Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 14
að gerast — og hann var tilbú- inn. Og strax og Jerry slappaði af og enginn annar sýndi sig líklegan að taka forystuna, tók Cunningham að færa sig utar og burt frá hlið hans. Hann fylgdi eftir, snerti Cunningham næstum því og gat rétt forðazt Beccali, sem einnig tók kipp, ruddist gegnum hópinn og í sveig út fyrir og fram í fremstu víglínu. Svo Cunningham ætlaði ekki að láta draga úr hraðan- um, Járnkarlinn ætlaði að þvinga þá áfram. Það, sem Lovelock hafði verið að vona, var, að 1200 m yrðu hlaupnir á 3:04 mín. Ef til vill hafði fyrsti hringurinn verið hlaupinn hæg- ar en Jerry hafði ætlað. Hann gat ekki vitað það — millitímar voru ekki gefnir upp. „Tíminn á fyrsta hring“, skýrði Harold Abrahams á- heyrendaskara BBC-útvarps- stöðvarinnar frá, „var 61,4 sek. En sennilega verður það ekki opinberi tíminn“. Tíminn, sem þýzku tímaverð- irnir tóku, niðurgrafnir í holum sínum rétt fyrir innan hlaupa- brautina með hlífar fyrir eyrum, var 61,5 sek.... Cunningham hljóp með löng- um, jöfnum skrefum fyrir fram- an hann, og virtist sterkur, — en samt fannst honum hraðinn ekki úr hófi. Hann var sér þess meðvitandi, að önnur vera strit- aði við hlið hans - Schaumberg, Þjóðverjinn, og hann fann enn betur, að Beccali var beint fyrir aftan hann. Beccali, sem hafði haldið sig aftarlega í hópnum í byrjun, og svo fylgt honum fram í hópnum á sama augna- bliki og hann hafði sjálfur elt Cunningham. Svo þeir voru þarna saman — í röð, einn reiðu- búinn til að stjórna þessari hröðu ferð, og hinir engu fegn- ari en að mega fylgja í kjöl- farið. „Cunningham hefur foryst- una“, sagði Abrahams, „með Lovelock í öðru og Beccali í þriðja sæti. — Herra minn trúr — þetta verður aldeilis keppni, þegar þeir koma á síðasta hring . ..“. Ef til vill dró Cunningham aðeins úr hraðanum á leiðinni upp beinu brautina og inn í fyrri beygju á ný. En ef til vill fannst honum þetta aðeins, vegna þess hvað hann sjálfur hljóp sér létt. „Cunningham hefur for- ystu“, hélt Abrahams áfram. „Lovelock hleypur mjög fal- lega og er prýðilega staðsett- Þeir fóru aftur yfir rásmark- ið, 800 m lokið. Hann hefði gjarnan viljað vita millitímann. „Tímanum á 800 m náði ég ekki“, sagði Abrahams. „Mér þykir það leitt — en spenn- ingurinn ....“. Þeir opinberu tímaverðir lásu 2:05,2 mín. af klukkunum — annar hringur hafði verið hlaupinn á 63,7 sek. — mun hægar en sá fyrsti. Honum hafði virzt vera farið hægt, hann hafði það á tilfinn- ingunni, að farið væri hægt. Hvernig fæturnir grátbáðu um að vera nú leystir úr viðjum — en hann mátti ekki hlusta á þá. Þess var heldur engin þörf, því nú tók Cunningham að herða á hlaupinu. Svíinn Ny birtist allt í einu í allri sinni lengd við hlið þeirra, og hljóp að vanda sín- um langt utan á hópnum fyrir beygjuna. Hraðinn varð nú all- ur meiri. Hann gleymdi, að Ny var þarna, einbeitti sér að því að halda sig með Cunningham. Hann lokaði bilinu milli þeirra alveg. Og enn fann hann ekkert til erfiðis. „Cunningham hleypur enn fyrstur“, lýsti Abrahams. „Lovelock rétt fyrir aftan hann, í alveg sömu stöðu og hann hafði vestur í Banda- ríkjunum fyrir ári — við skulum vona, að úrslitin verði þau sömu . ...“. En nú flutti Ny sig dálítið framar, á hlið við Cunningham, og þeir tveir hlupu samsíða upp beinu brautina. Hann fann, að Beccali var að nálgast fyrir aft- an hann og að hópurinn þétt- ist, farinn að ókyrrast. Hann skauzt þá aftur fyrir Ny, og þessi snögga hraðaaukning virt- ist strax hafa sömu áhrif á fætur hans og benzíninngjöf á bifreið, hann tók að langa í sprettinn. Ny hélt áfram fram- hjá Cunningham og tók foryst- una. Og nú var bjöllunni hringt. Nú átti hann tækifærið að þjóta fram úr, hann var á hlið við Cunningham, en utar. En þegar hann leit sér til vinstri handar, gat hann séð, að Cunningham beið þess nú aðeins, að hann færi fram úr, því þetta væri aug- ljósasti staður til að taka for- ystu, þegar síðasti hringur var að hefjast. Nei, hann skyldi bíða. Hann gat fundið á sér, að enn betra tækifæri biði hans á sjálfri beygjunni. „Lovelock hleypur algjör- lega rétt, eins og er!“ hróp- aði Abrahams í kapp við drynjandi öskur mannfjöld- ans. „Áfram Jack!“ Hann hljóp áfram utan á og vítt inn í beygjuna, Cunning- ham innan við hann, en Ny að- eins framar. Hann virtist hafa Cunningham króaðan af við hlið sér og aftan við Ny. Hann fann sig nú hafa vald á hlaup-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.