Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 21
A 0 0
KR varð Islandsmeistari IR Islandsmeistari
þriðja árið í röð í kvennaflokki
Körfuknattleiksmeistaramót Islands 1967
16. Islandsmótinu í körfuknattleik
er nú lokið. Alls tóku þátt í mótinu
um 400 keppendur í 35 flokkum frá
12 félögum, fleiri en nokkru sinni
fyrr. Alls voru leiknir 80 leikir, og
skoruð stig í mótinu urðu 6.882,
einnig fleiri en nokkru sinni. Var nú
í fyrsta sinn keppt í Laugardalshöll-
inni, og fóru þar fram allir 1. deildar
leikirnir, flestir 2. deildar leikir, svo
og ýmsir aðrir leikir. KKl sá að
venju um framkvæmd mótsins og
KKDl sá um útvegun dómara á leik-
ina. Pórst þessum aðilum framkvæmd
mótsins vel úr hendi, þrátt fyrir
ýmsa örðugleika.
TJrslit í einstökum flokkum urðu
sem hér segir:
M.fl. karla, 1. deild: KR
M.fl. karla, 2. deild: Þór
(Akureyri)
2. fl. karla: KR
3. fl. karla: Ármann
4. fl. karla: Ármann
M.fl. kvenna: IR
2. fl. kvenna: Körfuknatt-
leiksfélag Isafjarðar
Meistaraflokkur karla, 1. deild:
Lokastaðan:
1. KR 11 10
2. IR 11 9
3. KFR 10 4
4. Ármann 10 3
5. IKF 10 3
6. IS 10 2
1 833:515 20 st.
2 690:593 18 —
6 581:604 8 —
7 503:548 6 —
7 524:653 6 —
8 426:644 4 —
KR fór með sigur af hólmi í 1.
deild eftir aukaúrslitaleik gegn IR.
KR-ingar höfðu talsverða yfirburði
í flestum sínum leikjum og urðu
fyrstir til að skora yfir 800 stig í
einu Islandsmóti. Frá byrjun móts-
ins notuðu KR-ingar svæðispressu,
sem gerði mótherjum þeirra mjög
erfitt fyrir, nema ef vera skyldi IR,
sem fann svar við henni, og er þar
eflaust að finna lykilinn að sigri IR
gegn KR í fyrri umferðinni 66:60.
Er líða tók á mótið, hættu KR-ingar
pressunni, en lögðu þeim mun meiri
áherzlu á svæðisvörn sína með góð-
um árangri. Beztu leikir KR voru
gegn IR í tveim síðustu leikjunum.
Þetta er í 3. sinn i röð sem KR
sigrar í Islandsmótinu og unnu þeir
þar með til eignar veglega styttu,
sem gefin var af Pan American Air-
ways-flugfélaginu.
ÍR-ingar fengu ekki það út úr
mótinu, sem efni stóðu til í upphafi
þess. Flesta leiki fyrri umferðar
vinna þeir með um 20 stiga mun og
með glæsilegum leik sigruðu þeir KR
í fyrri umferð, og var það bezti leik-
ur þeirra í mótinu. Ekki náði liðið
eins vel saman i leikjum seinni um-
ferðar, og var stundum eins og ann-
að lið væri í keppninni, t.d. leikur-
inn við Ármann og Stúdenta, svo
og tveir síðustu leikirnir gegn KR.
En geta má þess jafnframt, að M.fl.-
lið iR hefur yngzt óeðlilega mikið
upp á síðkastið og má því segja, að
þar sé að finna efnilegasta M.fl.-liðið
í dag, og mega þeir þvi vel una sín-
um hag.
KFR náði 3. sæti í mótinu, og er
það einum leikmanni þeirra að þakka,
að öðrum ólöstuðum, nefnilega Þóri
Magnússyni, sem skoraði samtals
311 stig í þessu móti (i 10 leikjum),
eða fleiri en nokkur annar leikmað-
ur til þessa. Hann setti einnig stiga-
met einstaklings i einum leik, 57 stig,
sem er mjög gott afrek. En það er
ekki nóg. Sóknarleikurinn verður að
grundvallast af kerfisbundnum leik
Islandsmeistarar KF Isafjarðar i 2. flokki: Sitjandi f. v.: Sigríður Níelsdóttir,
Guðríður Sigurðardóttir, Sigríður Einarsdóttir. Krjúpandi f. v.: Lúðvík P.
Jóelsson, form., Elín Jóhannsdóttir, Kolbrún Leifsdóttir, Stefanía Finn-
bogadóttir, Hallveig Finnbogadóttir, Þröstur Guðjónsson þjálfari.
177