Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Síða 28

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Síða 28
ÞJALFUN eftir Gösse Helmér framhald úr apríl-hefti SVEFN Hichard I. Miller, kennari I íþrótt- um og líffærafræði við Illinois-há- skólann, hefur í bréfum sínum til mín fjallað um nokkur íþróttavanda- mál. Meðal annars hefur hann sett fram álit sitt á þýðingu svefnsins fyrir íþróttamanninn. Hann skrifar: „Líffræðilega hefur það ekki verið fullrannsakað, hvernig við sofum, né heldur hefur það verið skýrt út, hvað svefn er, en eitt er víst, að við þurfum allir ákveðið magn af því, sem nefnt er svefn, hvað sem það kann að vera.“ Nákvæm þörf svefns er breytileg fyrir hvern og einn eftir aldri hans og daglegum störfum. Háskólastú- dentinum, sem iðkar íþróttir af kappi, er nauðsynlegt að sofa í 9 tíma, og getur þessi almenna regla verið til hliðsjónar við mat á svefnþörf ann- arra. Reglusemi um svefn er, ekki síður en lengd svefntímans, mjög þýðing- armikið atriði. Alheimurinn er mjög vel skipulagt og kerfisbundið sköp- unarverk. Ár, dagar, nætur, veður- far, árstíðir, sláttur hjartans — allt er þetta hluti af hljóðfalli náttúrunn- ar. Reglusemi um svefn og mataræði semur hljóðfall líkamans, en kerfi mannslíkamans þarf slíkrar stund- vísi við. Óregla eða truflanir á þessu hljóðfalli hindra kerfið í að vinna á þann hátt, sem þarf til hámarks- afreka. Sá ágæti ameríski þjálfari, George T. Bresnahan, segir í bók sinni „Track and Field Athletics": „Mundu, að ekki er til neitt, sem stuðlar í jafn ríkum mæli að góðu líkamsástandi til íþrótta, og mikill svefn“. Stórhlauparar okkar, t.d. Kálarne og Hágg, hafa fengið orð fyrir það, að þeir gætu sofið hvað oft og mikið sem væri. Ástæða þess er mjög ein- föld. Við svefninn fyllast þeir orku- geymar, sem úr er tekið í önnum dagsins og á íþróttaæfingunum. Ef íþróttamaðnr nýtur ekki nægjanlegs svefns, nær hann heldur ekki há- marksárangri. Sú reglusemi, sem líkaminn hefur vanizt, truflast á ferðalögum og við marga keppni. Það er þó sjaldan keppnin sjálf, sem er skaðvaldur, heldur er ástæðan oftast sú, að hljóð- fall likamans truflast þannig, að íþróttamaðurinn fær ekki nauðsyn- lega hvíld og svefn til þess að end- urheimta þá orku, sem hann hefur eytt á langri ferð og í erfiðri keppni. Reglubundinn og nægilega langur svefn er því mikilvægasta atriði þjálfunarinnar. OFÞJÁLFTJN Afreksgeta íþróttamanns takmark- ast verulega, þegar líkamsástand hans einkennist af því, sem við köll- um ofþjálfun. Ofþjálfun má greina í tvennt: andlega og líkamlega. Líkamlegu ofþjálfuninni veldur alltof mikið álag við vinnu og æf- ingar. Iþróttamaðurinn eyðir þá meiri orku en gott fæði og hvíld fá bætt. Þessi ofþjálfun getur komið fram sem þreyta um stundarsakir eða stöðug þreyta um lengra tíma- bil. Allir höfum við reynt þreytu um stundarsakir eftir daglega vinnu, en hana höfum við að jafnaði getað sigrað með einnar nætur svefni eða fárra daga hvíld. Þessi þreyta er eðlileg. Sífelld þreyta eða ofþjálfun, kem- ur á hinn bóginn fram, ef íþrótta- maður, sem orðið hefur eðlilega þreyttur, fær ekki nægjanlega hvíld til endurbyggingar, áður en hann fer að æfa að nýju, eða hann leggur á sig svo erfiðar daglegar æfingar, að meiri orka fer forgörðum en fæða og svefn vinna upp. Það er því skort- ur nægjanlegrar fæðu og of lítil hvild, sem eru meginorsakir stöðugr- ar þreytu. Vogin segir þá til, lík- amsþyngdin minnkar. Nákvæmt þyngdareftirlit er því nauðsynlegt. Maður rekst stundum á íþrótta- menn, sem um stundarsakir hafa glatað áhuga á æfingunum og eru kærulausir og áhugavana. Þeir kvarta undan slæmum svefni, þeir segjast vera þreyttir, þótt þeir hafi ekkert á sig reynt, þeir hafa misst matarlystina o.s.frv. Bezta ráðið i slíkum tilfeilum er fullkomin hvíld og tilbreyting. Þessir íþrótta- menn ættu að halda sig frá íþrótta- vellinum í nokkra daga. Þeir eiga ekki að hefja æfingar að nýju, fyrr en þá fer að langa á æfingu, og þá að æfa létt fyrstu dagana. „Andlega þreytan stafar af ýms- um smá árekstrum í daglegu lífi, sem setjast á sinni manna“, seglr Richard Miller. Kennimerki andlegr- ar þreytu geta verið þau sömu og þeirrar líkamlegu, og þjálfarinn eða íþróttakennarinn verður í báðum tilfellum að leita orsakanna. Orsakir andlegrar þreytu geta verið f járhags- legir erfiðleikar, andstreymi í at- vinnu, upplausn á heimili eða ósætti við unnustuna o.s.frv. Ennfremur getur það komið fyrir, að óréttlæti við úrtöku í landslið, hvort sem það er raunverulegt eða aðeins ímyndun, Irskir meistarar 1965 urðu: 100 y.hl.: Kilpatrick, 9,7 sek. (meðv.) 220 y.hl.: Carson, 21,9 sek. 440 y.hl.: McCleane, 49,3 sek. 880 y.hl.: McCleane, 1:50,3 mín. 1 mílu hl.: Power, 4:20,4 mín. 3 mílu hl.: Graham, 13:57,0 mín. 120 y grhl.: Scott, 15,2 sek. 440 y grhl.: Younger, 56,3 sek. Hástökk: Martin, 1,75 m Stangarstökk: Ball, 4,27 m. Langstökk: Hoffmann, 6,91 m Þrístökk: Morrison, 13,47 m Kúluvarp: Robinson, 13,62 m Kringlukast: Healion, 37,12 m Sleggjukast: Lawlor, 55,32 m Spjótkast: Lawson, 61,37 m. Af þessu sést þó, að Irar eru ekki nærri eins sterkir og Belgíumenn. þótt naumast megi vænta sigurs yfir liði þeirra.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.