Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Page 30

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Page 30
ÍÞRÓTTAANNÁLL 1967 M ARZ 12. Karólína Guðmundsdóttir, KA, varð Akureyrarmeistari í svigi á 75,1 sek. (næsta: 152,9 sek.) og þar með einnig í Alpatvíkeppni, þar sem hún hafði áður sigrað í stórsvigi. Sömu sögu er að segja um ívar Sigmundsson, KA, sem nú sigraði í svigkeppninni á 110,8 sek. (næstur 113,9 sek.), en hafði áður borið sigur af keppinautum sínum í stórsvigi, og varð því Akureyrarmeistari í Alpatví- keppni. 13. Þór varð Akureyrarmeistari í körfuknattleik, sigraði ÍMA með 31:26 í úrslitaleik (17:4 í leik- hléi). 15. HMÍ 1. deild: Víkingur—FH 16:14 eftir 9:7 í leikhléi og heldur ósamstilltan og daufan leik af hálfu FH-inga. Fram—Haukar 24:19 eftir 12:12 í leikhléi. 16. 40 ára afmæiishátíð Iþróttafélags stúdenta var haldin í Iþróttahöll- inni í Laugardal. Kepptu háskóla- stúdentar við Val í knattspyrnu, KR í handknattleik, úrval lands- liðsnefndar í körfuknattleik og úrval F.l.R.R. í 8x200 m boð- hlaupi, og sigruðu stúdentar í hverri keppni. 17. 1 þriðja leik varnarliðsmanna og Reykjavíkurúrvals í bikarkeppni þessara aðilja í körfuknattleik, en þessi leikur fór fram á Kefla- víkurflugvelli, sigruðu varnar- liðsmenn með 47:45. 19. KMl 1. deild: lR—KR 66:60 (eftir 25:29 í leikhléi) KFR — Ármann 66:51 HMl 1. deild: FH—Valur 25:15 Fram—Víkingur 31:16 19. Landsflokkaglíman fór fram að Hálogalandi (sjá grein í apríl- hefti). 18.-19. Reykjavikurmeistaramót í bad minton: Jón Árnason, TBR, sigr- aði i einliðaleik meistaraflokks. Dennis Phillips tók þátt í Ml í frjáls- íþróttum (1.4.). Þessi mynd er tekin augnabliki síðar en sú, sem við birt- um í apríl-hefti. Hann hangir enn og bíður þess, að stöngin réttist og skjóti honum upp yfir rána. Jón Árnason og Viðar Guðjóns- son, TBR, sigruðu í tvíliðaleik m.fl. Lovísa Sigurðardóttir, TBR, sigraði í einliðaleik. Lovísa Sig- urðardóttir og Hulda Guðmunds- dóttir sigruðu í tvíliðaleik. Jón Árnason og Lovísa Sigurðardótt- ir sigruðu I tvenndarkeppni. Frið- leifur Stefánsson, KR, (gamall landsliðsmaður i frjálsíþróttum) sigraði í einliðaleik 1. flokks. Haraldur Kornelíusson og Björn Finnbjörnsson, TBR, sigruðu í tvíliðaleik 1. flokks. 20. Reykjavíkurúrval í körfuknatt- leik sigraði úrval varnarliðs- manna af Keflavíkurflugvelli 56: 49 í 4. leik bikarkeppni þessara aðilja. 21. -27. Skíðamót Islands fór fram á Siglufirðl (sjá grein í apríl-hefti). 24. Cassius Clay vann Zoran Folley með rothöggi í 7. lotu í keppni um heimsmeistaratitilinn í þunga- vigt hnefaleika. 25. Neal Steinhauer, sem hér var á ferð í haust, varpaði kúlunni 21,01 m á fyrsta utanhússmóti sínu á vorinu, en það var í Sacramento. Aðeins heimsmet- hafinn, Randy Matson, hefur kastað lengra, 21,52 m. 26. Knattspyrnusamband Islands 20 ára. KSl hélt upp á afmælið með hófi í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 1. apríl. Forseti al- þjóðasambands knattspyrnu- manna, Sir Stanley Rouse, var heiðursgestur KSl í afmælishóf- inu, en daginn eftir flutti hann fyrirlestur um dómaramál knatt- spyrnunnar fyrir áhugamenn um knattspyrnu. 27. Tilraunalandslið HSl vann pressu- lið 26:24 í Iþróttahöllinni í Laug- ardal. 28. Reykjavíkurúrval í körfuknatt- leik gekk með sigur af hólmi í bikarkeppni við varnarliðsmenn, 186

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.