hann. „Ég er mjög ánægð- ur“, sagði hann í sífellu, „svo sannarlega mjög ánægður“. Það skipti hann raunverulega engu máli, hvað nú gerðist. Hann var ekki æstur, aðeins ótrúlega sæll. Gleði líkust sólarylnum fyllti sál hans og líkama til innstu róta. Nú varð hann ekki að spyrja sjálfan sig, hvort hann væri ánægður, sannfæra sjálfan sig um, að hann væri ánægður, telja sjálfum sér trú um, að hann gerði of harðar kröfur um það fullkomna. Nei, þetta var einföld, ósegjanleg gleði. Hann mundi hana enn, síðan hann var drengur heima í Timaru. 1 Nýja Sjálandi mundu aðrir menn, sem verið höfðu drengir í Timaru, eftir morgunhlaupun- um í skólanum í kringum stóru húsaröðina, hvemig þeir höfðu alltaf haldið hópinn með Love- lock, þar til kom að sælgætis- búðinni, sem var um það bil 300 metra frá endamarki.... Það var forgangsendurminn- ing. Það voru nokkrir aðrir í Nýja Sjálandi, Englandi og Ameríku, sem áttu slíkar minn- ingar. Það voru fjölskylduvin- imir, sem mundu eftir dreymna tólf ára drengnum, sem fór þegjandi, morguninn eftir lát föður síns, út að höggva eldivið, eins og faðir hans hafði alltaf gert, það var skólafélaginn, sem hafði staðið í morgungrámanum með skeiðklukku í hendi, það var stúdentinn í Oxford, sem fengið hafði að heyra um tak- mörkin tvö, læknisprófið og gullverðlaunin í Berhn. Og svo vom ótal aðrir, sem alltaf hafði fundizt þeir í fjar- lægð og höfðu furðað sig á hon- um. En nú, hvort sem þeir um síðir skildu hann eður ei, gátu þeir ekki annað en dáðst að af- reki hans. Hér sjáum við Nýsjálendinginn Jack Lovelock slíta marksnúruna eftir að hafa hlaupið 1500 metrana á nýjum heimsmetstíma, 3:47,8 mín. Annar I hlaupinu varð Bandaríkjamaðurinn Glen Cunningham á 3:48,4 mín. og þriðji Italinn Luigi Beccali á 3:49,2 mln. 172

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.